Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 24

Víkurfréttir - 09.10.2003, Page 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ágúst Hilmar sem er 21árs gamall fékk fyrstaflogaveikiskastið fyrir 5 árum síðan þegar hann var 16 ára. Að sögn Hafdísar móður hans fór hann strax í rann- sóknir og í meðferð vegna flogaveikinnar og hefur verið á sérstökum lyfjum síðan. Ágúst er með svokallaða flogaveiki hina meiri sem er flogaveiki á mjög háu stigi. Frá því Ágúst fékk bílpróf hefur hann fjórum sinnum lent í umferðaróhöpp- um sem rekja má til flogaveik- innar. Í september árið 2001 keyrði hann út af á Stranda- heiði og í janúar árið 2002 lenti hann í umferðaróhappi við Seylubraut og í kjölfarið missti hann bílprófið í 9 mánuði. Ágúst fékk bílpróf aftur í sept- ember árið 2002 og var aukinn við hann lyfjaskammturinn til að halda flogaveikinni niðri, en flogaveikir einstaklingar þurfa að gangast undir læknisskoðun áður en þeir fá bílpróf. Í apríl á þessu ári lenti Ágúst í umferð- aróhappi á Flugvallarvegi og þann 3. september lenti Ágúst í umræddu umferðaróhappi þar sem bifreið sem hann ók lenti á járngirðingu við Njarðarbraut í Njarðvík, en í kjölfar árekst- ursins missti Ágúst bílprófið í óákveðinn tíma. Í kjölfar þess óhapps var Ágúst handtekinn þar sem móðir hans og hann sjálfur segja lögregluna hafa beitt sig harðræði. Man lítið Þegar Ágúst rifjar slysið upp man hann eftir sér þegar hann keyrði fram hjá verslun Samkaupa í Njarðvík. Hann segir að hann hafi fundið fyrir því að hann væri hugsanlega að fá flogaveikiskast, en hann var á leiðinni heim. „Ég fæ alltaf sérstaka tilfinningu í lík- amann þegar kast nálgast,” segir Ágúst og man ekki meira eftir sér fyrr en á lögreglustöðinni þegar hann hafði verið handtekinn. Í lögregluskýrslu um málið kemur fram að Ágúst hafi legið í göt- unni þegar lögreglan kom á vett- vang. Þar segir að nokkrir vegfar- endur hafi verið að huga þar að manni. Í skýrslunni segir að Ágúst hafi verið með meðvitund þegar lögregla kom á staðinn, en hafi verið mjög ringlaður og engu svarað. Átti erfitt með öndun Tveir aðilar voru á vettvangi þeg- ar lögreglan kom og starfar annar þeirra sem hjúkrunarfræðingur og eru þeir vitni á vettvangi. Samkvæmt lögregluskýrslunni sagði annað vitnið að Ágúst hafi verið meðvitundarlaus þegar þeir komu á staðinn en hann haf i fljótlega rankað við sér. Vitnið sagði að hann hafi athugað hvort Ágúst væri með einhverja áverka á hálsi en að hann haf i ekki greint nein merki þess, en þegar Ágúst hefði verið að komast til meðvitundar hafi hann greinilega átt erfitt með öndun. Í skýrslunni kemur fram að þá hafi vitnið tek- ið Ágúst út úr bifreiðinni og lagt hann á jörðina svo hann ætti auð- veldara með öndun. Í skýrslunni segir að vitnið hafi snemma tekið eftir sterkum einkennum um að Ágúst væri að ranka við sér eftir mikið krampakast. Vitnið tjáði lögreglunni að Ágúst hafi verið „fjarrænn og illa áttaður” og að hann hafi “svitnað mikið og ver- ið frekar kaldur viðkomu.” Í skýrslunni kemur fram að Ágúst hafi ekki verið í öryggisbelti. Fluttur í handjárnum Í lögregluskýrslunni segir að þegar sjúkraflutningamenn voru að ræða við Ágúst hafi hann virst kominn með fulla meðvitund, en hafi virkað illa áttaður og ekki skilið af hverju lögreglan væri á staðnum, auk þess sem hann hafi ekki kannast við að hafa lent í árekstri. Samkvæmt lögreglu- skýrslunni settist Ágúst aftur inn í bifreiðina og sagði við lögregl- una að hann ætlaði sér að fara og þegar lögreglumenn útskýrðu fyrir honum að bifreiðin væri óökufær hafi hann ekki skilið það. „Ágúst vildi ekki koma með sjúkrabifreiðinni í fyrstu en síðan var hann leiddur mótþróalaust af lögreglumönnum og sjúkraflutn- ingamönnum að sjúkrabifreið- inni. Ágúst virtist frekar óstöðug- ur þegar hann var leiddur að sjúkrabifreiðinni. Þegar síðan var verið að aðstoða Ágúst upp í sjúkrabifreiðina harðneitaði hann skyndilega að fara inn í bifreið- ina og reiddist mjög,” segir orð- rétt í skýrslunni, en þar kemur einnig fram að reynt hafi verið að ræða við Ágúst og róa hann niður, en hann hafi engu svarað, verið ógnandi í framkomu og ýtt lögreglumönnum frá sér. “Ágúst hlýddi ekki tilmælum um að róa sig niður og kreppti hann hnef- ana og sló frá sér,” segir orðrétt í skýrslunni. Í kjölfar þess var tek- in ákvörðun af lögreglumanni að handjárna Ágúst þar sem lög- reglan taldi ástand hans óstöðugt og var hann fluttur í handjárnum á Lögreglustöðina í Keflavík „sökum ástands hans” eins og fram kemur í skýrslunni. Í lögregluskýrslunni segir að Ágúst hafi verið “frekar æstur” í lögreglubifreiðinni og að lög- reglumaður hafi þurft að halda honum til að hann myndi ekki skaða sjálfan sig. Ágúst var færð- ur í fangaklefa þegar komið var með hann á lögreglustöðina “til að reyna að róa hann niður en hann slóst við lögreglumennina Yfirlýsing frá fjölskyldunni Við viljum taka það skýrt fram að fram að þessu tiltekna atviki höfum við ekki haft nema gott eitt að segja um lögregluna í Keflavík. Í gegnum tíðina höfum við alltaf getað leitað til lög- reglunnar og hún hefur sinnt okkar beiðnum af alúð og sam- viskusemi. Eina ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á því sem að kom fyrir Ágúst er sú að við viljum að það verði víti til varn- aðar - að svona lagað gerist ekki aftur.Veikt fólk verður að geta treyst því að það sé farið með það á sjúkrahús þegar við á, en lendi ekki í fangageymslum lögreglunnar. Að okkar mati þá er þetta það sem málið snýst um - það er mannlegt að gera mistök, okkur verður öllum á annað slagið og enginn verður minni fyr- ir að viðurkenna það, hvorki lögreglan né aðrir, heldur þvert á móti. Við vonum bara innilega að einhver lærdómur verði dreginn af þessum mistökum svo að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Ágúst Hilmar Dearborn Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir Ingólfur Jónsson Óska rannsóknar ríkissaksóknara vegna vinnu- bragða Lögreglunnar í Keflavík við handtöku Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir og sonur hennar Ágúst Hilmar Dearborn hafa sent ríkissaksóknara bréf þar sem óskað er rannsóknar á hand- töku sem lögreglan í Keflavík stóð að þegar Ágúst Hilmar lenti í bílslysi í Reykjanesbæ vegna flogaveikiskasts sem hann fékk undir stýri. Þau telja að lögreglan hafi beitt harðræði við handtökuna og gagnrýna mjög vinnubrögð lögreglunnar í málinu í heild sinni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson ➤ V Í K U R F R É T TA V I Ð TA L I Ð Ingólfur Jónsson, Ágúst Hilmar Dearborn og Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir. Áverkar eftir handjárn. Áverkar á baki. VF 41. tbl. 2003 8.10.2003 12:30 Page 24

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.