Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 9

Víkurfréttir - 12.02.2004, Side 9
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2004 I 9 S íðasti hreppsnefndar-fundurinn í Garði varhaldin í Samkomuhúsinu í Gerðum fyrir réttri viku. Þar mættu því í síðasta skipti hreppsnefndarmenn, oddviti og sveitarstjóri. Þegar fólkið fór heim að loknum fundi var það orðið að bæjarfulltrúum, forseta bæjarstjórnar og bæj- arstjóra. Á hreppsnefndarfundinum í gær var gerð staðfesting á breyttu stjórnsýsluheiti Gerðahrepps, sem verður: Sveitarfélagið Garður. Við breytingu á stjórnsýsluheiti fyrir sveitarfélagið úr Gerða- hreppur í Sveitarfélagið Garður og nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp breytist eftirfarandi: Hreppsnefnd verður Bæjarstjórn. Hreppsnefndarmaður verður bæjarfulltrúi. Oddviti verður for- seti bæjarstjórnar. Starfsheiti sveitarstjóra breytist í bæjar- stjóra. Kosning sem fram fór í upphafi kjörtímabils í nefndir, ráð og stjórnir gildir áfram nema kjósa þarf í bæjarráð og jafnréttis- nefnd. Bæjarráð Aðalmenn: Ingimundur Þ.Guðnason, Einar Jón Pálsson og Arnar Sigurjónsson Varamenn: Guðrún S.Alfreðs- dóttir, Gísli Heiðarsson og Agnes Ásta Woodhead. Jafnréttisnefnd Aðalmenn: Einar Jón Pálsson, Guðrún S.Alfreðsdóttir og Agnes Ásta Woodhead. Varamenn: Gísli Heiðarsson, Ingimundur Þ.Guðnason og Hrönn Edvinsdóttir. Tilllaga frá H-listanum var borin upp á hreppsnefndarfundinum í gær: Hún er svohljóðandi: „H-listinn óskar eftir að fá áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.“ Tillagan felld með fjórum at- kvæðum, tveir sátu hjá og einn greiddi tillöguninni atkvæði. Síðasti hreppsnefndarfundurinn ➤ G A R Ð U R I N N Ví ku rfr ét ta m yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on Auglýsingasíminn er 421 0000 auglysingar@vf.is 7. tbl. 2004 umbrot HEIMA 11.2.2004 12:42 Page 9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.