Víkurfréttir - 26.02.2004, Side 8
KALLINN vill byrja á að óska Keflavíkurstúlkum
til hamingju með deildarmeistaratitilinn. Glæsilegur
árangur hjá stelpunum!
KALLINN ER MJÖG
reiður vegna tillagna um
flutning raforku á raflínum
landsins. Hvað í fjandanum
réttlætir það að Suðurnesja-
menn þurfi hugsanlega að
greiða 25-30% hærra orku-
verð vegna þessara breyt-
inga? Af hverju í ósköpun-
um ættu Suðurnesjamenn að þurfa að gjalda þess að
raforkuverð er hærra út á landi? Júlíus Jónsson for-
stjóri Hitaveitu Suðurnesja hefur staðið eins og
klettur í þessu máli og hefur hann ekki verið spar á
að mótmæla þessum tillögum 19 manna nefndar-
innar svokölluðu. Kallinn styður Júlíus svo sannar-
lega í þessari baráttu og það skal aldrei liðið að
þessi tillaga verði að lögum. Suðurnesjamenn vilja
halda orkuverðinu eins og það er og njóta góðrar
þjónustu Hitaveitu Suðurnesja.
ÞAÐ ER AÐ GERAST það sem Kallinn hefur
lengi spáð - herinn er hreinlega að fara. Kafbátaleit-
ardeildin er að pakka saman og stóra flugskýlið upp
á velli verður óþarft. Þar verður fljótlega hægt að
halda böll!
KALLINN SPÁIR því að Varnarliðið fari innan
tveggja ára - það hreinlega fer eina nóttina. Hvað
ætti svo sem að stoppa Rumsfeld og Haukana í
Washington að færa herliðið sem hér er nær mið-
austurlöndum - til alvöru átakasvæða? Heldur fólk
að Rumsfeld hugsi um atvinnu á Suðurnesjum? Að
sjálfsögðu ekki!
KALLINN ER AÐ sjálfsögðu mótfallinn því að
herinn fari - en ekki verður litið framhjá staðreynd-
um. Það verður einhver vinna að fara af stað til að
það hreinlega fari ekki allt í kalda kol hér á Suður-
nesjum. Það þarf meira en Stálpípuverksmiðju á
svæðið - en hvað er annars að frétta af því ágæta
verkefni?
SYKURVERKSMIÐJA gæti hugsanlega risið hér
samkvæmt grein sem Gunnar Örlygsson þingmaður
skrifaði á vef Víkurfrétta. Nú þarf að skoða alla
hluti og réttast væri að sett yrði af stað vinnuhópur á
svæðinu sem hefði það hlutverk að taka á móti hug-
myndum að atvinnuuppbyggingu frá fólkinu á
svæðinu.
EN KALLINN óskar eftir fréttum frá Varnarliðinu
og biður Friðþór Eydal upplýsingafulltrúa sérstak-
lega um að skýra frá málum eins og þau eru á hans
borði. Nú þýðir ekki að vera í neinum hermannaleik
þar sem allt snýst um trúnaðarmál. Við eigum í
stríði!
Kveðja,
kallinn@vf.is
stuttar
f r é t t i r
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum
MUNDI
➤ M I N N I H L U T I B Æ J A R S T J Ó R N A R R E Y K J A N E S B Æ J A R U M B Æ J A R H L I Ð I Ð
Landhelgis-
gæzluna til
Suðurnesja
T illögu um að höfuð-stöðvar Landhelgis-gæslunnar verði flutt-
ar til Suðurnesja var vísað
til Allsherjarnefndar Al-
þingis í síðustu viku, en í til-
lögunni er gert ráð fyrir að
dómsmálaráðherra skoði
kosti þess og galla að flytja
höfuðstöðvarnar til Suður-
nesja.
Flutningsmenn tillögunnar
eru Hjálmar Árnason Fram-
sóknarflokki, Jón Gunnars-
son og Brynja Magnúsdóttir
Samfylkingu, Drífa Sigfús-
dóttir Sjálfstæðisflokki og
Grétar Mar Jónsson Frjáls-
lyndum. Við umræður á Al-
þingi sagði Hjálmar Árnason
að það væri sannfæring flutn-
ingsmanna tillögunnar að
niðurstaða af úttekt dóms-
málaráðherra um flutning
Landhelgisgæzlunnar til Suð-
urnesja yrði jákvæð þegar
horft væri til öryggis, rekst-
urs og byggðapólitískra sjón-
armiða.
Jón Gunnarsson þingmaður
Samfylkingarinnar í Suður-
kjördæmi sagði við umræð-
urnar að hann vonaðist til að
málið fengi skjóta afgreiðslu
hjá Allsherjarnefnd og að ýtt
yrði á eftir málinu svo það
kæmist fljótlega til annarrar
umræðu á Alþingi.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnarlögðu fram bókun á bæjarstjórnar-fundi í síðustu viku þar sem gagn-
rýnt er að svör hafi borist seint við spurn-
ingum minnihluta bæjarstjórnar um
kostnað við svokallað bæjarhlið, en spurn-
ingarnar voru lagðar fram á bæjarstjórn-
arfundi þann 3. febrúar sl.
Í bókuninni segir að svör við spurningunum
hafi ekki borist með fundargögnum sl. föstu-
dag og að þau hafi verið borin heim til bæjar-
fulltrúa eftir hádegi sama dag og
bæjarstjórnarfundur var haldinn og að bæjar-
fulltrúar hafi ekki haft tíma til að fara yfir
svörin fyrir bæjarstjórnarfund. Einnig kemur
fram í bókuninni að óskað hafi verið eftir af-
ritum af reikningum þann 4. febrúar sl. vegna
framkvæmdanna en að þau afrit hafi ekki
borist. Í lok bókunarinnar segir: „Þar sem
þetta eru í engu samræmi við þær vinnureglur
sem viðhafðar eru í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar, áskiljum við okkur rétt til þess að taka
málið aftur á dagskrá á næsta bæjarstjórnar-
fundi þann 2. mars nk.“
Sæll Kall.
Mig langaði að koma á framfæri
reiði minni á endalausum skatta-
hækkunum á einstaklinga og fjöl-
skyldur, og þá sérstaklega barna-
fólk og fólk sem er að koma yfir
sig þaki. Ef ég man rétt fyrir síð-
ustu kosningar var okkur lofað
skattalækkunum ef við styddum
sitjandi stjórn, annars mundi allt
fara í bál og brand ef við kysum
annað. Ég var einn af þeim sem
var svo vitlaus að trúa stjórn
Sjálfstæðis og Framsóknar einu
sinni enn, hvað maður getur ver-
ið vitlaus. Ég spyr þig kall hvort
þú getir sagt okkur hvar allar
skattalækkanirnar eru eða þá
auglýst eftir þeim. Þetta á reynd-
ar við sitjandi bæjarstjórn líka,
ég var svo vitlaus í þeim kosning-
um líka að trúa á Sjálfstæðis-
flokkinn en hvað fær maður, alla-
vega ekki skattalækkanir. Ég vil
svo enda þetta á því að biðja alla
þá sem kusu annað en ég á síð-
ustu alþingis- og bæjarkosning-
um afsökunar á mínum mistökum
í kjörklefanum, ég geri betur
næst, og kallinum vil ég gefa
hrós og þakklæti mitt fyrir góða
skemmtun.
Takk fyrir, einn ósáttur
við sjálfan sig.
Nýtt félag með
tæp 90% í Þor-
birni Fiskanesi
ÓK-1 Eignarhaldsfé-lag, sem er í eiguEríks Tómassonar,
Gunnars Tómassonar,
Gerðar S. Tómasdóttur og
Tómasar Þorvaldssonar, á
nú 88,79% hlut í Þorbirni
Fiskanesi, að því er kemur
fram í tilkynningu til
Kauphallar Íslands.
Reikningana á borðið
FRÉTTASÍMINN
898 2222
Vaktaður allan sólarhringinn!
Verður settur þyrlupallur við
bæjarhliðið ef Landhelgisgæzlan
kemur til Reykjanesbæjar?
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:04 Page 8