Víkurfréttir - 26.02.2004, Qupperneq 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Sæmundur flutti 8 ára til Ólafs-
víkur þar sem hann ólst upp og
segir hann að fátt hafi komið til
greina annað en að fara á sjóinn.
„Það var annaðhvort að fara í
fiskvinnslu í landi eða á sjóinn
og ég valdi síðari kostinn eins og
flestir mínir félagar,“ segir Sæ-
mundur en hann fór til sjós 15
ára gamall og var á sjónum í 23
ár. Síðustu 10 árin var hann
stýrimaður og skipstjóri á togur-
um, lengst af á Aðalvíkinni sem
Stóra milljón gerði út.
Tímamót
Árið 1984 fannst Sæmundi hann
vera á tímamótum. Það var ann-
aðhvort fyrir hann að klára
starfsævina á sjónum eða breyta
til og fara í land. „Ég ákvað að
breyta til. Það er ekki um margt
að velja fyrir sjómenn þegar þeir
koma í land þannig að ég fór að
leita mér að einhverju að gera.
Bankaði m.a. upp á hjá henni
Hansínu Gísladóttur sem átti
fiskbúðina við Hringbraut og
bauðst til að kaupa af henni búð-
ina. Hún var tilbúin til þess,
svona eftir smá umhugsun og
þannig byrjaði nú mín fiskverk-
un,“ segir Sæmundur, en eins og
áður segir voru þau búin að eiga
búðina í einn mánuð þegar fyrsta
sendingin á Bandaríkjamarkað
var send með flugi. „Við áttum
engan hreistrara og handhreistr-
uðum því ýsuna með vírbursta
og flökuðum. Við flökuðum úr
700 kílóum af ýsu og sendum
um 300 kíló út.Þarna í fiskbúð-
inni lærðist okkur að ánægður
viðskiptavinur kemur aftur og
þetta höfum við haft að leiðar-
ljósi síðan“
Samhent hjón
Frá upphafi Fiskvals hafa þau
hjónin, Sæmundur og Auður
Árnadóttir starfað hlið við hlið í
fyrirtækinu. Sæmundur segir
samstarfið hafa gengið vel, en að
það hafi verið mikil viðbrigði að
koma í land. „Síðustu 10 árin var
ég á togurunum og kom þá heim
eins og gestur að mér fannst.
Kannski stoppað í 30 tíma og
svo út aftur. Það voru stuttar
samverur með fjölskyldunni.
Túrarnir voru yfirleitt þetta 8 til
12 daga. En þetta hefur allt geng-
ið mjög vel og við erum ennþá
saman,“ segir Sæmundur og
brosir.
Auður segir að það hafi verið
mikið viðbrigði fyrir sig að fá
hann í land. „Ég hafði ráðið öllu
og svo kemur einhver annar og
skiptir sér af. En við höfum verið
að vinna þennan aðskilnað upp
og það hefur bara gengið mjög
vel,“ segir hún brosandi og lítur á
Sæmund.
Dæturnar allar í fjölskyldufyrirtækinu
Frá upphafi hefur fyrirtækið ver-
ið rekið sem fjölskyldufyrirtæki
og hafa fjórar dætur þeirra hjóna
allar komið að rekstrinum með
einum eða öðrum hætti. Í dag
starfa 20 til 25 manns hjá Fisk-
vali og sl. sjö ár hefur einungis
verið unnin flatfiskur hjá fyrir-
tækinu mest ferskt til útflutnings.
Sæmundur segir að fyrstu 10 til
12 árin hafi allt hráefnið komið
af mörkuðum, en þá var bolfisk-
ur unnin hjá fyrirtækinu. „Við
byggðum okkar vinnslu á mörk-
uðunum, en eftir að við byrjuð-
um í flatfiskvinnslunni höfum
við þurft að tryggja okkur hráefni
í beinum viðskiptum og við eig-
um bátinn Árna KE 89, sem við
gerum út. Það er búið að ganga
ágætlega, en að vísu hefur verið
strembið að kaupa kvóta en í
dag erum við með kvóta sem á
að nægja okkur í 10 til 11 mán-
uði á ári. Við gerðum Árna út í
10 og hálfan mánuð í fyrra og
reiknum með að hann verði að
veiðum í 11 mánuði í ár.“
Hefur skoðun á kvótakerfinu
Eins og allir þeir sem koma að
sjávarútvegi hefur Sæmundur
skoðun á kvótakerfinu. En hvað
finnst honum um þetta umdeilda
kerfi? „Ég sé ekkert betra kerfi
heldur en það sem við búum við
í dag. Það verður aldrei snúið aft-
ur til þess tíma fyrir daga kvóta-
kerfisins að það verði veitt frjálst
- það kemur aldrei aftur. Þetta
kerfi sem við höfum tel ég vera
það skásta sem boðið er upp á.
Vissulega eru ýmsir annmarkar á
kerfinu og þeir helstu er sú gríð-
arlega andstaða sem við kerfið
er, sem mér finnst oft á tíðum
vera mjög óábyrg. Sérstaklega á
meðan vissir einstaklingar og
stjórnmálaflokkar eru á atkvæða-
veiðum og þessi djöflagangur
hefur skaðað greinina ómælt,“
segir Sæmundur.
Staðan á Suðurnesjum
„Sjávarútvegurinn hér á Suður-
nesjum er náttúrulega bara svipur
hjá sjón í dag miðað við hvernig
hann var fyrst eftir að ég kom
hingað 1970. Suðurnesin fóru
mjög halloka út úr uppbygging-
unni í sjávarútvegnum sem fram
fór víða um land upp úr 1970 en
þá voru allskyns sjóðir starfandi,
sérmerktir landsbyggðinni þaðan
sem peningum var deilt út. En á
þessum tíma var sagt við Suður-
nesjamenn: Þið hafið völlinn og
það er nóg fyrir ykkur. Við erum
enn að súpa seyðið af þessu við-
horf i ráðamanna,“ segir Sæ-
mundur en hann telur Suður-
nesjamenn eiga mikla möguleika
í þróun fiskvinnslu og þá sérstak-
lega ferskfiskvinnslu. „Ferski
fiskurinn er framtíðin - það er
engin spurning í mínum huga.
➤ V I Ð S K I P T I O G AT V I N N U L Í F Á S U Ð U R N E S J U M
Fyrir um 20 árum síðan kom Sæmundur Hinriksson fram-
kvæmdastjóri Fiskvals í land eftir áratuga sjómennsku og keypti
fiskbúðina á Hringbraut. Mánuði síðar var fyrsta sendingin af
ferskum ýsuflökum send til Bandaríkjanna. Nú, 20 árum síðar
nemur útflutningur Fiskvals um 400 til 500 tonnum af flökum á
ári, en Sæmundur gerir út bátinn Árna KE-89 á flatfiskveiðar 11
mánuði á ári. Fyrirtækið er staðsett í glæsilegum húsakynnum
við Iðavelli í Keflavík.
Samhent
HJÓN Í FISKVALI
Fjölskyldan hefur verið
samhent í fjölskyldufyr-
irtækinu og hafa allar
fjórar dætur þeirra
hjóna komið að rekstr-
inum. Á myndinni
ásamt Auði og Sæ-
mundi er dóttir þeirra
Lilja sem starfar á skrif-
stofu fyrirtækisins.
Alltaf nóg að gera hjá flökurunum.
-Sæmundur Hinriksson spjallar
um fyrirtækið, kvótakerfið og
sjávarútveg á Suðurnesjum.
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:43 Page 20