Víkurfréttir - 26.02.2004, Síða 21
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2004 I 21
Ég tel Suðurnesin vera í lykil-
stöðu í þessum efnum, bæði
hvað varðar nálægðina við flutn-
ingsleiðir og ekki síður nálægð-
ina við fiskimiðin sem gefa besta
fiskinn í þessa vinnslu. Það þarf
t.d. rétt að fara út fyrir bryggju-
sporðana á haustin hérna í Flóan-
um til að sækja aflann að landi á
snurvoðinni.“
Mikil tækifæri fyrir Suðurnesjamenn
En finnst Sæmundi nóg að gert
við að benda á þessa möguleika
hér á Suðurnesjum? „Það er
vakning í gangi varðandi ferska
fiskinn sem hefur haft töluvert
forskot á frosinn fisk. Ég reikna
með því að menn nýti sér þá
kosti sem Suðurnesin hafa fram
yfir aðra landshluta. Ég get bara
ekki ímyndað mér annað,“ segir
Sæmundur og hann telur að Suð-
urnesjamönnum vaxi fiskur um
hrygg á nýjan leik. „Það er bara
svo margt sem mælir með því.
Bara það að geta hámarkað af-
raksturinn af því sem við erum
að veiða er náttúrulega broddur-
inn í þessu kerfi og þannig þurf-
um við að hugsa.“
Það er flókið að sjá um sölumál
fyrir ferskan fisk og segir Sæ-
mundur að þau sjái einungis um
þau mál að hluta. „Við höfum
verið svo lánsöm að vera í góðu
samstarfi við aðila sem hafa séð
um þessa þætti fyrir okkur. Það
er eitt að vera framleiðandi og
annað að vera söluaðili og þurfa
m.a. að berjast í því að ná pláss-
um í flugvélunum.“
Helstu markaðir fyrirtækisins í
dag eru í Bandaríkjunum og
Bretlandi, en til skamms tíma var
megnið af útflutningi fyrirtækis-
ins á Bandaríkjamarkað. „Við
þróuðum okkar ferskfiskvinnslu
fyrir Bandaríkjamarkað og til
skamms tíma vorum við eina
húsið á landinu sem hafði sér-
hæft sig í því að vinna ferskan
flatfisk. Í dag hafa markaðirnir
færst meira yfir á Evrópu mest
vegna veikrar stöðu dollarans.“
Ein og hálf milljón á góðum degi
Þegar talið berst að veltunni segir
Sæmundur að fyrsta daginn sem
þau ráku fiskbúðina hafi þau selt
fyrir sjö þúsund krónur. Á góð-
um degi eru þau að selja fisk fyr-
ir eina og hálfa milljón. Þegar
hann er spurður hvort hann hafi
ekki gott upp úr þessu svarar
hann: „Ég held að það verði eng-
inn stórefnaður á þessu. Þegar ég
fór í land var markmiðið hjá mér
að hafa ofan í okkur og á og það
er það sem hefur tekist hjá okkur
hjónunum. Ég setti mér aldrei
þau markmið að verða ríkur á
þessu,“ segir Sæmundur og bros-
ir.
En hvert er markmiðið í dag?
„Markmiðin í dag eru þau að sjá
þennan atvinnurekstur okkar
plumma sig í framtíðinni. Við
höfum nú verið í þessu í 20 ár og
við höfum komið þessu í gott
horf í dag. Við erum að framleiða
hráefni hér sem ég tel það besta í
heiminum í dag til matargerðar,
þ.e. íslenska fiskinn. Það var
draumur hjá okkur hjónunum að
búa umgjörð um þennan rekstur
sem við gætum verið stolt af og
það erum við í dag.“
Sæmundur ásamt Björgvini Guðmundssyni framleiðslustjóra í pökkuninni, en
Björgvin er meðeigandi Sæmundar og Auðar.
„Þegar talið berst að veltunni segir Sæ-
mundur að fyrsta daginn sem þau ráku
fiskbúðina hafi þau selt fyrir sjö þúsund
krónur. Á góðum degi eru þau að selja fisk
fyrir eina og hálfa milljón á dag“
Daglegar fréttir á Netinu
www.vf.is
9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:39 Page 21