Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Page 10

Víkurfréttir - 10.02.2005, Page 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Samgönguráðherra tilkynnti um tímamótaákvörðun á 500 manna borgarafundi í Stapa á mánudagskvöld: Borgarafundurinn sem hald inn var í Stap-anum á mánudag mun verða lengi í manna minnum á Suðurnesjum. Á fundinum greindi samgönguráðherra frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að bjóða út tvö föld un Reykjanesbrautar frá Fitjum og inn að tvöföldun austan við Voga af leggjara á vor- mánuðum. Mikill fögnuður braust út meðal fundarmanna og mynd að ist þverpóli tísk samstaða meðal stjórnmála- manna sem fundinn sátu um ákvörðun ráðherra. Áhugahópur um örugga Reykja- nes braut hef ur barist fyr ir tvöföldun brautarinnar í rúm fjögur ár og hefur sú barátta ein- kennst af málefnalegum rökum sem greinilegt er að þingmenn og ráðherrar hafa tekið mark á. Þingmenn sem Víkurfréttir hafa rætt við eftir fundinn eru sammála um að áhugahópur- inn hafi „unnið málið” eins og þeir orðuðu það. Fulltrúar allra þingflokka kvöddu sér hljóðs á fundinum og lýstu þeir allir yfir stuðningi við ákvörðun ráð- herra. Á fundinum sagði samgöngu- ráðherra að taka þyrfti frá skófl- una sem hann fékk afhenta á borgarafundinum árið 2001 því nú hefði verið tekin ákvörðun um að það þyrfti að nota hana. Skóflan var notuð til að taka fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanes- brautar. Áhugahópur um ör- ugga Reykjanesbraut afhenti ráð- herra skófluna stuttu síðar við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Sá áfangi sem nú hefur verið ákveðið að bjóða út er stórt skref í baráttu Suðurnesja- manna fyrir tvöföldun Reykja- nesbrautar. Steinþór Jónsson formaður áhugahóps um ör- ugga Reykjanesbraut segir að baráttunni sé þó ekki lokið því verkið sé ekki enn hafið. „Við fögnum ummælum sam- gönguráðherra að sjálfsögðu en satt best að segja áttum við ekki von á jafn afgerandi yfirlýsingu á þessum fundi sem sýnir okkur hvað fundurinn mikilvægur og rétt tímasettur. Við hljótum að vera stolt af samstöðunni sem við öll lögðum saman í þessa baráttu sem nú hefur skilað okkur þessum áfanga sem við verðum þó að fylgja eftir. Efst í mínum huga er þakklæti til sam- gönguráðherra og ríkisstjórnar fyrir þessa ákvörðun. Þakklæti til félaga minna í áhugahópnum sem hafa allir staðið sig með mikilli prýði, þingmanna vegna þeirra samstöðu og íbúa svæðis- ins fyrir stuðning allt til enda,” sagði Steinþór í samtali við Vík- urfréttir. Mikil ánægja er meðal þingmanna Suður-kjör dæm is um þá ákvörðun samgönguráðherra að tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðin út á vormánuðum. Mar grét Fr í manns dótt ir þingmaður Samfylkingarinnar o g f y r s t i þ i n g m a ð u r Suðurkjördæmis afhenti Stein- þóri Jónssyni formanni áhuga- hóps um örugga Reykjanesbraut og samgönguráðherra bleikar rósir frá þingmannahóp Suður- kjördæmis. Sagði Margrét við þetta tækifæri að þótt rósirnar myndu fölna væri ekki hægt að segja það sama um loforð ráðherra - það myndi ekki fölna. Tók Margrét það sérstaklega fram að rósirnar hefðu verið keyptar í versluninni 10-11. Sturla Böðvarsson sam-g ö n g u r á ð h e r r a e r ánægður með samstöðu þingmannahóps kjördæmisins og segir hana mikilvæga fyrir verkefnið. Samgönguráðherra segir að með því að bjóða út tvöföldun Reykja nes braut ar inn ar frá Fitjum og inn að fyrsta hluta tvöföldunarinnar sé mögulegt að átta sig á verði verksins og að þannig verði hægt að stilla upp framkvæmdatímanum. Aðspurður um tímasetningar varðandi tvöföldunina segir ráð- herra ekki skynsamlegt að stilla upp neinum tímasetningum í málinu. „Stóra málið er að þetta verður boðið út í vor. Það eru verk út um allt land sem bíða og margir sem þurfa á framkvæmdum að halda. Við reynum að gera þetta þannig að hagkvæmustu leiða sé leitað og með þvi að bjóða þennan áfanga Reykjanesbrautar út í einu lagi þá tel ég að við séum að fara þá leið sem virðist vera hagkvæmust,” sagði samgöngu- ráðherra í samtali við Víkur- fréttir eftir borgarafundinn. Tvöföldun Reykjanesbrautar í útboð í vor Stóra málið er að þetta verður boðið út í vor Samgönguráðherra: Ánægja meðal þingmanna Stjórn áhugahóps um tvöfalda Reykjanesbraut afhenti samgönguráðherra skófluna góðu í annað sinn sem hann notaði til að taka fyrstu skóflustunguna að fyrri áfanga tvöföldunar brautarinnar. Stjórnin var að sjálfsögðu í skýjunum eftir að ráðherra hafði tilkynnt ákvörðun sína. Sjaldan hafa sést jafn margir þingmenn og ráðherrar samankomnir á Suðurnesjum. Eins og sést á myndinni var salurinn þétt setinn. Þingmenn allra flokka fluttu ávörp á fundinum og Árni Sigfússon bæjarstjóri lokaði honum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Á myndinni eru Sigmundur Ernir Rúnarsson fundarstjóri, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Steinþór Jónsson formaður áhugahópsins og samgönguráðherra.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.