Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Side 11

Víkurfréttir - 10.02.2005, Side 11
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 11 Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að kostn-aður við tvöföldun þess kafla sem samgönguráðherra hefur ákveðið að boðinn verði út sé um 2 milljarðar króna. Er þá gert ráð fyrir gatnamótum við Grindavíkurafleggjara og á Fitjum. Kaflinn frá tvöfölduninni austan Vogaafleggjara og að Fitjum er um 10,5 kílómetra langur. Í máli samgönguráðherra kom fram að hann teldi tækifærið til að fá hagstætt tilboð í verkið í heild sinni vera gott. Sagði hann að miðað við útboð verktaka- fyrirtækja upp á síðkastið ætti hann von á því að kostnaðartöl- urnar myndu lækka. Jafnvel er talið að kostnaðartölurnar lækki niður í um einn milljarð króna. Vonast eftir hag- stæðu tilboði Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokks Ég er mjög ánægður með fundinn. Hann er ávöxtur mikillar sam- stöðu þar sem margir hafa komið að máli. Forsætisráðherra tók akkúrat þennan veg inn í fyrstu stefnumótunarræðu sína við setn- ingu alþingis í áramótaávarpi. Þingmannahópurinn hefur átt mjög gott samstarf við samgönguráðherra. Hópurinn er mjög samhentur og samstaðan suðurfrá er mikil og allt skiptir þetta máli. Þessi ár- angur er gott dæmi um það hvernig samstaða skilar góðu verki. Ég lít svo á að draumurinn um tvöföldun Reykjanesbrautar verði að veruleika þegar á næsta ári. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingar Mér leist mjög vel á fundinn og er ánægður með að ráðherra skyldi lofa okkur því að þetta verði boðið út í vor í einu lagi. Ég hef enga trú á öðru en það komi skikkanleg tilboð í verkið sem þýðir þá að verkið verður klárað í einum rykk, en samkvæmt vegaáætlun verði verkið þá borgað á einhverju ára bili. Ég vona að mönnum detti það ekki í hug að hætta í miðju verki og slíta þetta í sundur. Ef að það er rétt sem haft er eftir verktökum að verkið geti tekið frá einu ári til eins og hálfs árs þá er maður að vona að verkið klárist í lok árs 2006 eða byrjun árs 2007. Ávöxtur samstöðu -segja Suðurnesjaþingmenn Æfingarnar hafa gengið rosalega vel og á morgun verður gener alpru fan og frum sýn ing in á föstudag,” segir Jón Marinó Sigurðsson leikstjóri söngleiks- ins Er tilgangur? Söngleikurinn er eftir Júlíus Guðmundsson sem fyrst var settur upp í Félagsbíói fyrir u m 1 0 á r u m v i ð góðar undirtektir. „Það hefur komið mér virkilega á óvart hvað það er mikill kraftur í krökkunum og hér eru mikil efni á ferð,” seg ir Jón Marinó um leikhóp- inn. „Aðstaðan í 88 Húsinu er frábær, bæði stærri og betri en í Frumleikhúsinu. Þetta verður pott- þétt sýn ing og ég hvet alla til þess að mæta því krakkar úr öllum bæjarfélögum Suðurnesja taka þátt í sýningunni,” sagði Jón að lokum. „Er tilgangur?” verður f r u m s ý n d u r á morgun kl. 20:00 en uppselt er á þá sýn- ingu. Næsta sýning verður svo sunnudag- inn 13. febrúar og þá eru örfá sæti laus. Kraftur í krökkunum 500 bollur Bolludagurinn var haldinn hátíðlegur á borgara- fundinum og fengu fundargestir að bragða á vatns- deigsbollum frá Sigurjónsbakaríi. Um 500 bollur fóru í fundargesti og var það mál manna að bollu- dagurinn sé kjörinn til að halda borgarafundi í Reykjanesbæ. Vill slökkva ljósin á ákveðnum tímum Þorvaldur Örn Árnason íbúi í Vogum kom með þá tillögu að ljósin á Reykjanesbrautinni yrðu slökkt á ákveðnum tímum. Sagði hann það mikil- vægt fyrir stjörnuskoðunarmenn á Suðurnesjum að slökkt yrði á lýsingunni svo betra yrði að rýna í stjörnurnar. Upphituð Reykjanesbraut? Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna náði fundarmönnum á sitt vald þegar hann sagði að erfitt yrði að toppa ræðu samgönguráðherra. „Ekki nema ég myndi kannski lofa því að brautin yrði upphituð og að öðru megin við hana verði settur reiðvegur og hinumegin komi hjólreiðabraut.“ Kunnu fundarmenn vel að meta þessi orð. Vill nýjan samgönguráðherra eftir tvöföldun Jón Gunnarsson Suðurnesjaþingmaður sagðist vilja sjá nýjan samgönguráðherra úr öðrum flokki - þegar tvöföldun brautarinnar væri lokið. Sagði hann það nauðsynlegt svo innanlandsflugið verði fært til Keflavíkurflugvallar. BRAUTAR MOLAR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.