Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 10.02.2005, Qupperneq 21
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 10. FEBRÚAR 2005 I 21 Athvarf fyrir geðfatlaða var opnað í Sjálfsbjarg-arhúsinu sl. föstudag. Að athvarfinu standa Reykja- nesbær, Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra á Suðurnesjum og Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. Auk þeirra koma fjölmargir aðrir að rekstri athvarfsins með ómetanlegum stuðningi. Tilgangur athvarfsins er að skapa vettvang fyrir þá einstak- linga sem búa við geðfötlun eða geðröskun, eru utan stofnunar, óvinnufærir og félagslega ein- angraðir. Athvarfinu er ætlað að gera geðfötluðum kleift að koma reglu á líf sitt og fá þjálfun í athöfnum daglegs lífs. Meginmarkmið starfsemi at- hvarfsins verður að efla sjálf- stæði fólks með geðræn vanda- mál og að leita leiða til að auka samfélagsþátttöku þeirra sem athvarfið sækja. Verður það gert með félagslegri samveru, fræðslu, þjálfun, tómstundum og persónulegum stuðningi. Und ir bún ing ur að opn un athvarfsins hefur staðið yfir í 18 mánuði. Mikil vinna hefur verið lögði í verkefnið sem mun nýtast áfram við uppbyggingu á geðheilbrigðisþjónustu í Reykja- vesbæ. Að sögn Hjördísar Árnadóttur glíma fjölmargir viðskiptavinir Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar við geðsjúk- dóma eða geðraskanir sem hamla þeim frá samfélagslegri virkni. „Félagsþjónustan vildi leita leiða til að bæta þjónustu við þessa einstaklinga með það að markmiði að hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Við áttum í viðræðum við Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum um samstarf við uppbyggingu á þjónustu við geðfatlaða, þegar framkvæmda- stjóri svæðisskrifstofu málefna fatlaðra ljáði máls á samstarfi um rekstur athvarfs fyrir geð- fatlaða í Reykjanesbæ. Til varð samstarfshópur þessara aðila um uppbyggingu á þjónustu við geðfatlaða”. Í athvarfinu geta þeir sem glíma við geðræn vandamál komið saman og deilt sinni lífsreynslu. Í slíkum hóp skapast oft sérstakt andrúmsloft samkenndar og skilnings. „Það að deila reynslu og vonum gerir fólki kleift að sýna gagnkvæman stuðning og gefa góðar ráðleggingar. Hver meðlimur hópsins ber ábyrgð á því að halda hópnum gang- andi og að spjara sig sjálfur. Í sjálfshjálparhóp eru allir jafnir - allir meðlimir hópsins búa yfir þekkingu sem nýtist við að taka á sameiginlegum vandamálum. Í hópnum fær fólk tilfinninga- legan stuðning, upplýsingar, ráð- gjöf og vináttu. Þar hittist fólk á jafningjagrunni og allar upp- lýsingar sem koma fram innan hópsins eru trúnaðarmál.” Athvarf fyrir geð- fatlaða opnar 8 Sjálfsbjargarhúsið í Reykjanesbæ: ©BLAÐAMAÐURÓSKAST! Fréttadeild Víkurfrétta vantar nýjan liðsmann til að takast á við krefjandi verkefni í blaðamennsku. Einn úr liðinu er að fara til nýrra starfa og það þarf að fylla skarðið. Þess vegna leitum við nú að starfsmanni til að takast á hendur fjölbreytt starf blaðamanns á Suðurnesjum. Við leitum að blaðamanni með staðgóða þekkingu og mikinn áhuga á fréttum og mannlífi á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu og geta starfað undir álagi ásamt því að geta starfað sjálfstætt. Það er kostur ef viðkomandi kann eitthvað fyrir sér í ljósmyndun. Umsóknir um starf blaðamanns hjá Víkurfréttum berist til Páls Ketilssonar ritstjóra á póstfangið pket@vf.is. Ekki eru veittar upplýsingar um starfið í síma. Öllum umsóknum verður svarað. Séra Baldur Rafn blessaði starfsemina í Sjálfsbjargarhúsinu. Ljósmynd: Héðinn Eiríksson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.