Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R 8 Framsóknarmenn í Reykjanesbæ: Sa u t j á n s l ö k k v i l i ð s -mönnum úr slökkvilið-inu á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum. Ellefu koma úr slökkviliðinu og sex úr snjóruðningsdeild slökkviliðsins.Taka uppsagn- irnar gildi þann 1. júní í sumar. Með þessum uppsögnum hefur 34 slökkvi liðs mönn um úr slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli verið sagt upp störfum á síðustu 6 mánuðum. Að sögn Vernharðs Guðna- sonar formanns landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna er um skelfilega þróun að ræða. „Mér er bara gráti næst. Það sem er alvarlegt í mál- inu eru þær aðferðir og þau við- horf sem birtast í því hvernig þeir framkvæma uppsagnirnar og velja þá einstaklinga sem á að segja upp. Að mínu mati eru líkur til þess að notuð séu óvönduð meðul við þessar upp- sagnir,” segir Vernarð. Á næstu dögum verður málið skoðað og segir Vernharð að allt verði gert til að koma í veg fyrir að löggiltum slökkviliðs- mönnum sé sagt upp störfum á meðan starfsmenn sem ekki hafa þessi lögbundnu réttindi séu látnir vera. „Það hefur verið höggvið stórt skarð í raðir slökkviliðsmanna. Í slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli er mikill mannauður en það virðist ekkert vera horft í það. Með þessum uppsögnum er verið að kasta út mikilli þekk- ingu.” Á bilinu 350 til 400 manns á Íslandi hafa slökkviliðsstörf að aðalstarfi og segir Vernharð að ekki sé auðhlaupið að komast í starf slökkviliðsmanna. Aðspurður sagðist Vernharð ekki geta tjáð sig um til hvaða beinna aðgerða yrði gripið. „Við ætlum að byrja á því að leita réttar okkar gagnvart löggilding- unni.” Smáhundi af Pomeraninankyni var rænt af tröppum heimilis síns við Njarðar-braut í Keflavík á dögunum. Hundinum, sem nefnist Mítras og er fimm ára, var skilað aftur kl. 10 um morgun, um 6 tímum eftir brottnámið. Mítrasi hafði ekki verið unnið mein, en eig- endur hans telja líklegt að kunnáttumaður hafi verið að verki og hundurinn hafi verið numinn á brott í þeim tilgangi að koma honum á tík af sama kyni. Hundatollurinn, eins og það kallast, er verðlagður á um 150.000 krónur, en hvolp- arnir eru verðlagðir á 170 til 180 þúsund hver. Þau hjónin segjast í skýjunum með að Mítrasi hafi verið skilað aftur, en finnst framkoman ansi léleg ef grunur þeirra reynist réttur. Eldur kom upp í stakka-g e y m s l u s k u t t o g -a r a n s B r e k a K E s l . sunnudagskvöld. Skipið var staðsett í Njarðvíkurhöfn. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á ní- unda tímanum og fóru reykka- farar niður í skipið og náðu fljótt tökum á eldinum, að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja. Eldurinn mun hafa verið mik- ill og skemmdir í stakkageymsl- unni eru umtalsverðar. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, aðstoðar- slökkviliðsstjóra á vettvangi, mátti litlu muna að illa færi, en slökkviliðið náði að ráða nið- urlögum eldsins áður en hann náði að dreifa sér um skipið. Ma ð u r i n n s e m fannst lát inn í Sandgerðishöfn aðfaranótt sunnudags hét Júlíus Guðmundsson skip- stjóri til heimilis að Smára- flöt við Skaga braut 24 í Garði. Júlíus var á 73. ald- ursári. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sólveigu Óskars- dóttur, og fjóra uppkomna syni. Stjórn fulltrúráðs Framsókn- arfélaganna í Reykjanesbæ harmar í ályktun niðurstöðu höfuðborgarstefnu flokks- þings Framsóknarflokksins sem haldið var nú um helgina. Þar segir m.a. að “Miðstöð inn- anlandsflugsins verði áfram rekin í Reykjavík”. Þessari mála- lyktan geta Framsóknarmenn á Suðurnesjum ekki við unað, en samkvæmt núverandi skipu- lagi borgarstjórnvalda er ljóst að flugvöllurinn þarf að flytj- ast úr Vatnsmýrinni fyrir árið 2024. Stjórnin telur að ný mið- stöð innanlandsflugs eigi að vera á Keflavíkurflugvelli. Ekki komi til greina að byggja nýjan flugvöll í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að miklir fjármunir sparist fyrir þjóðarbúið við að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Þá fjármuni má nýta til annarra mikilvægra og nauðsynlegra verkefna á landsbyggðinni sem lúta að því að stuðla að jafnvægi milli landshluta. Að þessu munu Framsóknarmenn í Reykja- nesbæ vinna innan Framsókn- arflokksins, segir í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Framsókn- arflokksins í Reykjanesbæ. Sautján sagt upp störfum 8 Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli: Harma höfuðborgarstefnu flokksþings Framsóknarflokks Smáhundi rænt í Keflavík Eldur í stakka- geymslu Breka KE Frá Njarðvíkurhöfn. Slökkvilið á vettvangi. 8 Njarðvíkurhöfn: Flug leið ir hafa skrifað u n d i r s a m n i n g v i ð Boeing-verksmiðjurnar um smíði á tveimur Boeing 787 Dreamliner breiðþotum fyrir áætlunarflug Icelandair, og kauprétt á fimm til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja samkvæmt verðskrá er um 240 milljónir bandaríkja- dala, eða um 15 millj arð ar íslenskra króna. Flugleiðir eru fyrsta evrópska flugfélagið sem semur um kaup á þessum vélum en gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2010. Draumfarar til Keflavíkur 2010 Fannst lát- inn í Sand- gerðishöfn Ós k a ð v a r e f t i r sjúkra bif reið og lögreglu að Reykja- nes virkj un vegna slyss sl. fimmtudag. Þar hafði maður fallið niður af vinnu- palli og farið úr axlarlið. Maðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Frá þessu var greint í vefdagbók lög- reglunnar í Keflavík. Féll af vegg og meiddist á öxl Samtals komu 31 þús-und farþegar til lands-ins um Keflavíkurflug- völl í janúar borið saman við 27 þúsund farþega í jan- úar í fyrra. Þetta er 14,4% aukn ing. Síð ast liðna 12 mánuði komu 696 þúsund farþegar til landsins og er það 18,4% aukning frá 12 mánuðum þar á undan. Enn fjölgar farþegum í Leifsstöð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.