Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Þorgils Jónsson (fréttir), sími 421 0003, sport@vf.is Bjarni Halldór Lúðvíksson (sport), sími 421 0004, bjarni@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 ©RITSTJÓRNAR BRÉFJón Björn ÓlafssonB L A Ð A M A Ð U R S K R I F A R Sjáumst í úrslitakeppninni Löngum höfum við átt sigursæl körfuknatt-leikslið hér á Suðurnesjum. Grindavík, Kefla-vík og Njarðvík hafa verið dugleg við að færa okkur titlana hvort sem þeir eru Íslands- meistaratitlar eða af annarri gerð. Ötult starf í ungliðahreyfingum félaganna hefur skilað af sér frábærum leikmönnum sem jafnvel hafa reynt fyrir sér á erlendum vettvangi. Þegar dregur að úrslitakeppni verður fólki óneitanlega hugsað til montréttarins yfir sumartímann og þá fylgir því jafnan kvöl og pína hafi lið manns ekki náð settu markmiði og tala nú ekki um ef lið manns tapar fyrir erki- fjendum í úrslitarimmum Íslandsmótsins. Á þessum leikjum, þá sér í lagi þegar Suðurnesjalið etja kappi, er jafnan húsfyllir og mikil stemmning í kringum leikina. Hvað hefur þá farið úrskeiðis síðustu ár? Af hverju eru svo fáir áhorfendur á leikj-unum eins og raun ber vitni? Reyndar mættu um 500 manns á leikinn í Grindavík þegar heimamenn léku gegn Keflavík en því miður telst það til tíðinda í dag. Þegar Suðurnesjaliðin mæta öðrum liðum utan af landi eða úr Reykjavík þá má oftast heyra saumnál detta í íþróttahúsunum, svo fátæklegir verða oft þeir leikir. Eru liðin í deild- inni orðin of mörg og getumunur þeirra of mik- ill? KFÍ tapar hverjum einasta leik að jafnaði með 20 stigum, nennir fólk að sækja þannig leik þegar það getur verið heima að horfa á sjónvarpið, vafra um á veraldarvefnum eða gleymt sér í annarri afþreyingu? Vissulega hefur framboð á afþreyingu aukist stórlega síðustu ár en það skýrir vart þessa gríðarlegu fækkun áhorfenda á heima- leikjum Suðurnesjaliðanna. Bent hefur verið á að sökum fjölda erlendra leikmanna þá hafi margir misst tengslin við íþróttina því frændi þeirra, bróðir, dóttir, sonur eða hvað það nú er hefur ekki komist í lið. Þetta gæti verið önnur skýringin, of margir erlendir leikmenn. Sá þáttur spilar einnig inn í málið að nýja-brumið er ekki lengur til staðar á Suður-nesjum. Hefðin fyrir sigursælum körfuknatt- leiksliðum á Suðurnesjum er orðin svo sterk og kröfurnar um árangur orðnar það miklar að fólk er líkast til farið að velja þá leiki sem það ætlar sér að sjá. Bíður eftir úrslitakeppninni en lætur venju- legt leiktímabil að stórum hluta ósnert. Ég áfellist ekki þannig val, hinsvegar er ljóst að gera verður bætur á málum því vart getur leikmönnum og þjálfurum ásamt þeim fáu áhorfendum sem mæta á leiki þótt gaman af því að gera sitt besta í tómu húsi. Eitt svarið gæti verið að fækka liðum í deild-inni, hafa einungis átta eða tíu lið í deildinni sem myndi eflaust gera hana jafnari. Það hefur sýnt sig síðustu ár að allt of mörg slök lið hafa verið að koma upp í efstu deild og fá þar háðulega útreið, KFÍ var í því hlutverki þetta ár. Fyrir þá sem telja þetta mikilvæga reynslu þá bendi ég á að það er örugglega fátt verra fyrir keppnismann að láta kjöldraga sig leik eftir leik og geta ekki rönd við reist. Sú reynsla er að mínu mati óholl og óþörf. Körfuknattleikur er frábær íþrótt og við á Suðurnesjum búum svo vel að eiga þrjú sterkustu lið landsins og það er því mikið keppikefli fyrir okkur að halda því þannig um ókomna tíð. Sjáumst í úrslitakeppninni. Virðingarfyllst, Jón Björn Ólafsson, körfuknattleiksunnandi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.