Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 34
34 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ������������ �������������������������������� ���������������� Niðurstaða vísindamanna sýnir að svita-lyktareyðar eru ekki með öllu hættu-lausir þar sem flestir þeirra innihalda ál sem sýnt hefur að sest að í líkamanum, einkum í heilavef og virðist ál leysast auðveldlega upp í líkamanum . Þetta hefur einna helst verið nefnt í tengslum við hrörnunarsjúkdóm í heila sem nefnist Alzheimer’s sjúkdómur en fundist hefur mun meira magn af áli í heilavef hjá sjúklingum sem þjást af þessum sjúkdómi. Vísindamenn geta þó ekki fullyrt að þetta sé aðal sökudólgur- inn þar sem ál á greiða leið inn í líkamanum úr ýmsu öðru eins og álpappír og eldunaráhöldum s.s. pottum og pönnum. Þetta vekur mann óhjá- kvæmilega til umhugsunar hvort ekki væri ör- uggara að sleppa með öllu notkun á svitalykt- areyðum en það er ekki endilega lausnin. Öll þurfum við að svitna og einmitt leið líkamans til að losa sig við úrgangsefni og af hverju ættum við að vilja stífla svitaholurnar og hamla starf- semi þeirra?? Vissulega er það ekki fýsilegt að lykta illa en oftar en ekki stafar sterk og illa lyktandi svitalykt af völdum ofvexti baktería og sveppa í meltingarvegi vegna lélegrar meltingu, mikla sykurneyslu og aðra óhollustu. Þar sem enn er óvíst um hversu mikil áhrif svitalykt- areyðar hafa á líkamann er þó vissara að skipta þeim út sem innihalda ál (sjá innihaldslýsingu: aluminum) í stað náttúrulegra svitalyktareyða sem leyfa líkamanum að skila hlutveri sínu með hjálp virkra bakteríudrepandi jurtailmefna! SVITALYKTAREYÐIR - HÆTTULAUS? ©FRÉTTASÍMINNSÓLARHRINGSVAKT898 2222 Ný sýning opnaði í Suðsuðvestri sýninga-rými samtímalista á Suðurnesjum um sl. helgi. Að þessu sinni sýna átta nem- endur úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Ingólfs Arnarssonar prófessors. Sýningin ber nafnið Suðsuðsuð again og eru verkin unnin í ólíka miðla m.a. videó-verk, ljós- myndir, útsaumur, teikningar og fl. Sýnendur eru: Alexandra Litaker, Arnar Halldórsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Kristjana Rós Oddsdóttir, Lars Skjelbreia, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Soffía Jóhannsdóttir Sýningin í Suðsuðvestur er staðsett á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ og er netfangið sudsudvestur.is. Rýmið er opið fimmtudaga og föstudaga frá 16.00 til 18.00 og um helgar frá 14.00 til 17.00. Sýningin stendur til 13. mars. Suðsuðvestur er undir vernd- arvæng Listasafns Reykjanesbæjar. SUÐSUÐSUÐ AGAIN Nudd stof an Betri líð an og Brúnkustofan Magic Tan hafa flutt sig um set og eru núna á Hafnargötu 48, á móti Vínbúð- inni. Mikið úrval af Aloe Vera vörum fra Banana Boat, Forever Living Products og Natural life. Heilsuvörur og gjafavörur s.s ilmkjarnaolíur, reykelsi, kerti, slökunardiskar, tarotspil, plaköt, nuddvörur, ilmvötn, snyrtivörur, skartgripir, erótískar vörur. Nudd, höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð, reiki, Trimform og hinn frábæri brúnkuklefi Magic Tan sem gerir ykkur fal- lega gullinbrún á innan við mín- útu, engir útfjólubláir geislar, engin hætta á húðkrabbameini, tilvalið fyrir ferminguna, brúð- kaupið, nú eða bara djammið. Fermingar tilboð í klef ann, móðir og dóttir, faðir og sonur, komi saman en borgi fyrir einn. Opnunartilboð 2 fyir 1 í Magic Tan fimmtudag-laugardag. 10 tímar í Trimforn kr. 6900. Suðurnesjabúar verið velkomin að kíkja við. Kveðja, Ingibjörg Þorsteins- dóttir og Unnur Grétarsdóttir. Fluttar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.