Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ����������������� ��������������� ������ ������������� ������������������������������������ ����������������� �������������������������� ���������������������������� „Ég fagna aukinni samkeppni á mat vöru mark aðn um, en vara við öllum flugeldasýn- ingum í sambandi við þetta. Það ætti svo sem ekki að vera neitt sérstaklega fréttnæmt þó einhver sem verið hefur hár í verðum, lækki aðeins sín verð”, sagði Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa hf. sem rekur lágvöruverðsversl- an irn ar Kaskó og Nettó en Krónan kom með útspil í nýju verðstríði á matvörumarkaði um síðustu helgi. „Samkaup hf. tekur eins og alltaf þátt í öllum hreyfingum sem verða á markaðnum. Við höfum verið með verslanir sem eru í hópi þeirra al ódýrustu og verðum það framvegis. Kasko hef ur oft ver ið með lægsta verðið á markaðnum og ef ekki lægsta, þá næst lægsta. Nettó búðirnar hafa verið með ódýr- ustu búðum í 15 ár. Stundum lægstar og alltaf í hópi þeirra lægstu. Þannig verður þetta áfram. Aðrar Samkaups verslanir hafa verið mjög lág verð miðað við sambærilegar verslanir og í dag eru þær líklega næstar Fjarðar- kaupum í verðum”, sagði Guð- jón. Matreiðslumaðurinn Örn Garð ars son sem dvalið hef ur á Kvíabryggju undanfarna mánuði er kominn „heim”, eða svo gott sem og farinn að handleika potta og pönnur á veitingastað þeirra hjóna, Soho í Keflavík. „Það er mjög gott að vera orðin „laus”, svo til. Ég á nú samt eftir að afplána3 mán- uði sem ég tek út á Vernd í Reykjavík. Fínt að vera byrjaður að vinna aftur og fá að elda alvöru mat úr frábæru hráefni. Næstu 3 mánuði verð ég á Verndinni þannig að ég get unnið öll há- degi en ekki á kvöldin, síðan er það bara að nota tímann og hitta ættingja, vini og koma líf- inu afutur í réttar skorður”. Hvernig ertu eftir þennan tíma sem þú dvaldir á Kvía- bryggju? „Ég er í mjög góðu líkamlegu formi alla vega, enda búinn að taka vel á því í ræktinni. Þetta er eins og frekar langt sumarfrí. Maður var ekki að láta fara í taugarnar á sér, að vera þarna”, sagði Örn sem er einn þekktasti matreiðslu- maður landsins. Alltaf með þeim ódýrustu 8 Samkaupsmenn fagna aukinni samkeppni á matvörumarkaðinum: ÖRNINN AÐ LENDA Rúnar Lúðvíksson sem rak Hólmgarð á sínum t í m a h e f u r o p n a ð nýja matvörubúð sem nefn- ist Kostur. Búðin er staðsett á Túngötu 1 eða í sama húsi og gamla Félagsbíó og Nótatún voru áður. Verslunin er hefðbundin hverf- isverslun að sögn Rúnars og er allt nýtt og fínt í henni. Versl- unin er mjög björt og þægileg og setur Rúnar markmið á a veita góða þjónustu. Hann stílar inn á hverfið: „Fólkið sem hér er að vinna í miðbænum, fólkið sem býr hér í kring eiga vonandi eftir að nýta sér þetta, mikið um eldra fólk í hverfinu og það er í göngufæri frá versluninni”. Hann bæt ir við að gap hafi myndast í matvörubúðum eftir að Miðbær hætti og svo Nóatún stuttu seinna og að hann voni að búðin svari þörfum neytenda. Opnunartími í búðinni er frá 9- 19 á virkum dögum og frá 11-19 um helgar. Kostur opnar á Túngötu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.