Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Vals fimmtud ags EFTIR VAL KETILSSON Veikara kynið Stundum er sjónvarpið svo dapurt að flettingar á fjarstýringunni duga ekki til. Jafnvel þó stöðvarnar séu tæplega þrjátíu! Í liðinni viku endaði ég á Gulla gítarleikara á Omega stöðinni enda gott, öðru hvoru, að hlusta á bænarorð og söngva í lok dagsins. Sérstak- lega hjá Gulla, sem syngur af svo mikilli innlifun og kærleika. Að þessu sinni var hann með viðmælanda hjá sér og að venju töluðu þeir um Drottins orð og vegsemdir. Ég datt inn í umræðuna um karlmanninn og hlutverk hans á heimilinu samkvæmt hinni helgu bók, Biblíunni. Gulli var harður á því að hlutverk karlmannsins á heimilinu væri mikilsvert og það væri hann sem bæri ábyrgð á veik- ara kyninu og börnunum. Hann var svo harðákveðinn í framsögu sinni að viðmælandinn varð að taka það fram að konan væri að sjálfsögðu ekki kúguð við þessar aðstæður, sem Gulli lýsti. Ábyrgðar- sviðið væri einfaldlega mikið. Það er þó nokkuð langt síðan sögurnar í hinni helgu bók voru rit- aðar og ýmislegt breyst á liðnum öldum. Á allra síðustu árum hefur veikara kyninu nefnilega vaxið fiskur um hrygg og má segja að brátt líði að þeim tímamótum að þær taki alfarið við. Eða svona næstum því! Að minnsta kosti fannst mér mikið til þess koma þegar ung kona var kosin í stól forstjóra Flugleiða um daginn, þvílíkan karla- stól að það hálfa væri nóg! Undanfarin ár hafa nemendur í Háskóla Íslands verið að tveimur þriðju hlutum kvenfólk og þetta hlutfall er síður en svo að jafnast. Um jólin fengu heiðurskonur ættaðar af Suðurnesjum, mikil og góð verðlaun í viðskiptalífinu, önnur hlaut viðskiptaverðlaun ársins 2004 fyrir að hafa skarað framúr í viðskipta- lífinu á Íslandi og hin var kosin frumkvöðull sama árs. Verðlaunin sem þær Guðfinna S. Bjarnadóttir og Aðalheiður Héðinsdóttir hlutu, voru handsmíð annarrar heiðurskonu ættaðrar að sunnan, Elísabetar Ásberg og afhenti viðskipta- og iðnaðarráðherra, frú Val- gerður Sverrisdóttir, þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn. Allar eru þessar manneskjur verðugir fulltrúar hins veikara kyns! Halelúja! Í ljósi alls þessa er ég harðákveðinn að sýna hver ber ábyrgðina á mínu heimili um helgina. Ég mun ráða ríkjum á heimilinu enda frúin á helgarvakt og fjarri góðu gamni, nema svona rétt yfir blánótt- ina. Kemur svo að segja bara heim til að sofa. Við tekur allsherjar skipulagning, þar sem ég hef undirbúið t.d. hvað eigi að borða, hvað eigi að gera, hversu lengi eigi að vaka fram eftir, hversu lengi eigi að sofa fram eftir og svona mætti lengi telja. Í þetta skiptið eru þó nokkur atriði á tossalistanum og því er ekki um annað að ræða en að forgangsraða því sem á honum er. Ætti ég að byrja á því að ryk- suga og skúra eða viðra motturnar og skipta um á rúminu? Ætti ég að strauja fatahrúguna á laugardag eða sunnudag? Það hefur algeran forgang að skutla táningnum á æfingu áður farið er að versla. Verð að leggja mig fram um að elda eitthvað gott handa krökkunum áður en frúin kemur heim. Má þó ekki gleyma að kæla hvítvínið handa henni fyrir Idolið. Það er nefnilega ég sem ræð og ber alla ábyrgð! Hvalsneskirkja Sunnudagurinn 6. mars: 4. sunnud. í föstu. Æskulýðsdagurinn Safnaðarheimilið í Sandgerði Gospel guðsþjónusta kl. 20:30. Garðvangur Helgistund kl. 15:30. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheim- ilinu í Sandgerði á þriðjudögum kl.17. Safnaðarheimilið Sæborg Alfa-námskeið kl 19. á miðvikudögum Sóknarprestur Útskálakirkja Sunnudagurinn 6. mars 4. sunnud. í föstu Æskulýðsdagurinn Gospel guðsþjónusta kl. 16:30 Garðvangur Helgistund kl. 15:30 NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl.17. Safnaðarheimilið Sæborg Alfa-námskeið kl. 19 á miðvikudögum. Sóknarprestur Fimmtudaginn 10. mars n.k. kl. 20:00 mun Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðla-maður og ljóðskáld, lesa upp úr bók sinni Barn að eilífu sem út kom fyrir síðustu jól. Bókin, sem er í senn spennandi og hreinskilin frásögn af óvenjulegu lífshlaupi föður og dóttur, hefur vakið mikla athygli og umtal. Þetta er einstök og áleitin uppeldissaga þar sem flestar kenndir mannsins kallast á í áhrifamiklu uppgjöri við lífið sjálft. Bókin hefur fengið þá dóma að vera einstaklega vel skrifuð, einlæg og áhrifamikil frásögn sem hreyfir við lesandanum og á erindi til allra. Upplesturinn verður í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja að Vatnsnesvegi 14 í Reykjanesbæ. Umræður verða á eftir og kaffi á könnunni. Barn að eilífu hjá Þroskahjálp Þann 3. mars verður Eysteinn Jónsson, Garðbraut 51, Garði 70 ára. Af þvÌ tilefni munu þau hjónin taka á móti gestum heima hjá sér frá kl. 20.00. Fjölskyldan Elsku systur, Guðlaug og Dagbjört. Til hamingju með 6 og 7 ára afmælin 22. feb. og 7. mars. Pabbi og mamma. Elsku Sigríður Eva. Til hamingju með 6 ára afmælið þitt 1. mars. Kveðja mamma, pabbi og Sandra Dögg. Elsku Sonja Dögg. Innilega til hamingju með 25 ára afmælið þitt. Kær kveðja, mamma, Guffi og co. Til hamingju með afmælisdaginn elsku Þröstur. Mamma, pabbi, Kolbrún Inga, Viktoría, amma og afi. Til hamingju með daginn elsku Þröstur. Frá allri fjölsk. Elsku Elín Rós okkar. Innilegar hamingjuóskir með 4 ára afmælið 4. mars. Mamma, pabbi, Margrét Ína og Karen Ýr. Berglind Líf verður 11 ára á sunnu- daginn. Til hamingju með daginn elsku Berglind okkar. Mamma, pabbi, Grétar Ágúst og Erna Rós. Elsku Elín Rós okkar. Til hamingju með 4 ára afmælið 4. mars. Amma og afi Höfnum Kirkjustarfið Infrarex.com netverslun Infrarex rafeindahitatæki eyðir bólgu og er verkjastillandi fyrir t.d. liðagigt, slitgigt, brjósklos, vefjagigt, bakverk, axlameiðsl, slitna hásin og tognun. Verð aðeins kr. 6.999. Póstsent um allt land. Upplýsinga og pant- anasími í 865 4015.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.