Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Skemmd ar verk voru unn in á ljós kerj um utan við hárgreiðslu- og snyrtistofuna Spes í Sand- gerði á föstudagskvöld. Til- kynnt var um verknaðinn á milli tíu og hálf ellefu um kvöldið. Að sögn Svandísar Georgs- dóttur, eiganda stofunnar, var nýbúið að setja upp ljósin þegar skemmdarvargarnir létu til skarar skríða. „Það er greinilegt að viðkomandi hefur þurft að hafa mikið fyrir þessu því að hann eða þeir brutu ekki bara glerið heldur járnið líka.” Ekki er vit að hver var að verki, en þeim sem geta veitt upplýsingar er bent á að láta lögregluna vita í síma 420- 2450. Tilgangslaus skemmd- arverk í Sandgerði Slökkvi lið Bruna varna Suðurnesja hefur tekið í notkun nýjan reyk- og froðublásara. Blásarinn er tví- virkur þannig að notagildið er bæði reyklosun með yfirþrýst- ingi og uppbygging á léttfroðu. Blásarinn er keyptur hjá Ólafi Gíslasyni & Co hf/Ltd, sænskur, af gerðinni SweFan, með 6,5 hestafla Hondu fjórgengis bens- ínvél. Afköst eru 31 þúsund rúmmetrar af lofti á mínútu. Hann er auk þess hannaður til að byggja upp léttfroðu sem nýt- ist vel í slökkviliðstarfi m.a. til að froðufylla og þannig verja óbrunn in rými og slökkva minni elda. Blásarinn er sá fyrsti sinnar tegundar í slökkviliðum hér á landi. Blásarinn var prófaður á plani slökkviliðsstöðvarinnar og vakti það óskipta athygli vegfarenda sem stoppuðu til að fá svör við spurningum sínum. Einn úr yngstu kynslóðinni stóðst ekki mátið og fór að vaða í froðunni, fannst efnið greinilega einkenni- legt. Þá komu hárgreiðslumeist- arar sem sögðu froðuna vera sjampólegt fyrirbæri. BS kaupir froðu- og reykblásara

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.