Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 03.03.2005, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Það er nær ógerlegt fyrir okkur, sem höfum alist upp í alsnægtum síðustu áratuga, að ímynda sér þær gríðarlegu breytingar sem for- eldrar okkar, afar og ömmur hafa gengið í gegnum á sinni ævi. Í bernsku bjó pabbi ásamt foreldrum sínum og systkinum við þröngan kost norður í Aðal- vík á Hornströndum. Leit hans að betri kjörum og aðbúnaði bar hann suður til Keflavíkur á unglingsárum. Þar var mikið um að vera, uppbygging Kefla- víkurflugvallar hafin og allir höfðu nóg að gera. Þar kynntist pabbi móður okkar og börnin urðu samtals 6, fimm synir og ein dóttir. Heimili pabba og mömmu var í senn dæmigert og óvenjulegt. Dæmigert fyrir þær sakir að á meðan pabbi vann var mamma að mestu heimavinnandi, hugs- aði um börn in en vann úti þegar aldurssamsetning barna- hópsins leyfði. Óvenjulegt að því leitinu að pabbi var hvort tveggja í senn hin harðduglega fyrirvinna, sem fór á sjóinn eða í múrsteinagerð í vakta- og sumarfríum í lögreglunni, en var á sama tíma mjúki maður- inn heimafyrir, eldaði, vaskaði upp og strauk af á Kirkjuteig 13, sem var ekki algengt að karl- menn af þessari kynslóð gerðu. Allur tími og orka fór í að sjá fyrir heimili og fjölskyldu og lít- ill tími gafst fyrir frístundir eða tómstundaiðju. Það var því sem foreldrar okkar hefðu himinn höndum tekið þegar þau ákváðu að kaupa lítið sumarhús suður á Spáni fyrir hálfum öðrum áratug. Sum- arhúsið fékk nafnið Framnes og Grétar tvíburabróðir pabba, og Stína kona hans, eign uð ust hús ið við hlið ina. Þarna dvöldu þeir bræður langdvölum ásamt mömmu og Stínu, og einstökum fjölskyldu- meðlimum af og til, og eignuðust í raun annað líf sem greinilega átti hug þeirra og hjörtu. Yfirleitt dvöldu þau þar nokkra mánuði í senn og þá sögðum við í gamni að ár- inu hjá pabba mætti skipta í 3 hluta; nokkra mánaða dvöld á La Marina, nokkra mánaða frásagnartíma hér heima eftir síðustu ferð og nokkra mánaða undirbúningstíma fyrir næstu. Í þessu samfélagi eignuðust mamma og pabbi marga af sínum bestu vinum og erum við þakklát öllum þeim sem gerðu þeim þennan hluta ævinnar jafn eftirminnilegan og ánægjulegan og raun ber vitni. Þótt pabbi hafi, fljótt á litið, ekki borið það með sér var hann mikill húmoristi. Hann átti það til að smella inn hnyttnum tilsvörum og athugasemdum sem allir hlógu að nema hann sjálfur. Í því fólst snilldin. Hann átti það líka til að ranghvolfa í sér augunum þegar hann vildi láta í ljós að nú væri hann að grínast og þá hlógum við oft mikið. Hann gerði oft grín að sjálfum sér og nú síðustu miss- er in, þeg ar hann hafði greinst með Alzheimer sjúkdóm- inn á fyrstu stigum, sagði hann stundum; ,,það veit ég ekkert um, ég er víst orðinn svo gleyminn. Talaðu við mömmu þína....” Afabörnunum fannst g a m a n a ð ko m a til ömmu og afa og spjalla. Hann átti það til að taka úr sér tenn- urnar, setja í brýrnar og gretta sig, þeim til mikillar skelfingar þegar þau voru pínulítil en mik- illar gleði og kátínu þegar þau urðu eldri. Á sjötugsafmæli mömmu sum- arið 2001 vildi mamma fara til London. Við Magnús bróðir tókum okkur þá til og fórum með. Þar lék pabbi á alls oddi, þóttist þekkja borgina út og inn eftir einn dag og vera sérfræð- ingur í lestarkerfinu. Hann var misfljótur að lesa umhverfið þegar við gengum um hin ýmsu hverfi miðborgarinnar en þegar við gengum í gegnum SoHo hnippti hann í okkur bræðurna um leið og hann las á skilti á einum næturklúbbnum sem á stóð “Swedish Girls” og sagði; ,,þetta er greinilega heimsborg, þarna vinna nokkrar sænskar.” Þetta var ánægjuleg ferð sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Í geg n um ár in fór pabbi nokkrum sinnum í heimsókn á æskustöðvarnar norður í Aðal- vík í tengslum við skipulögð ætt- armót, síðast 1984. Þá var ekið á 1-2 dögum vestur á Ísafjörð og siglt með Fagranesinu í 3-4 klst. út Ísafjarðardjúpið, fyrir Ritinn og inn á Aðalvíkina. Síðast liðið vor fór hann að tala um að hann langaði að fara einu sinni enn í víkina sína og tókum við Sigrún systir okkur til og fórum, ásamt mökum okkar Jónu og Jóa, með pabba og mömmu norður. Þessi ferð var ólíkt þægilegri og fljótfarn- ari en hinar fyrri. Við borð- uðum morgunmat í Keflavík, flugum vestur á Ísafjörð, fórum beint af flugvellinum á Ísafirði um borð í bát, sem nú flytur fólk um djúpið og er miklu hraðskreiðari en gamla Fagar- nesið, og borðum hádegismat í Aðalvík. Þetta fannst pabba ótrúlegt; að borða morgunmat í Keflavík og hádegismat í Aðal- vík á sama degi. Já, svona höfðu nú tímarnir breyst. Er skemmst frá því að segja að í Aðalvíkinni dvöldum við í einn og hálfan sól- arhring í besta veðri sumarsins, 18 stiga hita og blankalogni. Við gengum um svæðið, fundum staðinn þar sem Jónshús stóð, en þar bjó fjölskylda pabba, gengum eftir sandströndinni að Stakkadalsósnum, fórum út að Básum og lögðumst í grasið og nutum þess að vera til. Þarna var pabbi í essinu sínu. Þarna var hann foringinn, sá sem allt vissi og sagði sögur. Í þessari ferð heyrði ég pabba í fyrsta og eina sinn syngja. Við vorum nýbúin að borða kvöld- mat þegar honum varð litið út um eldhúsgluggann á Ólafs- húsi, þar sem við gistum, og kvöldsólin sló gullnum geislum sínum á fjöllin hinum megin í víkinni. Þá gerði pabbi sér lítið fyrir og söng fyrir okkur fyrsta erindið úr laginu Aðalvík. Það hefst á orðunum ,,Sól að hafi hnígur hamra gyllir tind” og mátti sjá blika á tár á hvarmi þegar hann söng. Sem betur fer náðum við þessu tilfinninga- þrungna augnabliki á mynd- band ásamt mörgum öðrum og munum verma okkur við ynd- islegar minningar úr skemmti- legri ferð það sem eftir lifir. Pabbi minntist oft æskunnar í Aðalvík. Hann dreymdi líka oft að hann væri þar staddur og sagði stundum við mömmu á morgnana; ,,Ég var norður í Aðalvík í nótt” þegar hann vakn- aði. Nokkrum dögum fyrir and- látið var honum enn hugsað norður og hann spurði mömmu hvort hún héldi að þau ættu eftir að fara þangað aftur. Hún efaðist um það en líklega eru þeir komnir þangað núna bræð- urnir ásamt öðrum fjöskyldu- meðlimum sem gengnir eru og búa við betri kost en áður. Ég gæti haldið lengi áfram að minnast pabba og skrifa sögur en vona að aðrir muni gera öðrum þáttum í lífi hans ein- hver skil. Pabbi var mér góður faðir, Jónu góður tengdafaðir og börnunum okkar góður afi. Um leið og við kveðjum elsku- legan föður, tengdaföður og afa biðjum við Guð að blessa minningu pabba og vaka yfir mömmu. Kjartan Már, Jóna, Guðjón, Sonja og Lovísa Kjartan Henry Finnbogason fæddist að Látrum í Aðalvík hinn 28. maí 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 25. feb. sl. Foreldrar Kjartans voru Finnbogi Frið- riksson, f. 1.12. 1901, d. 9.11. 1968, sjómaður og verkamaður frá Látrum í Aðalvík, og kona hans Guðrún Jóna Jónsdóttir frá Látrum, f. 10.12. 1900, d. 27.12. 1967. Systkini Kjartans eru: Karitas Jóna, f. 29.10. 1926, Grét ar, tví bura bróð ir Kjart ans, f. 28.5.1928 d. 9.12.2002, Ragna Stef an ía, f.12.1.1930, d.10.9.2003 og Þóra Guðbjörg, f.6.7.1933. Kjartan bjó að Látrum í Aðalvík með fjöl- skyldu sinni til 14 ára aldurs en flutti þá með sínu fólki til Hnífsdals þar sem hann bjó um tíma á unglingsárum sínum. Þaðan fluttist hann til Keflavíkur ásamt fjölskyldu sinni og foreldrum og bjó þar til æviloka. Þann 3.feb. 1951 giftist Kjartan eftirlifandi eiginkonu sinni, Gauju Guðrúnu Magnús- dóttur, f. 12.7. 1931. Hún er dóttir hjónanna Eyrúnar Eiríksdóttur húsmóður f. 23.8.1912, d. 2.4.1988 og Magnúsar Sigurðssonar, vélstjóra f. 11.10.1905., d. 21.1.1932 Börn Kjartans og Gauju eru: 1) Magnús Jón, f. 1951, kvæntur Sigríði K. Oddsdóttur. Börn þeirra eru 1.1) Davíð Vignir, búsettur í Montreal í Kanada, maki Guðný Ís- aksen. Þau eiga tvö börn. 1.2) Margrét Gauja, sambýlismaður Davíð Arnar Stefánsson. Þau eiga eitt barn. 1.3) Oddur Snær, búsettur í Kaupmannahöfn. 2) Finnbogi Gunnar, f. 1952, kvæntur Þuríði Hallgrímsdóttur. Börn þeirra eru 2.1) Ása Lind. Hún á eitt barn. 2.2) Hallgrímur, bú- settur í Kaupmannahöfn. 2.3) Kjartan Henry, búsettur í Glasgow og 2.4) Fjóla. 3) Sigrún, f. 1955, gift Bjarna Jóhannesi Guð- mundssyni. Dætur þeirra eru 3.1) Helga, gift Stefáni Ström. Þau eiga tvo syni. 3.2) Guðrún Ýr, í sambúð með Sævari Jóhannessyni. Þau eiga eina dóttur. 3.3) Karen Henný 4) Ingvi Jón, f. 1956, kvæntur Þórlaugu Ernu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru 4.1) Lísa, gift Teiti Örlygssyni. Þau eiga tvö börn. 4.2) Ólafur Aron og 4.3) Róbert Már. 5) Kjartan Már, f. 1961, kvæntur Jónínu Guð- jónsdóttur. Börn þeirra eru 5.1) Guðjón 5.2) Sonja og 5.3) Lovísa 6) Viktor Borgar, kvæntur Ásu Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru 6.1) Sigurjón Freyr 6.2) Alexía Rós og 6.3) Kamilla Sól Kjartan Henry starfaði lengst af sem lögreglu- maður og varðstjóri í Lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Þegar starfsferli hans þar lauk árið 1988 starfaði hann við ýmis störf á Bifreiða- verkstæði Steinars í Keflavík, Bílasprautun Suðurnesja og síðast hjá Ratsjárstofnun á Mið- nesheiði, allt þar til hann hætti störfum sökum aldurs á 70 ára afmælisári sínu, 1998. Útför Kjartans verður gerð frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 4. mars kl. 14.00 Kjartan Henry Finnbogason - minning ✝ ������������������������� �������������������� ������������������������� ������������������������� ���������������������������������� ����������������������������������� �������������������������� ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������������� �������� ���������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������� ��������������������������������� ������������������������������ - Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju nk. föstudag, 4. mars, kl. 14. Kjartan Henry Finnbogason - ágrip

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.