Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Side 2

Víkurfréttir - 09.01.2014, Side 2
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Opnunartíma safnsins hefur verið brey . Framvegis verður opið kl. 09:00 til 18:00 virka daga og kl. 11:00 til 17:00 laugardaga. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá safnsins um áramót. VANTAR ÞIG SAL FYRIR AFMÆLISVEISLUR? Fjörheimar Hafnargötu 88 eru leigðir út virka daga frá kl.16.00 - 19.00.  Í salnum eru borð og stólar, þythokkí, danssalur, bíósalur o.fl. Bókanir eru á ˆorheimar@reykjanesbaer.is Verð kr. 7.000. HÚSALEIGUBÆTUR 2014 Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2014 fyrir 16. janúar nk. Só“ er um á Mi“ Reykjanes (www.mi“reykjanes.is). Þar er einnig hægt að sækja um lykilorð og hægt að velja um að fá lykilorð sent í pósti eða netbanka. Með umsókninni þarf að skila inn: • Staðgreiðsluyfirliti þar sem fram koma heildartekjur ársins 2013. • Launaseðlum síðustu þriggja mánaða. • Yfirliti frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun eða öðrum launagreiðendum og öðrum gögnum er varða laun. • Ska“framtali fyrir árið 2013 hafi því ekki þegar verið skilað inn. • Endurnýjuðum húsaleigusamningi sé hann ekki í fullu gildi. Umsókn inn á www.mi“reykjanes.is þarf að hafa borist eigi síðar en 16. janúar 2014. Sigurbjörg Gísladó ir húsnæðisfulltrúi EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. 30 -fréttir pósturu vf@vf.is Brunaútkall! Tvö útköll! Frá vettvangi brunans á Mávabraut á þriðjudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Frá slökkvistarfi við Bakkastíg á gamlárskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þurfti tvívegis að ráða niðurlögum elds í þaki atvinnuhúsnæðis við Bakkastíg í Njarðvík á gaml- árskvöld. Fyrra útkallið kom rétt fyrir kl. 22. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá flugeldi sem fór í þak hússins. Rétt fyrir miðnætti fór svo annar flugeldur í þak húss- ins og kveikti þar eld. Slökkviliðsmenn voru flestir komnir til baka á slökkvistöðina í Keflavík og voru aftur sendir á vettvang. Vel gekk að slökkva eldinn. Tjón vegna þessara flugeldabruna er nokkuð. Tals- verður reykur myndaðist en í atvinnuhúsnæðinu eru mörg fyrirtæki og þar voru jafnframt talsverð verð- mæti í geymslu eins og húsbílar og fleira sem voru í rými sem fylltist af reyk. hilmar@vf.is Karl og kona sem bjargað var út úr brennandi íbúð við Mávabraut á þriðjudagskvöld voru útskrifuð eftir skoðun á slysadeild Landspítala í Foss- vogi. Þangað voru þau flutt vegna gruns um reykeitrun. Tilkynnt var um eldinn kl. 20:55 á þriðjudagskvöldið og var fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs Bruna- varna Suðurnesja sent á staðinn. Fólkið hafði brotið rúðu í svefnher- bergi og var annað þeirra komið út um gluggann en lögreglu- og slökkviliðsmenn hjálpuðu hinu að komast út. Fólkið var fyrst flutt á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og síðan áfram á Landspítala til frekari skoðunar. Þaðan var fólkið útskrifað en því hafði ekki orðið meint af reyknum í íbúðinni. Íbúðin er mikið skemmd af völdum elds, reyks og sóts. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn á brunavettvangi. hilmar@vf.is n Karl og kona björguðust úr brennandi íbúð við Mávabraut: Útskrifuð eftir skoðun á slysadeild FLUGELDUR KVEIKTI TVÍVEGIS Í SAMA ÞAKINU Húsbílar voru geymdir í hluta hússins sem fylltist af reyk. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í þaki hússins.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.