Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Side 24

Víkurfréttir - 28.05.2014, Side 24
miðvikudagurinn 28. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR24 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grinda-vík ásamt björgunarsveitum á Reykjanesi héldu landsæfingu björg- unarsveita á sjó sl. laugardag. Áhafnir björgunarskipa og báta frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg glímdu þar við ýmis verkefni á svæðinu frá Staðarbergi austur að Krísuvík. Verkefnin voru af ýmsum toga og var leit- ast við að þjálfa áhafnir í helstu þáttum sjó- björgunar t.d. brimlendingum, sjódælingu, fyrstu hjálp, leit og björgun á sjó, með- ferð fluglínutækja og fleira sem þarf til að tryggja öryggi sjófarenda. Alls tóku 12 björgunarsveitir þátt í æf- ingunni auk heimamanna og komu þær frá Vestmannaeyjum, Raufarhöfn, Eyrar- bakka, Snæfellsnesi og höfuðborgarsvæð- inu. Þá tók þyrla frá Landhelgisgæslunni þátt í æfingunni þar sem æfð var samhæf- ing björgunarsveita og Landhelgisgæslu. Landsæfing á sjó er haldin annað hvert ár og er mikilvægur þáttur í að þjálfa björgunarsveitir í samhæfingu í stærri að- gerðum. Meðfylgjandi myndir tók Guðbrandur Örn Arnarson. Sjóbjörgun og brimlend- ingar æfðar við Grindavík -fréttir pósturu vf@vf.is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis REYKJANESHÖFN PANTONE 485 C0 / M100 / Y100 / K0 Sjómenn! Til hamingju með daginn

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.