Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Tímabundið ley til sölu skotelda í smásölu og ley til skoteldasýninga Lögreglan á Suðurnesjum Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leys fyrir sölu skotelda í smásölu og leys til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2014 til og með 6. janúar 2015. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um ley fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2014-2015, ber að sækja um slíkt ley til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir kl. 16:00, 1. desember 2014. Hægt er að nálgast umsóknirnar á vef Lögreglustjórans á Suðurnesjum og á lögreglustöðinni í Keavík að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Ley eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsóknum 1. desember 2014, - til lögreglu að Brekkustíg 39, ásamt fylgigögnum. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 1. desember 2014 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyn í hendur mánudaginn 22. desember 2014. • Óheimilt er að hea sölu, nema söluaðilar ha í höndum leysbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leysbréf á lögreglustöðina við Hringbraut mánudaginn 22. desember 2014, kl. 09:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: • Ley eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir ley lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. • Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, mánudaginn 15. desember 2014 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2014 til og með 6. janúar 2015. Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og brennur kr. 8.300 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Reykjanesbær 13. nóvember 2014. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2014, kl. 19:30 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 420-1700 og 420-1891 Biokraft ehf. hefur sótt um að reisa vindmyllu við Grinda- vík, eins og áður hefur verið greint frá í Víkurfréttum. Í erindi til bæjaryfirvalda í Grindavík er lýst áætlunum um uppbyggingu vindmyllu á Stað. Mastur vindmyllunnar er 40 m, þvermál blaðahrings er 44 m og mun mannvirkið því ná 62 m hæð. Hluti skipulags- og um- hverfisnefndar fór í skoðunarferð í Þykkvabæ þann 15. október sl. og hittu forsvarsmenn Biokraft og skoðuðu samskonar vindmyllur. Skipulags- og umhverfisnefnd telur mannvirkið ekki falla vel að þeirri náttúru sem er í nágrenni Grinda- víkur. Sem stendur er mikil vinnsla á vistvænni orku í sveitarfélaginu í gegnum jarðvarma og ekki fyrirséð orkuþörf sem kalli eftir uppsetn- ingu vindmyllna við strandlengju sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að erind- inu verði hafnað og bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir sam- hljóða tillögu skipulags- og um- hverfisnefndar og beinir því til nefndarinnar að við endurskoðun aðalskipulags verði metið hvort og þá hvar heimilt verði að reisa vindmyllur innan skipulagsmarka Grindavíkur. HS Orka hf. hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir af- fallslögn frá Svartsengi til sjávar. Fyrirhuguð lögn er alls um 4,5 km að lengd. Fyrir liggur ákvörð- un Skipulagsstofnunar frá árinu 2012 og er fráveitulögn fyrir af- fallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að fram- kvæmdaleyfi verði veitt, en leggur til að það verði bundið þeim skil- yrðum að belti fyrir uppgrafið efni meðfram fyrirhugaðri lögn verði fjarlægt og raski verði haldið í lág- marki. Bæjarstjórn Grindavíkur sam- þykkir samhljóða framkvæmda- leyfið og leggur áherslu á að fram- kvæmdaleyfið verði skilyrt með sömu skilyrðum og nefndin leggur til. Póst- og fjarskiptastofnun hefur leitað umsagnar Sand- gerðisbæjar vegna beiðni Íslands- pósts um heimild til lokunar póstafgreiðslu í Sandgerðisbæ. Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur óeðlilegt að póstafgreiðslu í sjálf- stæðu sveitarfélagi með um 1.600 íbúa og mikla atvinnustarfsemi sé lokað. Slíkt hefur í för með sér skerðingu á lífskjörum íbúa og takmarkar þjónustu við atvinnu- starfsemi í bæjarfélaginu. Bæjarráð Sandgerðis telur rétt að minna á að alþjóðlegur flugvöllur er í sveitarfélaginu og mikil starf- semi sem honum tengist. Jafnframt bendir bæjarráð á að í rökstuðningi Póstsins í bréfi til Póst- og fjar- skiptastofnunar dags. 16.10.2014 er vísað í fordæmi sem ekki er hægt að yfirfæra á Sandgerðisbæ. Þar er talað um breytingar á þjón- ustu á stöðum sem allir eiga það sameiginlegt að vera afmarkaðir byggðakjarnar eða hverfi í stærri sveitarfélögum. Slíkt á ekki við í til- felli Sandgerðisbæjar, sem er sjálf- stætt sveitarfélag. Bæjarráð hefur ekki fengið til sín samanburð sem vísað er til í lok bréfs Póstsins og mótmælir harð- lega að fá ekki slík gögn sem eru lögð til grundvallar því að skerða þjónustu í sveitarfélaginu. -fréttir pósturX vf@vf.is Engar vindmyllur við Grindavík Dæla „bláa lóninu“ í sjóinn við Grindavík Lokun pósthúss skerðir lífskjör í Sandgerði – óeðlilegt að póstafgreiðslu í sjálfstæðu sveitarfélagi með um 1.600 íbúa sé lokað. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.