Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014
Seinna haustmót fimleikasam-bands Íslands fór fram um sl.
helgi. Keppt var í 1., 2. og 3. þrepi
íslenska fimleikastigans sem og
frjálsum æfingum. Fimleikadeild
Keflavíkur sendi þrjá keppendur
á mótið. Stúlkurnar stóðu sig með
stakri prýði. Hérna fyrir neðan
má sjá úrslitin frá mótinu.
Laufey Ingadóttir keppti í 1. þrepi í
11 ára flokki. Hún hafnaði í 2. sæti
á stökki, 1. sæti á gólfi og 3. sæti
samanlagt.
Alísa Rún Andrésdóttir keppti í
1. þrepi 12 ára og eldri. Hafnaði í
2.sæti á slá og 1.sæti á gólfi.
Katla Björk Ketilsdóttir keppti í 1.
þrepi 12 ára og eldri hafnaði í 1.
sæti í stökki.
Frábær árangur
fimleikastúlkna
Bakvörðurinn sterki Guðjón Árni Antoníusson mun leika
með Keflvíkingum næstu tvö
árin. Gengið var frá samningum
þess efnis í vikunni. Guðjón, sem
lék með FH undanfarin ár, mun
auk þess sjá um að halda Keflvík-
ingum við efnið í líkamsræktinni,
en hann verður styktarþjálfari
liðsins. Hann sagðist ánægður
með ákvörðun sína en hann tók
sér dágóðan tíma í að ákveða
hvar hann skildi leika, enda vildu
Hafnfirðingar áfram nýta sér
starfskrafta hans.
Guðjón hefur verið að glíma við
höfuðmeiðsli sem héldu honum frá
keppni lengi vel, jafnvel var óttast
að hann gæti ekki leikið fótbolta
framar. „Ástandið á mér er mjög
gott og ég finn ekki fyrir neinu. Ég
fékk að vita að ég mætti leika fót-
bolta áfram og ég tók þá ákvörðun
að gera það, og er sáttur við hana. Á
tímabili var það ofaná að ég myndi
jafnvel hætta í fótbolta. Mér leið
mjög illa með það,“ sagði Garð-
búinn Guðjón.
„Það eru spennandi tímar fram-
undan, bæði að þróa þessa ungu
stráka áfram og vera aftur með
þessum gömlu hundum. Svo það
að vinna með Kristjáni og gera eitt-
hvað spennandi í Keflavík.,“ bætti
Guðjón við.
X■ Guðjón vill gera eitthvað spennandi
með Keflvíkingum
Heill heilsu og
klár í slaginn
Þær Alísa, Katla og Laufey
stóðu sig með prýði.
STEIKARKVÖLD KKDK
föstudaginn 14. nóvember, TM-höllin
Nautalund // Lambalæri // Kalkúnabrina m/fyll-
ingu // Bernaise & Villisveppasósa // Meðlæti
Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð: 6.900,-
Miðapantanir hjá eftirtöldum aðilum:
Ásgeir Elvar - asgeir@geysir.is - s, 663 2346
Garðar Örn - gardarorn@stod2.is - s. 848 5375
Sævar Sævars - saevar03@gmail.com - s. 869 1926 Hafnargata 29
Sími: 4214017
FROSTI
JÖKULL LEIKA
YLJA ÍSA
GOÐAFOSS
GLANNI
TILBOÐ
fimmtudag | föstudag | laugardag | mánudag
kr 12.990
kr 16.990
kr 7.990
kr 9.990
kr 9.990
kr 12.990
kr 13.990
kr 17.990
kr 11.990
kr 14.990
kr 2.390
kr 2.990
kr 2.790
kr 3.490
-fréttir pósturX vf@vf.is
Norræn veisla í Grindavík á laugardaginn
XXÞað verður heldur betur Norræn menningarveisla næsta laugardag
í Kvikunni í Grindavík en þá verður m.a. málþing um Norræna sam-
vinnu og Norræn deild í Grindavík endurvakin kl. 14:00. Jafnframt
verður Norrænt ljóða- og vísnakvöld í Kvikunni kl. 17:00 í umsjá
Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar rithöfundar og tónlistarmanns.
Upphitun hefst um morguninn kl. 10:00 í Kvikunni en þá heldur Aðal-
steinn Ásber hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð.
Starfsemi Norrænu deildarinnar í Grindavík hefur legið niðri mörg
undanfarin ár en nú er áhugi fyrir að endurvekja hana. Í tilefni þess og
að Grindavíkurbær heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli sitt, stendur
Kvikan fyrir þessum skemmtilega viðburði. Sérstakur gestir gestir á ljóða-
og vísnakvöldinu verða Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í
Svíþjóð, sem flytur frumsamin ljóð og lög, Halldór Lárusson bæjarlista-
maður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum. Ýmis tækifæri eru
í Norrænni samvinnu og verður sérstakt málþing um það um leið og
Grindavíkudeildin verður endurtakin. Sérstakir gestir á málþingionu
veðra Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Ís-
landi og deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ásdís
Eva Hannesdóttir framkvæmdastjóri Norræna félagsins. Þá mun Kristín
Pálsdóttir fara yfir sögu deildar Norræna félgsins í Grindavík. Allir eru
velkomnir í Kvikuna á laugardaginn. Viðburðurinn er styrktur af Menn-
ingarráði Suðurnesja. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins,
www.grindavik.is
Notalegt í
nóvember í Eldey
– Opið hús í Eldey
frumkvöðlasetri 13. nóvember
XXÞað verður notalegt í nóvember í
Eldey frumkvöðlasetri en þá verður
opið hús hjá hönnuðum og frum-
kvöðlum í húsinu. Fyrsta kvöldið
hefst í kvöld, fimmtudaginn 13.
nóvember kl. 20:00, en þá verður
boðið upp á pop-up markað fjölda
hönnuða af svæðinu, vinnustofur
hönnuða og frumkvöðla verða
opnar og fiskland býður upp á ný-
stárlegar kræsingar auk þess sem
boðið verður upp á léttar veitingar.
Hljómsveitin Klassart, sem nýverið
gaf út nýtt efni, leikur ljúfa tóna á
staðnum og ljósmyndastofan Ozzo
býður myndatöku á vinnustofu
sinni með jólaívafi.
Ver heilli vinnuviku í hverja konu
Sjónvarp Víkurfrétta tekur púlsinn á mannlífinu
Þáu verður eiig aðgengiler á vef Víku
réa í háskeu
Bóbi með fu hús af konum
Viibráð og Aiaves í Bláa lóninu
Ráðstefnur og ga aver í Reykjanesbæ
Þórdís býr á „by ðasafni“
í Gndavík
Sjón Víku
réa á Í
ö tudagskvöld kl. 21:30