Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. JANÚAR 2007 31STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Óhætt er að fullyrða að sam-félagið á Suðurnesjum hafi tekið stakkaskiptum und- anfarið. Herinn farinn, stór- felld uppbygg- ing við alþjóða- flugið þar sem á æ l t a m á a ð að lág mark i skapist allt að 100 ný störf á hverju ári. Tvö- földun Reykja- n e s b r a u t a r hef ur fært okk ur enn nær áhrifasvæði höfuðborgarinnar og starfa nú rúmlega 20% Suð- urnesjamanna á höfuðborgar- svæðinu. Þá mun uppbygging væntanlegs álvers í Helguvík stuðla að enn frekari vexti svæðisins. Góður starfsandi og vel samkeppnishæf laun Áælta má að nýtt álver í Helgu- vík muni skapa 1000 ný störf beint og óbeint. Reynslan sýnir að álver eru almennt góðir vinnustaðir sem borga í flestum tilfellum hærri laun en flestar aðrar atvinnugreinar. Þekkingar- og hátækniiðnaður Ólíkt því sem halda mætti af umræðunni er álver og álfram- leiðsla hátækniiðnaður og í raun gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tölvu- og tæknisam- félagið býður upp á til að auka framleiðni og gæði framleiðsl- unnar. Áliðnaður er þekkingariðnaður sem sést kannski best á því að hjá álverinu í Straumsvík starfa hátt í 100 manns sem hafa lokið háskólaprófi flestir í verk-og tæknifræðigreinum. Auk þess starfa á annað hundrað manns sem hafa lokið einhverskonar iðnaðarmenntun eins t.d. bifvéla- virkjar, vélvirkjar, rafvirkjar, mat- reiðslumenn, rafeindavirkjar, málarar o.s.frv. Þá hafa hátt í 200 starfsmenn lokið prófi frá stóriðjuskóla sem veitir þeim tækifæri til frekari starfsþró- unar. Auk alls þessa er rétt að benda á það að fjöldi þjónustufyrirtækja selja þjónustu sína og tækni- lausnir til álvera. Úrvinnsluverksmiðja áls í Helguvík Ál er að mestu notað í fram- leiðslu samgöngutækja eins og bíla, járnbrautir, flugvélar o.s.frv. Þá er ál einnig notað í byggingar- iðnaði, lyfjaiðnaði og matvæla- iðnaði. Líklegt er að hægt verði að þróa úrvinnslu á áli í Helgu- vík og þannig stuðla að enn frek- ari vexti Suðurnesja. Þá verður að passa að skipuleggja og taka frá svæði strax í Helguvíkinni fyrir framtíðar uppbyggingu úr- vinnsluverksmiðja úr áli. Keflavíkurflugvöllur Auk mikillar fjölgunar starfa vegna alþjóðaflugsins og Helgu- víkur er líklegt að mörg ný at- vinnutækifæri muni skapast við nýtingu fyrrum mannvirkja Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Samhliða þessarri miklu uppbyggingu verður hægt að taka í notkun í skömmtum íbúðabyggingar og önnur sam- félagsleg mannvirki sem þarna eru til nýtingar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Alþjóðaháskóla- starfsemi er starfsemi sem vel mætti hugsa sér að hefði not fyrir einhvern hluta þeirra sam- félagsbygginga sem nú standa auðar á vellinum. Sjávarútvegs- og jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna gætu hafið starfsemi strax á vellinum. Af hverju er þessi mikli vöxtur eftirsóttur ? Þessi mikla uppbygging og skyn- söm nýting mannvirkja á Kefla- víkurflugvelli mun auka tekjur og bæta efnahag sveitarfélaga á Suðurnesjum gríðarlega og styrkja þau þannig til að veita íbúunum bestu þjónustu sem völ er á. Þannig verður hægt að bæta þjónustuna við barna- fólk og koma betur til móts við þarfir eldri borgara á Suð- urnesjum. Efla starf skólanna okkar á öllum skólastigum, veita fötluðum einstaklingum betri þjónustu, efla menningar- lífið, blása til nýrrar sóknar í forvörnum, efla félagsþjónustu sveitarfélagsins verulega, styrkja rekstur og tryggja íþrótta- og tómstundahópum bestu að- stöðu sem völ er á. Suðurnesin munu því í framtíð- inni verða eftirsóttasti búsetu- kostur á öllu landinu sem mun aftur hafa stórfelld áhrif á fast- eignamarðkaðinn. Suðurnesjamenn, stöndum því saman og gerum allt til að tryggja: 1. Skynsamlegt rekstrarfyrir- komulag alþjóðaflugvallarins. 2. Uppbyggingu álvers í Helgu- vík. 3. Skyn sam lega ráð stöf un fyrrum eigna Varnarliðsins til atvinnuppbyggingar. Samhliða stórfelldri atvinnuupp- byggingu, tryggjum við sterk sveitarfélög sem hafa burði til að veita íbúunum bestu þjón- ustu sem völ er á um allt land og þó víðar væri leitað. Ein af for- sendum þess að svo geti orðið er að sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist, flokkadrættir milli sveitarfélaga getur virkað sem hindrun á áhuga atvinnulífsins á því að hefja starfsemi hér. Eysteinn Jónsson Bæjarfulltrúi Framsóknar fyrir A-listann í Reykjanesbæ Eysteinn Jónsson skrifar: 30 þúsund íbúar á Suðurnesjum innan 6 ára ! Ljósm: elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.