Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Námskeið 30. janúar klukkan 18:30 á Ránni Hafnargötu 19 Reykjanesbæ Ingólfur H. Ingólfsson kennir þér að spara milljónatugi á námskeiðinu Úr mínus í plús. Á námskeiðinu lærir þú meðal annars: að greiða hratt niður lán með þeim peningum sem fara nú þegar í afborganir að byggja upp sparnað og eignir óháð tekjum og skuldum allt um vexti, verðbætur og lánakjör að fjárfesta á verðbréfamarkaði að búa sig fjárhagslega sem best undir lífið að undirbúa eftirlaunaárin að hafa gaman af því að eyða peningunum Þú átt nóg af peningum, Ingólfur kennir þér að finna þá. Nánari upplýsingar í síma 587 2580 og á www.spara.is Verð: 9.000- sem við höfðum að segja.“ Það var eins og við manninn mælt að eftir að Kompásþátt- urinn birtist voru gerðar ráð- stafanir til að létta undir með Bergþóru og Hjörleifi. Þeim var útveguð næturvakt þar sem sér- stök manneskja sat yfir Bryndísi Evu alla nóttina og þau fengu sjálf herbergi til að sofa í. Sjá ekki eftir neinu Ekki vantaði viðbrögðin eftir þáttinn en þeim finnst þó sem dampurinn hafi farið úr þeirri vinnu eftir því sem umræðan hefur minnkað. „Við höfum farið upp á spítala síðan við fórum heim og spurst fyrir um þetta mál. Hágæslan, sem átti að byrja síðasta haust, er ekki enn komin heldur eru há- gæsluvaktir þess í stað. Mér finnst eins og stjórn spítalans hafi hlustað eftir þáttinn en nú þurfi þau ekki að hlusta lengur. Þó er hlutinn af því vandamáli enn manneklan sem þarf lengri tíma til að leysa. En við náðum fyrst og fremst að bæta okkar aðstöðu en svo höldum við að Bryndís Eva hafi kennt þeim á Barnaspítalanum mikið og þau séu betur í stakk búin til að taka á móti öðru svona veiku barni í framtíðinni. Þó hefur ýmislegt gott komið út úr þessu eins og hágæsluvaktirnar og námskeið sem starfsfólk hefur farið á og það gefur manni þá tilfinningu að hafa kannski breytt einhverju til hins betra.“ Aðspurð að því hvort þau myndu fara aftur þessa sömu leið, þ.e. að segja sögu sína í fjöl- miðlum, ef litið væri til baka, svöruðu þau játandi. „Við sjáum alls ekki eftir því,“ segir Berg- þóra. „Ef ég hefði haft meiri orku hefði ég reynt að gera enn meira en það höfðum við bara ekki. Þetta stutta Komp- ásmál tók ótrúlega mikið á og við höfðum ekki orku í neitt annað.“ Auk þess segir Hjörleifur að honum hafi þótt gríðarlega erfitt að sitja fyrir framan myndavél- arnar en það hafi verið þess virði þegar upp var staðið. „Mér fannst ofboðslega gott að geta vakið athygli almennings á okkar málum og annara en mér finnst eins og rétta fólkið hafi ekki verið að horfa á þáttinn,“ segir Bergþóra. „Það er eins og þeim hafi verið sama. Ég hefði viljað hitta Siv Friðleifs, forsætis- ráðherra og þessvegna forsetann og fá þau í heimsókn og gefa þeim smá innsýn í líf okkar.“ Snortin af velvilja samborgara Á þeim mánuðum sem bar- átta þeirra stóð urðu þau sífellt þekktari, fyrst hér í þeirra heima- byggð en brátt um allt land eftir að hafa komið fram í Kompási. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa og var greinilegt að saga þeirra hafði snert fjölda landsmanna. Hjörleifur segir bláókunnugt fólk hafa gefið sig á tal við hann í kjölfar sjónvarpsþáttarins. „Já, til dæmis kom ókunnugt fólk þrisvar sinnum að okkur í World Class þar sem við vorum að lyfta og tóku í hendina á okkur og hrósuðu okkur fyrir að hafa komið fram með þessi mál. Sumir þeirra áttu börn á svipuðum aldri og sögðust djúpt snortnir af sögu okkar.“ „Það var svo meira hérna heima,“ bætir Bergþóra við. „Við vorum og erum oft stöðvuð af fólki úti í bæ. Það angrar mig ekkert en Hjörleifi þykir þægilegra að týnast í fjöld- ann. En við erum mjög snortin af öllum stuðningnum sem við höfum fengið. Til dæmis styrkrt- artónleikarnir á Ránni og svo auðvitað aragrúinn af góðum kveðjum sem við erum enn að fá og okkur þykir afar vænt um það.“ Frekari barneignir í bið Sjúkdómurinn sem dró Bryn- dísi Evu til dauða kallast Alper’s-sjúkdómurinn og er afar sjaldgæfur þar sem um 3 íslensk börn hafa verið greind með sjúk- dóminn síðustu 20 ár. Þó lítið sé vitað um hann er þó talið að hann erfist og eru líkur á að bæði Bergþóra og Hjörleifur séu berar fyrir sjúkdóminn. Enn er verið að rannsaka tilfelli Bryndísar Evu bæði hérlendis og erlendis en þar til að ábyggi- leg niðurstaða er komin í málið hyggja þau ekki á frekari barn- eignir. „Ef við myndum eignast annað barn gætu verið um 25% líkur á því að sama staða myndi koma upp og engin leið til að athuga það, þar sem gallinn í Bryndísi Evu hefur ekki fundist. Það eru allt of háar líkur til að maður taki þá áhættu. Við gætum ekki hugsað okkur að fæða barn í heiminn til þess eins að þjást. Það er ekki okkar að taka slíka ákvörðun.“ „Bryndís Eva lifir með okkur“ Þrátt fyrir allt segjast þau þó vera í góðum málum. Þau hafi unnið eins vel úr málunum og hægt er en lifa þó enn með sorg- inni. Þau vissu frá upphafi að þessi sjúkdómur gæti gert mik- inn skaða fyrir utan það líkam- lega. Hann gæti skemmt sam- band þeirra við annað fólk að ógleymdu við hvort annað. „Nú erum við staðráðin í því að láta hann ekki skemma neitt meira,“ segja þau. „Dóttir okkar var allt of stór fórn til þess og við viljum ekki gera sjúkdómnum það til geðs að láta hann taka eitthvað meira af okkur. Við höfum passað okkur að tala mikið saman og vinna í okkar sambandi. Við lifum eðlilegu lífi þó það komi lægðir inn á milli, erum dugleg að hitta vini okkar og pössum okkur á að ein- angrast ekki.“ „Við erum líka dugleg við að halda uppi minningu Bryndísar Evu,“ segir Hjörleifur. „Við tölum mikið um hana og hún lifir með okkur.“ Bergþóra bætir því við að hún hafi gefið þeim margt gott á meðan hún var hér og gert þau að betri manneskjum. „Við ætlum að lifa eftir þeirri lífssýn að Bryndís Eva sjái ekki eftir því að hafa farið. Ef við förum út í óreglu eða dettum í þung- lyndi getur hún séð eftir því að hafa skilið okkur eftir. Þess vegna reynum við að taka því sem höndum ber og reynum að finna okkur eitthvað skemmti- legt, gera hana frekar stolta af okkur. Það er oft erfitt en við verðum bara að finna gleðina. Stundum þarf maður að búa hana til, eins og t.d. á spítal- anum þar sem útlitið var yfir- leitt ekki gott, þá gerðum við gott úr smáatriðunum. Það var ótrúlegt hvað geyspi gat veitt okkur mikla gleði, hún var svo sæt og þá sáum við líka heil- brigðu stelpuna okkar. Við þekkjum hamingjuna því við vorum hamingjusöm áður en Bryndís Eva fæddist og veikt- ist þannig að við vitum hverju við eigum að leita að. Við ætlum að finna hamingjuna á ný.“ Bryndís Eva lést í september eftir margra mánaða hetjulega baráttu. Bergþóra og Hjörleifur segja hana alltaf verða með þeim í anda og þau munu halda minningu hennar á lofti alla tíð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.