Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 33
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. JANÚAR 2007 33STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM í senn; ryður, skefur, sópar og blæs. Nýja Oskosh-tækið er fyrsta tækið sem Flugmálastjórn Kefla- víkurflugvallar kaupir fyrir ný- stofnaða flugvallarþjónustudeild sem annast m.a. snjóruðning og hálkuvarnir á flugvellinum og kostar það tæpar 25 milljónir króna með aðflutningsgjöldum. Flugvallarþjónustudeildin starf- rækir 35 sérhæfð tæki og er með- alaldur þeirra um 22 ár. Elsta tækið, sem einnig er af Oskhos- gerð, verður 50 ára á þessu ári og önnur þrjú eru 48 ára. Þrátt fyrir háan aldur mynda þessi fjögur öflugu snjóruðningstæki framvarðasveit við hreinsun flugbrautanna ásamt þremur nýrri tækjum. Lykillinn að svo góðri endingu eru gæðasmíð og öflugt viðhald, sem starfsmenn flugþjónustudeildarinnar annast að öllu leiti sjálfir, sem og færni í beitingu og meðferð tækjanna. Með sex sameykjum má hreinsa 3,3 km langa flugbraut í 40 m breidd á 15 mínútum. Önnur tæki deildarinnar eru snjóblás- arar, hjólaskóflur og dreifarar fyrir sand og afísingarvökva. Öll tækin er í eigu Bandaríkjaflota og leigð af honum en ljóst er að endurnýja þarf a.m.k. 80 % tækjabúnaðarins á allra næstu árum. Heildarverðmæti hvers sameykis nemur um 55 millj- ónum króna. VANTAR ÞIG SVÖR VIÐ EINHVERJU? Sendu okkur línu á Víkurfréttir á póstfangið: postur@vf.is og blaðamenn skoða málið. Ef málefnið á erindi í fjölmiðla leitum við svara hjá réttum aðilum og birtum umfjöllun um málið í blaðinu og á vf.is. 100% trúnaði heitið sé þess óskað.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.