Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Markmið verkefnisins er að breyta lífsstíl Suður- nesjamanna með kerfisbund- inni hreyfingu og heilsueftir- liti. Hjálmar sagði þetta vera stærsta heilsuverndarátak sem ráðist hafi verið í á afmörkuðu svæði á Íslandi, en í því felst að íbúar á svæðinu, 40 ára og eldri, skrá sig til þátttöku og mæta reglulega í eftirlit hjá fyr- irtækinu InPro sem hefur að- setur í húsi Lyfju á Hringbraut í Reykjanesbæ. Þar er blóð- þrýstingur og blóðfita mæld til að koma auga á áhættuþætti sem benda til hjartasjúkdóma. Þá fá þátttakendur svokall- aðan hreyfiseðil sem þeir nota til að skrá hjá sér upplýsingar úr prófunum og til að halda æfingadagbók. „Við ætlum að ná til allra Suð- urnesjabúa 40 ára og eldri og skima þá sem eru í hættu og koma öðrum til heilbrigðara líf- ernis en við erum almennt að stunda í dag,“ sagði Hjálmar í viðtali við Víkurfréttir eftir kynninguna. Samstarfsaðilar verkefnisins eru fjölmargir, þar á meðal sveitar- félögin á Suðurnesjum, stéttarfé- lögin, HSS, FS, Golfklúbbur Suð- urnesja, Glitnir og líkamsrækt- arstöðvarnar Lífsstíll, Perlan og Helgasport. Þar má líka nefna Íþróttaakademíuna sem mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í sambandi við átakið sem felur í sér margs konar fróðleik og hreyfingu. „Þetta sýnir okkur að samfé- lagið hér á Suðurnesjum ætlar að taka höndum saman um að breyta lífstíl og draga úr þeim áhættuþáttum sem sannarlega eru hér til staðar“, sagði Hjálmar og bætti við að lokum: „Ég hef þessa reynslu sjálfur og ég veit hvaða gildi það hefur að hreyfa sig og borða rétt. Við höfum horft á sorgleg dæmi síð- ustu daga þar sem fólk á besta aldri er að falla snögglega frá og við viljum koma í veg fyrir slíkt með þessu átaki og til þess þurfum við að breyta lífsstíl og það gerum við með því að sparka í rassinn hvert á öðru.“ Eftir kynningu á námskeiðinu voru bæjarstjórar og fulltrúar stéttarfélaganna teknir í prufu. Ekki voru niðurstöður gerðar opinberar en ekki hefur enn heyrst af óvæntum heilsubótar- fríum úr þeim ranni. Garður er eina sveitarfé-lagið á Suðurnesjum með breytta útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2007. Þar var hún hækkuð úr 12,70% í 13,03%. Önnur sveitarfélög eru með sömu út svarspró sentu og undanfarin ár. Reykjanesbær og Sand gerði með 12,70% og Vogar og Grindavík með 13,03%. Sveitarfélögin geta ákveðið út- svar á bilinu 11,24% til 13,03%. Meðalútsvar er 12,97% en 61 sveitarfélag af 71 innheimtir há- marksútsvar. Aðeins þrjú sveit- arfélög í landinu eru með lág- marksútsvar. Hjálmar blæs til heilsuverndar Útsvarsprósenta óbreytt nema í Garði TÍÐNI HJARTAÁFALLA og dauðsfalla þeim tengdum er mun meiri á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum. Þetta kom fram í máli Hjálmars Árnasonar, alþingismanns og formanns Hjartaheilla á Suðurnesjum, en til að mæta því hefur verið hrundið af stað forvarnarverkefn- inu Heilsuefling á Suðurnesjum. Heilsuefling á Suðurnesjum: Púlsinn tekinn á Árna Sigfússyni og Hjálmari Árnasyni á dögunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.