Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Góðkunningi af Keflavík-urflugvelli stendur þessa dagana á bílaplaninu við Bið- skýlið í Njarðvík. Þar hefur Atlantsolía komið fyrir forláta bíl í slagtogi við bensínstöð sína í Reykjanesbæ. Bíllinn er notaður til að vekja athygli á 2 krónu afslætti af eldsneyti hjá Atlantsolíu í Reykjanesbæ en tilboðið stendur í 3-4 vikur. Segja má að bíllinn sé kom- inn aft ur á heima slóð ir en í rúman áratug þjónaði hann sem póstbíll hjá Varnarliðinu. Á dögunum keypti Atlantsolía bílinn og „pimpaði“ hann upp eins og kallað er. Bílinn heitir Grumman S-10 og er smíðaður sem póstbíll. Hann er að árgerð 1994 og reyndar sá eini sinnar tegundar á landinu. Hér er um að ræða Chevrolet S-10 grind og vél að upplagi en margir muna eftir slíkum bíl sem Blazer en nokkrir slíkir eru enn til á götum landsins. Það sem gerir þennan bíl öðru- vísi er sérstök hönnum sem og saga fyrirtækisins sem hannaði hann. Grumman fyrirtækið, sem hannaði bílinn, var stofnað árið 1929 af Leroy Grumman. Fyrstu áratugina lagði fyrirtæki áherslu á að þróa lausnir fyrir bandaríska flugherinn en flestar flug vél ar þess báru einmitt nafnið Grumman. Fyrirtækið óx og dafnaði næstu áratugina og hafði orðspor fyrir að búa til hágæða vélar. Á bestu árum fyrirtækisins framleiddi það meðal annars orrustuþotur og ýmsa hluti fyrir geimferðaáætlun Bandaríkj- anna, m.a. í Appollo geimfarið. Handbragð flugvélaframleiðand- ans má einmitt sjá á smíðinni á bílnum því öll yfirbygging er hnoðuð með flugvélahnoðum og sama ál er notað í orrustu- þotur. Saga Grumman póstbílsins nær til 8 unda áratugarins þegar UPS eða póstþjónusta Bandaríkjanna leitaði tilboða í hinn fullkomna póstbíl. Bílnum var ætlað að vera ábyggi- legur, með eiginleika jeppa, vera með stýri hægra megin, svo póst- urinn geti afhent póst án þess að fara út úr farartækinu, og að auki hafa sem styðstan beygju- radíus og vera með gírkassa sem þyldi mikinn togkraft. Síðast og ekki síst skyldi bíllinn vera léttur og varinn með stuðurum sem ekki ættu neina sína líka. Skemmst er frá því að segja að Grumman fyrirtækið var talið hafa hannað bíl sem stæðist alla þá eiginleika sem óskað var eftir. Eins og fram hefur komið byggir hönnunin á Chervrolet Blazer S-10 með minnstu vél sem boðið var upp á. Er hún 2.2 lítra með beinni innspýtingu og skilar 120 hestöflum. Þeir sem vilja skoða bíl inn nánar geta barið hann augum á bílaplaninu við Biðskýlið í Njarð- vík en þar er einnig að finna bensínstöð Atlantsolíu í Reykja- nesbæ. Góðkunningi af Vellinum við Biðskýlið í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.