Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.01.2007, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Álver í Helguvík er einn þeirra möguleika sem nú er rætt um til atvinnuupp- byg g i ng ar á Suðvesturhorn- inu. Þa ð er líka talað um álver í Ölfusi og stækkun í Straumsvík. Sá sem hér ritar hefur lengi verið talsmaður þess að koma upp orkufrekum iðnaði á Ís- landi. Til þess á landið mikið af hagkvæmum og umhverfis- vænum orkugjöfum. Um langt skeið gekk þetta frekar treglega. Hver man ekki Keilisnes í því sambandi. Síðustu ár hefur það dæmi mjög snúist við og eftirsókn eftir stóriðjuuppbyggingu á Íslandi er nú mikil og vafamál að skyn- samlegt sé að hlaupa eftir henni allri. Álver á dýru landi á suð- vesturhorni landsins orkar mjög tvímælis. Á öllu þessu svæði er ofhitnun í hagkerfinu og ekk- ert sem bendir sérstaklega til að það breytist á næstu misserum eða árum. Hið fyrirhugaða álver í Helguvík mun bitna á náttúru svæðsins og lífsgæðum þeirra sem næst svæðinu búa. Slík fórn er því aðeins réttlætanleg að al- varlegur skortur sé á atvinnu en svo er ekki. Rannsóknir benda til að á næstu árum geti djúpborun á jarðhita opnað okkur leið til að virkja meira með minni tilkostn- aði fyrir umhverfi. Þar með mætti hlífa náttúruperlum eins og Brennisteinsfjöllum, Urriða- fossi og Ölkelduhálsi svo dæmi séu tekin. Þegar saman fer að tæknin virðist þannig rétt á næsta og aðstæður í efnahagslíf- inu kalla frekar eftir því að við hægjum sýnist mér allt styðja það að stóriðjuáformum á fyrr- greindum stöðum á suðvestur- horninu verði slegið á frest. Suðurnesjamenn hafa reynslu af því að treysta í of miklum mæli á einn stóran atvinnurekanda. Í farsælli atvinnuuppbyggingu er fjölbreytni lykilatriði. Á Suður- nesjum eru möguleikarnir fleiri og magnaðri nú eftir að herseta bandaríkjamanna er úr sögunni. Einn þeirra kosta sem undir- ritaður hefur fyrr talað fyrir er að koma þar upp alþjóðlegri skiptistöð fyrir flug milli Asíu og Ameríku. Samhliða mætti gera gömlu herstöðina að frí- verslunarborg. Umfang slíkrar starfssemi getur orðið gríðarlegt án þess að byggja á einum eða fáum viðskiptaaðilum. Til þess að möguleiki sé á upp- byggingu sem þessari er mikil- vægt að við stjórnvöld á Íslandi verði þeir menn sem sjá víðar um veröldina en í eitt herbergi í Evrópu. Og hafi jafnframt það víðsýni til að bera í atvinnu- málum að geta horft á fleiri kosti en stóriðjur og orkusölu, svo ágætir sem þeir kostir þó geta verið þar sem þeir eiga við. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali á Sel- fossi og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Suðurkjördæmi Á l au g ard a g i n n k emu r ganga framsóknarmenn í Suðurkjördæmi til kosninga í prófkjöri sínu. Ræðst þá hverjir skipa lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosn- ingum í vor. Ég hef gefið kost á mér í annað sæti listans. Á undanförnum vikum hef ég háð kosninga- baráttu mína. Ég hef byggt framboð mitt á g ö m l u m gildum Fram- sóknarflokksins í bland við hug- sjónir nýrrar kynslóðar og aðferðafræði nýrra tíma. Á fundum mínum um kjördæmið á síðustu vikum hef ég kynnt málefni mín og tekið púlsinn á hinum almenna Sunn- lendingi. Hefur þessi tími verið sérstaklega ánægjulegur þar sem ég hef styrkst í þeirri trú að ég hafi margt fram að færa fyrir íbúa kjördæmisins og landsins alls. Vegna fjölbreyttra starfa minna í kjördæminu, innan skógrækt- argeirans, í landbúnaði og í fyr- irtækjarekstri, tel ég mig hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllu því sem skiptir kjósendur kjör- dæmisins mestu máli. Vegna reynslu minnar í félags-, íþrótta- og mannúðarmálum tel ég mig hafa burði til þess að að taka að mér leiðtoga- og ábyrgðarstöður innan flokksins og á þingi. Það er ósk mín að kjósendur í Suðurkjördæmi treysti mér til áframhaldandi góðra verka. Með ykkar stuðningi mun ég fá tækifæri til þess að láta rækilega til mín taka. Án ykkar stuðnings verður erfitt að fá Björn-inn á þing! Björn B. Jónsson Sækist eftir 2.sæti í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins í Suðurkjördæmi Á laugardaginn rennur út síðasta tækifæri okkar Suð- urnesjamanna að sinni til að tryggja okkur þ i n g m a n n . Prófkjörin tvö, sem búin eru, voru okkur til skammar enda á r a n g u r i n n eftir því. Ætlum við að láta það gerast í þriðja sinn að sæti Suðurnesja lendi í óöryggi? Bara af því við tökum ekki þátt. Það er undir okkur komið að tryggja fulltrúa Suðurnesja á öruggt sæti. Til þess verðum við að fjöl- menna í prófkjör Framsóknar á laugardaginn. Þetta er síðasta tækifærið á öruggu sæti. Við getum engum kennt um nema okkur sjálfum ef illa fer. Mikil smölun er í gangi á Suðurlandi. Sú smölun getur húrrað Hjálm- ari niður eftir öllum listanum. Viljum við það? Eina svar okkar er að fjölmenna í prófkjörið. Það er ekki nóg að segjast styðja Hjálmar. Við verðum að sýna það í verki með því að mæta á laugardaginn. Stöndum nú einu sinni saman um hagsmuni Suðurnesja. Ingvi Þór Hákonarson. Bjarni Harðarson skrifar: Ál í hvert mál á Rosmhvalanesi Björn B. Jónsson skrifar: Björn-inn á þing! Björn B. Jónsson www.bbj.is2. SÆTI Kjósum öflugan mann til forystu í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi þann 20. janúar Ingvi Þór Hákonarson skrifar: Síðasta tækifærið? FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.