Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Þorsteinn Þorsteinsson varð í4.-8. sæti í flokki 50 ára ogeldri á Evrópumóti eldriskákmanna sem fram fór í Barcelona á Spani dagana 12.-20. ágúst. Þorsteinn hlaut sex vinninga af níu mögulegum, taplaus og náði eftirtektarverðum árangri gegn þeim stórmeisturum sem hann mætti, hlaut 2½ vinning af fjórum mögulegum og lagði að velli stiga- hæsta keppandann, Georgíumann- inn Zurab Sturua. Sigurvegari varð Armeninn Karen Movsziszian en hann fékk sjö vinninga af níu mögu- legum. Hinn íslenski keppandinn, Bragi Halldórsson, tefldi í flokki keppenda 65 ára og eldri. Eftir að Bragi hætti sem íslenskukennari við MR hefur hann fengið meiri tíma til að sinna áhugamáli sínu og öðrum viðfangs- efnum en nýlega gaf hann út ritið Ævintýri frá miðöldum. Bragi hlaut 4½ vinning úr níu skákum og hafn- aði í 32. sæti af 66 keppendum. Sig- urvegari var Svíinn Nils-Gustaf Renman. Með frammistöðu sinni komst Þorsteinn yfir 2.300 elo-stig og var hársbreidd frá því að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann undirbjó sig vel fyrir hverja skák sem kom vel fram í eftirfarandi skák sem tefld var um miðbik mótsins: EM Barcelona 2017, 4. umferð: Kolesar Milan – Þorsteinn Þor- steinsson Sikileyjarvörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 g6 6. e4 d6 7. Be2 Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Be3 0-0 10. Dd2 a5 11. 0-0 a4 12. f3 Da5 13. Hab1 Be6 14. Rd5?! Lítur vel út en er tiltölulega mein- laus atlaga. Hvítur beinir sjónum að e7-peðinu en Þorsteinn lætur sér fátt um finnast. 14. … Dxd2 15. Rxe7+ Kh8 16. Bxd2 Hfe8 17. Rd5 Rxd5 18. cxd5 Bxd5 19. Bb5 He5!? - sjá stöðumynd - Athyglisverður leikur. Svartur gat einnig leikið 19. … Bc6, 19. … Bd+ og síðan 20. … Bxa2 eða jafn- vel 19. … Bxa2 strax í öllum tilvikum með góðri stöðu. 20. b3 20. Bc3 hefði verið svarað með 20. … Bxa2 21. Bxe5 Bxe5! og svarta staðan er sigurvænleg. 20. … Bxb3! 21. axb3 Hxb5 22. bxa4 Bd4+! Vel leikið. Áður en svartur stofnar til uppskipta á hrókum hrekur hann kónginn út í horn. Hvítur getur þ.a.l. ekki seilst eftir b7-peðinu. 23. Kh1 Hxb1 24. Hxb1 Hxa4 25. Bf4 Bc5 26. g3 Hb4 27. Hd1 Hb6 28. e5 dxe5 29. Bxe5+ f6 30. Hd8+? Hvítur varð að leika 30. Hd5! og á þá jafnteflisvon t.d. 30. … Bf8 31. Bd4! o.s.frv 30. … Kg7 31. Hd7+ Kf8 32. Bc3 Be7 33. Kg2 Kf7 34. Be1 Hb2+ 35. Kh3 Ke6 Úrvinnsla Þorsteins er með ágæt- um. Hann bætir kóngsstöðuna áður en b-peðið rúllar af stað. 36. Hd3 b5 37. g4 b4 38. Bg3 Hc2 39. He3+ Kf7 40. f4 Hc3 41. He4 b3 – og hvítur gafst upp. Aronjan sigraði í St. Louis – Kasparov varð í áttunda sæti Garrí Kasparov náði að rétta hlut sinn lokadaginn á at- og hrað- skákmótinu sen lauk í St. Louis í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þá fékk hann 5½ vinning úr níu hrað- skákum. Á twitter, degi eftir keppn- ina, stóð: „Hva, engin umferð dag? Ég er orðinn funheitur og ungu strákarnir farnir að þreytast.“ Ólíklegt verður að telja að Kasp- arov láti staðar numið eftir þetta. Hann þótti skipuleggja tímanotkun sína illa og lenti oft í heiftarlegu tímahraki. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Aronjan 24½ v. (af 36) 2.-3. Karjakin og Nakamura 21½ v. 4. Nepomniachtchi 20 v. 5.-7. Dom- inguez, Quang Liem og Caruana 16 v. 8. Kasparov 15½ v. 9. Anand 14 v. 10. Navara 13 v. Þorsteinn í 4.-8. sæti á EM öldunga – vann stigahæsta keppandann Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Tveir góðir Bragi Halldórsson sem tefldi í flokki 65 ára og eldri og Þor- steinn Þorsteinsson sem tefldi í flokki 50 ára og eldri Ýmsir hafa rætt það við mig að þeir séu í senn óánægðir og hneykslaðir á því að minningu for- feðra þeirra sé ekki sá sómi sýndur í Víkurgarði sem venja er hér á landi. Ekki er nóg með að leiðum sé raskað. Borgaryfirvöld hafa gert garðinn að heldur óyndislegu sölutorgi. Þau segja að búið sé að raska svo miklu að litlu skipti hvað gert sé við garðinn. Með öðr- um orðum: Eyðilegging réttlætir meiri eyðileggingu. Það sjá allir að þótt seint sé verður að stöðva þá skelfilegu þróun sem þarna á sér stað. Það verður ekki gert með blaðagrein- um einum. Almenningur þarf að láta af sér vita. Þess vegna birti ég hér nöfn þeirra látnu Reykvík- inga, sem Jón Helgason birtir í Árbókum Reykjavíkur frá árinu 1786-1838. Hann nefnir aðeins þá þekktustu. Langflestir þeirra sem nefndir eru voru jarðsettir í aust- urhluta garðsins, þar sem mest hefur verið raskað. Nöfnin koma hér á eftir. Ég hvet alla er finna þar ættingja sem þeim finnst að sýna mætti meiri ræktarsemi til að senda borgarstjóra mótmæli vegna þess hvernig farið er með hvílustað þeirra. Þeir sem ekki finna þarna frændur en vilja samt mótmæla geta að sjálfsögðu gert það án þess að tengja það nafni. Hægt er að senda skilaboð á netfangið erindi- @reykjavik.is Þar þarf ekki að skrifa meira en t.d.: Ég undirr. mót- mæli fyrirhuguðum framkvæmdum í Vík- urgarði, bið um að garðurinn fái land sitt aftur og verði endur- skipulagður sem merk- asti sögustaður í Reykjavík. Síðan nafn og kennitala. 1790: Sr. Guðmundur Þorgrímsson dómkirkjuprestur. 1791: Jafet Illugason lóskeri við Innréttingarnar. 1795: Sigurður Erlendsson í Götuhúsum. Halldóra Sigurðardóttir kona Gísla Thorla- cius rektors á Hólavelli. Hún var grafin innan kirkju. 1804: Jóhann Árnason biskups Þórarinssonar, kennari á Hólavelli. 1805: Arnes Pálsson útileguþjófur, niðursetn- ingur í Engey. 1807: Þorkell Magnússon, fyrrum barnakennari á Grænlandi. 1811: Runólfur Klemensson fv. faktor, sem drukknaði í Tjörninni. Þórður Sig- hvatsson bóndi í Hlíðarhúsum, ættfaðir Thorlaciusættarinnar vestfirsku. Filippus Gunnarsson faktor og signetasmiður. Teitur Sveinsson vefari og verkstjóri við Innréttingarnar, ættfaðir Teits- ættar. 1812: Egill borgari Helga- son Sandholt. 1815: Þorkell Guð- mundsson Bergmann kaupmaður, sem kom mikið við sögu á upp- hafsárum bæjarins. 1821: Jóhann- es Zoëga tugtmeistari o.fl., ætt- faðir Zoëgaættarinnar. Skafti Sæmundsson í Götuhúsum. 1822: Guðbrandur Vigfússon lyfsali í Nesi. 1825: Benedikt Gröndal fv. yfirdómari. Aneka Sandholt, ekkja Egils Sandholt, 1827: Sigurður Pétursson fv. sýslumaður og leik- ritahöfundur. Árni Jónsson (Reynistaðamágur), sem Jörundur dubbaði til land- og bæjarfógeta. Henrik Scheel tugthúsráðsmaður o. fl. Christofer Faber fv. faktor. 1828: Lars Michael Knudsen kaupmaður. 1832: Finnbogi Björnsson fv. verslunarmaður í Finnbogabæ. (Tengdasonur Teits Sveinssonar í Teitsbæ). Lárus Sig- urðsson stud. theol. 1833: Guð- laugur Sívertsen kaupmaður. 1834: Hans Pétur Möller faktor. Einar Jónsson tómthúsmaður í Þingholti. 1835: Gunnlaugur Odds- son dómkirkjuprestur. Lars Hölt- er beykir. Einar Jónsson verslunarstjóri frá Gili. Sólveig Bogadóttir Thorarensen, eigin- kona Odds Thorarensen lyfsala. 1836: Guðmundur borgari Bjarna- son, ættfaðir Borgarabæjarættar- innar. 1837: Jens Egilsson Sand- holt tómthúsmaður. Ættingjar þínir í Víkurgarði Eftir Þóri Stephensen »Ég hvet alla er finna þar ættingja að senda borgarstjóra mót- mæli vegna þess hvern- ig farið er með hvílustað þeirra. Þórir Stephensen Höfundur er fyrrverandi dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Atvinna Til hvers að skipa all- ar þessar nefndir og af hverju þurfa þær að starfa? Eða nei, þær reyndar starfa ekki, svo af hverju þurfa þær að lifa svona lengi? Tökum sem dæmi nefnd sem fjalla á um veiðigjöld. Hvað í ósköpunum er hún að gera? Það er hægt að afgreiða þessi veiðigjöld á einum fundi: a) Veiði- gjald er % af aflaverðmæti. b) Kvótahafar borgi veiðigjald, ekki leiguliðar. c) Fiskvinnslan borgar sín veiðigjöld sjálf. Það er algjört glapræði hvernig menn finna út veiðigjöld. Ein- hverjum datt í hug að finna út hver hagnaður útgerðarinnar væri, segj- um 10%, sama aðila datt svo í hug að skoða hagnað fiskvinnslunnar og fékk líka 10%, þá fékk hann það út að hagnaður sjávarútvegsins væri 20% og best væri að útgerðin borg- aði það allt. Ég stórefast reyndar um að það standist stjórnarskrá að láta menn og fyrirtæki borga skatt og gjöld fyrir aðra. Einnig fundu þessir hottintottar það út að best væri að innheimta þetta sem krónutölu af lönduðum afla, og þá skipti engu máli hvort viðkomandi fengi úthlutaðan kvóta eða ekki. Veiðigjöld voru jú hugsuð sem tekjur fyrir þjóðarbúið fyrir að fá úthlutaðan kvóta, hét fyrst auð- lindagjald ef ég man rétt. Gallinn við að hafa þetta sem fasta krónutölu er að þú getur lent í því að veiðigjöldin verði meiri en aflaverðmætið, ólíklegt, en hefur samt gerst þetta árið þegar margar sölur á fiskmarkaði fara á svokall- aða núllsölu, það er aflinn selst ekki. En aftur að nefndunum. Eina nefndin sem virkilega er þörf á er ráðherravalsnefnd sem hefði það starf að velja ráðherra sem eru með bein í nefinu og þora að taka ákvarðanir en láta ekki einhverja Bjarnabófa stjórna öllu eins og raunin er í atvinnuvegaráðu- neytinu. Ráðherra gerir ekkert annað en að skipa í nefndir og neitar að taka ákvörðun af því að nefndin er ekki búin að skila sínu. Ég spyr nú bara til hvers í helvítinu er- um við með ráðherra ef þeir geta ekki tek- ið af skarið og gert það sem þarf að laga? Ráðherra á að sjá til þess að vélin gangi smurt. Það er ekki þjóðarhagur að útgerð- ir allt í kringum landið hálflamist eftir 1. september vegna stórhækk- unar veiðigjalda. Eina sem ráð- herra hefur sagt er að menn hefðu átt að vita þetta og leggja til hliðar. Hún hefði nú kannski átt að gera það líka fyrir hrun. Átti ég að vita það 2015 hvað ég mundi veiða mik- ið árið 2018? Þarna kemur berlega í ljós hvað þetta er arfavitlaus að- ferð við að innheimta veiðigjöld. Einföldum þetta aðeins svo fólk, sem ekki vinnur við þetta, skilji hvað ég er að segja. Leggjum bara fastan krónutöluskatt á öll hús, t.d. 1.000 kr. á fermetra, óháð því hvað húsið er verðmætt, en í lögum um þennan skatt er sett ákvæði um að þeir sem búa í húsinu eigi að borga, ekki þeir sem eiga húsið. Hvaða rugl er það? Ég veit að þetta er mikil einföldun á því hvernig veiðigjöldin eru innheimt en þetta er samt ekkert langt frá lagi. Ráðherra ætlar nú með þver- móðsku og í skjóli Bjarnabófanna ekki að gera neitt fyrr en áð- urnefnd nefnd er búin að skila sínu. Já, og eitt enn; af hverju eru alltaf vinir vina valdir í nefndir, af hverju ekki fólk sem stafar í við- komandi greinum? Ég er viss um að ef fólk, sem er að vinna við það sem nefndirnar eiga að fjalla um, yrði sett í nefndir væri hægt að stytta líftíma þeirra um 80%, fólk er ekki að hanga og bíða eftir ein- hverjum kaffibollum, vínarbrauði eða öðrum sporslum frá ríkinu, fólkið vill fá niðurstöðu strax svo hægt sé að halda áfram að vinna. Gott dæmi um hvað ráðherrar og stjórnvöld eru hryllilega máttlaus er gjaldtaka á ferðamenn. Íslend- ingar eru svo vitlausir, eða öllu heldur íslensk stjórnvöld, að þau þurfa alltaf að reyna að finna upp hjólið þegar aðrir eru búnir að byggja limósínur ofan á sín hjól fyrir hagnaðinn af ferðamönnum á meðan við erum enn að reyna að hanna hjólið. Þarna vantar ráð- herra með bein í nefinu til að ákveða og fylgja því eftir sem ákveðið er en ekki láta grátkóra endalaust stjórna sér. Það mætti halda að Kristján gamli í LÍÚ hefði gefið út námskeið á geisladisk í grátkórslistinni, það eru bara allir komnir með þessa tækni. Ísland er búið að tapa milljörðum á milljarða ofan vegna þessarar vangetu stjórnmálamanna. Ísland hefur ekkert að gera með gelda ráðherra með ákvörðunarfælni. Ég legg það til, frú Þorgerður, að þú gyrðir þig í brók með okkur og ég skal koma með þér í þennan sameiginlega garð okkar og við för- um að reyta burt allt þetta illgresi sem í honum er. Byrjum á veiði- gjöldunum, þau þarf að klára fyrir 1. september, og svo tökum við hin beðin á eftir. Óþarfar nefndir Eftir Þórð Birgisson »Einnig fundu þessir hottintottar það út að best væri að inn- heimta þetta sem krónutölu af lönduðum afla, sama hvort við- komandi fengi kvóta eða ekki. Þórður Birgisson Höfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.