Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 47

Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það var svona „látið orðið ber-ast“ andi yfir Bubba-tónleik-unum á Dillon nú á þriðju- daginn. Bubbi setti inn stöðuuppfærslu á Fésbókina upp úr hádegi þar sem hann minnti á tón- leikana og maður varð var við að fólk fór að bregðast við í nær- umhverfinu. Nokkrir vinir „læk- uðu“ og ég ákvað þá og þegar að smella mér, kíkja aðeins á kappann. Og það var sem mig grunaði, það komust bókstaflega færri að en vildu, efsta hæðin á Dillon alger- lega smekkfull. Samsetning áhlýð- enda var einnig athyglisverð. Þarna voru gamlir hundar frá pönkárunum, hökustrjúkandi popp- pennar eins og greinarhöfundur en einnig kornungar stúlkur sem köll- uðu eftir óskalögum. Merki um þá breiðu skírskotun sem tónlist Bubba hefur en líka um þá stöðu sem Bubbi er kominn í. Þjóðardjásn og lifandi goðsögn, eitthvað sem festist æ betur í sessi með hverju árinu. Ein, tvær setningar á Fésbók upp úr hádegi og staðurinn troð- fullur klukkutímum síðar! Ég hef líka fundið fyrir spennu og áhuga vegna nýútkominnar plötu hans, Túngumál. Bubbi dælir út efni, svo mikið er víst, og gæða- staðallinn er óvenjuhár, sér- staklega ef miðað er við útgáfutíðn- ina. En það er eitthvað alveg sérstakt í gangi á Túngumáli og fólk hefur brugðist við því, einfald- lega af því að það hefur fundið sig knúið til þess. Hinn geðríki Guð- mundur Andri, snilldarpenninn sá, skrifaði afskaplega fallega færslu á dögunum um plötuna og kjarnaði þar margt af því sem fólk hugsar: „Hún er sunnanþeyr. Þar er ekki lognmolla heldur næringarrík haf- gola. Þegar maður hlustar umlykur mann hlýjan, í hljómnum, mjúkum gíturum, röddinni, skáldskapnum, í mildri einlægninni. Þetta er Bubbi vinur okkar, skáldið okkar, sem hér hljómar.“ Eins og segir, staðurinn var troðinn og ég sá lítið til, gat greint Bubba með því að gægjast yfir bar- borðið og fyrir horn einhvern veg- inn. En tónlistin fyllti fallega upp í allar glufur. Og það var yndislegt að heyra þessa frábæru plötu spil- aða af höfundinum. Allt rann þetta Bubbi … á meðal manna Morgunblaðið/Einar Falur Tungan töm Bubbi Morthens, lifandi goðsögn og fleira til … blítt og vel, nefni „Tunga svip- unnar“ sem var sérstaklega hríf- andi og í „Ég hef enga skoðun“ fékk hann salinn til að syngja með í viðlaginu. „Skýin hafa vængi“ er líka frábært, háa falsettan algjör snilldarpunktur yfir i-ið. „Cohen blús“ var magnaður en best var „Skilaðu skömminni“, ekki bara vegna nístandi textans heldur er lagasmíðin sem slík afar áhrifamik- il, það er ekki hægt annað en að staldra við og hlusta. Tónleikunum lauk svo með ábreiðu á „Love will tear us apart“ með Joy Division en einnig kom Nina Simone við sögu og svo skemmtilega nýstárleg útgáfa af „Stál og hnífur“. Menn eins og Cash og Cohen sendu frá sér sláandi verk á síðari hluta ferilsins og Cave er að sama skapi að búa til hrífandi tónlist, þá tónlist sem er bara hægt að gera þegar menn eru komnir á aldur. Það er styrkjandi værð og lifuð reynsla bundin í Túngumál og spennandi að sjá hvernig mál munu þróast næstu árin hjá þessum mikla meistara. »En það er eitthvaðalveg sérstakt í gangi á Túngumáli og fólk hefur brugðist við því, einfaldlega af því að það hefur fundið sig knúið til þess. Bubbi Morthens kynn- ir nú plötu sína Túngu- mál af krafti með tón- leikum úti um allar þorpagrundir. Pistil- ritari greip hann glóð- volgan á Dillon nú á þriðjudaginn. Tónlistarkonan Sunna sendi frá sér sitt fyrsta lag í gær undir eigin nafni, „Hero Slave“, og kom það út á Spotify og öðrum helstu tónlist- arveitum. Tónlistarvefurinn The Line of Best Fit fékk hins vegar að flytja það viku fyrr og fer fögrum orðum um tónlist Sunnu, segir lagið framkalla alsælu og krefjast þess að vera leikið aftur og aftur. Sunna hefur, þrátt fyrir ungan aldur, fengist við tónlist meira og minna alla ævi, alin upp á tónlistar- heimili en faðir hennar er Þórir Baldursson. Hún fékk að kynnast erfiðu en skemmtilegu lífi atvinnu- tónlistarmannsins þegar hún hélt út í heim sem söngkona danssveit- arinnar austfirsku Bloodgroup, þá innan við tvítugt. Hún býr í dag í Lausanne í Sviss þar sem hún er í myndlistarnámi. Sunna hyggst senda frá sér fleiri lög áður en hún ræðst í að taka upp heila plötu. Line of Best Fit hrifið af Sunnu Ljósmynd/Senta Simond Lof Sunna hlýtur lof fyrir fyrsta lag sitt á vefnum The Line of Best Fit. Kvikmyndaleikstjórinn Patty Jenkins hefur svarað ummælum kollega síns James Cameron, sem fór niðrandi orðum um kvikmynd hennar um Undrakonuna, Wonder Woman, í viðtali í dagblaðinu The Guardian í vikunni. Cameron sagði myndina skref aftur á bak fyrir kvenkyns aðalpersónur og að Undrakonan, sem Gal Gadot leikur, væri hlutgerð helgimynd. Jenkins skrifaði í kjölfarið á Twitter að ekki kæmi á óvart að Cameron væri ófær um að gera sér grein fyrir því fyrir hvað Undrakonan stæði í huga kvenna, því þó svo hann væri framúrskar- andi kvikmyndagerðarmaður væri hann ekki kona. „Krafmiklar konur eru frábærar,“ skrifaði Jenkins og þakkaði Cameron þó fyrir að hæla kvikmynd hennar Monster sem fjallar um sterka ógæfukonu. Cameron sagði í viðtalinu að Sarah Connor, aðalkvenpersóna kvikmyndar hans Term- inator, væri hin fullkomna kven- hetja þar sem hún hefði sína djöfla að draga en væri hörð af sér og hefði þannig áunnið sér virðingu áhorfenda, þ.e. með hörkunni. Jenkins benti á að konur þyrftu ekki að uppfylla ein- hver sérstök skilyrði til að teljast hetjur. „Ef konur þurfa alltaf að vera harðar af sér og þjakaðar til að teljast sterkar og ef við höfum ekki frelsi til þess að vera marg- brotnar og fagna kvenkyns helgi- mynd af því hún er aðlaðandi og elskuleg, þá höfum við nú ekki náð langt,“ skrifar Jenkins og ítrekar að ekki sé til ein tiltekin útgáfa eða uppskrift að kraftmik- illi konu. Jenkins svarar Cameron fullum hálsi Undrakonan Gal Gadot. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Yfir 20 gerðir til á lager Verð frá 6.915,- Vandaðir póstkassar frá SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 8, 10.25 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 2SÝND KL. 2, 4, 6SÝND KL. 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.