Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Akureyri er góður staður og ég vona að helgin verði skemmti-leg,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, sem er 41 árs í dag. Síð-degis í gær var hann á leiðinni norður í land þar sem margt skemmtilegt bíður, meðal annars málþing um vesturíslenska skemmtiskáldið Káin, Kristján Níels Júlíus Jónsson, sem var fæddur og uppalinn á Akureyri enda þótt hann byggi lengst í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Kæra foldin kennd við snjó er yfirskrift málþings- ins. Þar mun Bragi flytja erindi, en hann hefur kynnt sér feril og ljóð Káins og samið nokkur lög við ljóð hans sem Baggalútur hefur flutt. Verður hljómsveitin einmitt með uppákomu á tónleikastaðnum Græna hattinum í kvöld. Bragi Valdimar ólst upp vestur í Hnífsdal en flutti suður með sínu fólki fimmtán ára gamall. „Eftir grunnskólann fór ég í Hamrahlíð, svo í íslenskunám í HÍ og svo tóku við alls konar verkefni í skapandi greinum,“ segir Bragi. Nefnir þar textagerð, lagasmíðar og vinnu fyrir sjónvarp og má þar nefna þættina Orðbragð sem sýndir voru á RÚV fram á síðasta ár og nutu mikilla vinsælda. Aðalstarf Braga er þó á auglýsingastofunni Brandenburg, sem hann á og rekur með nokkrum félögum sínum. „Við erum með mörg járn í eldinum og ný- legar auglýsingaherferðir sem við höfum komið að eru fyrir Reykja- víkurmaraþon, Krabbameinsfélagið og Nova,“ segir Bragi, sem er kvæntur Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur. Þau eiga þrjár dætur; Ingu Margréti, Þórdísi og Brynju. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Orðbragð Við erum með mörg járn í eldinum, segir Bragi Valdimar. Alls konar verkefni í skapandi greinum Bragi Valdimar Skúlason er 41 árs í dag I llugi fæddist á Siglufirði 26.8. 1967 og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Siglufjarðar, flutti með fjöl- skyldunni í Hafnarfjörðinn er hann var 15 ára, lauk þar grunn- skólanámi, fór í MR og brilleraði þar, m.a. í ræðukeppni MORFÍS. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1987, BSc.-prófi í hagfræði frá HÍ 1995, og MBA-prófi frá London Business School árið 2000. Illugi var fimm ára er hann hóf píanónám við Tónlistarskóla Siglu- fjarðar. Hann stundaði píanónám um árabil, fyrst á Siglfirði og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan 5. stigs prófum: „Ég get ekki neitað því að tónlistin hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Ég hlusta mikið á tónlist, við förum mjög oft á tónleika, ég spila mikið heima og er jafnvel að semja píanó- verk þegar þannig liggur á mér.“ Illugi var leiðbeinandi við Grunn- skóla Flateyrar 1987-88, var í fisk- vinnslu yfir sumartímann hjá Hjálmi hf á Flateyri 1983-93, var skrifstofumaður hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri 1995-97 og sinnti rannsóknum í fiskihagfræði við HÍ 1997-98. Illugi var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Illugi Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra – 50 ára Fjölskyldan Illugi og eiginkona hans, Brynhildur Einarsdóttir menntaskólakennari, ásamt dótturinni, Guðrúnu Ínu. Fluggreindur píanóleik- ari sem hætti í pólitíkinni Píanóleikarinn Illugi var lengi í pólitík en notaði aldrei heitið á sjöttu plötu Eltons John til að afsaka sig: Ekki skjóta mig - ég er bara píanóeikarinn. Sandra María Bernhöft og Andrea Ýr Haraldsdóttir héldu tombólu við Okkar bakarí í Garðabæ. Þær styrktu Rauða krossinn á Íslandi um ágóðann 6.214 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is MIKIÐ ÚRVAL ELDHÚSVASKA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.