Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 12
heim gamalla vinnubragða og gestir
fá tækifæri til að aðstoða heimilis-
fólkið í gamla Árbænum við störf sín.
Í tilkynningu kemur fram að í eldhús-
inu ætli húsfreyjan að gera skyr og
strokka smjör. Á baðstofuloftinu
þeytir vinnukonan rokkinn og teygir
lopann á meðan vinnumaðurinn
spinnur úr hrosshári og fléttar í reipi
og bregður í gjarðir. Lummubakstur
verður í Hábæ og heitt á könnunni í
Dillonshúsi.
Þau voru mörg handtökin hér áður
fyrr sem fóru í frumþarfirnar, að
fæða og klæða heimilisfólkið, og oft
var það seinleg vinna og vandasöm.
Mörg sveitastörf hafa lagst af, en
gaman er að fá að kynnast þeim og
halda í heiðri þá gömlu menningu og
handverk sem í þeim felst. Á morgun,
sunnudag, kl. 13-16 verður boðið upp
á viðburð undir heitinu Ull í fat og
mjólk í mat, en þá mun starfsfólk Ár-
bæjarsafns veita gestum innsýn inn í
Gestir fá innsýn í gömul vinnubrögð á Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Jim Smart
Kátar Arndís og Helga sáu um lummubakstur á safninu fyrir meira en áratug.
Ull í fat og mjólk í mat
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Ifor Williams vélavagn
3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m
Verð 685.484 kr. +/vsk
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég ólst upp hér í þorpinu íBúðardal en við fórummikið út á Skarð þegar égvar krakki, þar sem
amma mín og afi bjuggu, þau Boga
Kristín Kristinsdóttir Magnússen og
Eggert Ólafsson,“ segir alnafna
ömmu sinnar, Boga Kristín Krist-
insdóttir Thorlacius, sem á og rekur
Blómalindina kaffihornið í Búðardal.
„Þriðja alnafnan er frá Tjalda-
nesi og er alls óskyld mér, en reynd-
ar er aðeins ein fjallshlíð sem skilur á
milli þessara bæja. Ég veit ekki bet-
ur en að við þrjár alnöfnurnar séum
þær einu á Íslandi sem bera þetta
sérstaka nafn sem fyrsta nafn á Ís-
landi. Í hinni ættinni er svo ein sem
heitir Hildur Boga,“ segir Boga og
bætir við að upphaf nafnsins megi
rekja til langalangafa hennar sem
hét Bogi Magnússen og var bóndi á
Skarði. „Þegar fyrrnefnd amma mín
og nafna fæddist var hún skírð í höf-
uðið á þessum Boga afa sínum.“
Er blómaskreytir og býður
líka upp á skreytingaþjónustu
Blómalindin kaffihornið stendur
í jaðri þorpsins, strax á hægri hönd
þegar fólk kemur akandi að sunnan.
„Ég er nýbúin að opna aftur eft-
ir hlé og stækkun, en þetta er kaffi-
hús sem er einnig blóma- og gjafa-
vörubúð. Ég ætla að blóma þetta
upp, enda er ég blómaskreytir og ég
býð upp á skreytingaþjónustu hérna,
útbý fyrir fólk skreytingar við hvaða
tækifæri sem er og get sent hvert
sem er,“ segir Boga sem einnig býð-
ur gestum sínum upp á gamlar bæk-
ur.
„Ég fékk veglega bókagjöf og
var spurð hvort ég gæti ekki komið
þessu í lóg. Síðan fór ég í nytjagám-
inn og fékk helling af bókum þar í
viðbót. Ég hef skiptifyrirkomulag á
þessu, fólk getur komið með bók sem
það vill losna við og tekið aðra í stað-
inn. Ef fólk er ekki með bók til að
skipta getur það borgað smotterí
fyrir bók sem það langar í, hundrað
kall eða tvo.“
Einangraði allt sjálf
Boga segist hafa verið við veg-
inn í Búðardal á ólíkum stöðum und-
anfarin sautján ár. „Ég er einn af
þessum vitleysingum sem eru alltaf
að prófa eitthvað nýtt og láta ekkert
stoppa sig. Ég byrjaði vorið 2000 í
húsnæðinu þar sem Rauði krossinn
er núna, síðan náði ég mér í 30 fer-
metra kofa og opnaði blómabúð og
þjónustu hérna, bætti svo við mig
kaffigræjum og setti upp lítið eld-
húshorn þar sem ég afgreiddi kaffi-
bolla beint út. Lokaði svo þeirri
sjoppu árið 2013 og fékk húsnæði úti
Krossvígt bárujárn
hjá Bogu í Blómalind
Hún Boga er ekkert blávatn, hún veður í verkið og framkvæmir hugmyndir sínar.
Nú hefur hún opnað kaffihús í Búðardal þar sem endurnýting er í hávegum höfð,
gamlar stoðir úr heyhlöðum og strigapokar utan af kaffibaunum hafa fengið nýtt
hlutverk, svo ekki sé talað um hið háheilaga járn úr Hvammskirkju.
Ljósmynd/Kristín Heiða
Vertinn Boga er ekkert blávatn, hún framkvæmir hugmyndir sínar.
Hlutir með sögu Stoð úr gamalli hlöðu og háheilagt bárujárn úr kirkju í
loftinu. Gömlu bækurnar gegna hlutverki skiptibókamarkaðar.
Ljósmynd/Kristín Heiða
Akureyringurinn Káinn, Kristján Níels
Júlíus Jónsson, var sá eini af gömlu
skáldunum sem fæddur var og uppal-
inn á Akureyri. Af því tilefni verður
hans minnst með málþingi í dag, laug-
ardag, í hátíðarsal Háskólans á Akur-
eyri. Einnig verður afhjúpaður minn-
isvarði um skáldið. Sett hefur verið
saman vegleg dagskrá þar sem ljósi
verður varpað á Káin og kvæði hans,
m.a. ætla mæðginin Eleanor Geir Bil-
iske og Ed Biliske að mæta og flytja
erindi, en Eleanor er hugsanlega eini
núlifandi einstaklingurinn sem þekkti
Káin. Viðar Hreinsson bókmennta-
fræðingur fjallar um Pegasus í fjósinu
og kýrrassatrú, og spyr hvort Káinn
hafi verið skáld eða hagyrðingur.
Böðvar Guðmundsson rithöfundur
fjallar um sinn Káin, Egill Helgason
fjallar um Káin í sjónvarpi, og Bragi
Valdimar Skúlason ætlar að fjalla um
Stínu og Stjána. Fleiri flytja erindi,
lesa má nánar um það á www.unak.is
Um tónlistarflutning sjá Baggalútar
og Vandræðaskáldin, Sesselía Ólafs-
dóttir og Vilhjálmur Bergmann. Mál-
þingið er kl. 10-16 og er ókeypis.
Málþing um Káin á Akureyri í dag
Morgunblaðið/RAX
Egill Helgason Hann er einn þeirra sem flytja munu erindi í dag um Káin.
Kæra foldin kennd við snjó
Árlegur útimarkaður Íbúasamtaka
Laugardals verður haldinn í fimm-
tánda skiptið í dag, laugardag, klukk-
an 11-16 á bílastæðum Mennta-
skólans við Sund. Í tilkynningu
kemur fram að markaðurinn sé eins
konar „sprett-upp“ viðburður og hafi
verið haldinn á mörgum opnum
svæðum í 104 og 105 Reykjavík. Við-
burðurinn stækkar með hverju árinu
og nú eru skráðir seljendur á annað
hundrað.
Kaffi Laugalækur ætlar að opna
útibú á markaðnum í ár og lifandi
tónlist skapar umgjörð utan um
gesti og gangandi.
Útimarkaðurinn hefur ávallt verið
haldinn að frumkvæði íbúa sem
leggja mikið á sig til að búa til og
viðhalda markaðsstemningunni. Á
markaðnum, sem einkennist af gleði,
má selja allt milli himins og jarðar og
öllum er heimil þátttaka. Hinar ýmsu
uppákomur eru stór hluti af
aðdráttarafli hans því að margt hæfi-
leikafólk býr í Laugardal og ná-
grenni.
Markmiðin með útimarkaði ÍL eru
að skapa skemmtilegan hverfisbrag,
að efla samskipti á jákvæðum nót-
um, opna augu íbúa fyrir áhugaverð-
um svæðum í nærumhverfinu og
stuðla að vistvernd með því að leggja
áherslu á hvers kyns endurnýtingu.
Því eru gestir hvattir til að koma
gangandi, hjólandi eða með strætó.
Útimarkaður á bílastæðum Menntaskólans við Sund í dag
Stemning Það er ævinlega gott andrúmsloft á útimarkaði Laugardalsbúa.
Skemmtilegur
hverfisbragur