Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Hótelfasteignin Skúlagarður í Kelduhverfi. Um er að ræða 17 herbergja hótel á stórri lóð búið nýlegum herbergjum. Nálægt nýja Dettifossveginum. • Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Mjög vel staðsett verslun með vinsælar snyrti- og förðunarvörur. Velta 45 mkr. • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Aðstæður fólks eru mjög ólíkar eft- ir svæðum og það má finna mörg for- dæmi fyrir því að þetta sé gert með þessum hætti. Noregur gerir þetta t.a.m.,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofn- unar, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að stofnunin hefur nú ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Don- etsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. Á lista Útlendingastofn- unar eru fyrir aðildarríki Evrópu- sambandsins og 14 önnur ríki sem metin hafa verið örugg. Á heimasíðu Útlendingastofnunar má finna rökstuðning ákvörðunar stofnunarinnar þess efnis að skil- greina hluta Úkraínu öruggt svæði. Segir þar m.a. að landið sé lýðræð- isríki og að þar séu ekki stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. „Það er mat stofnunarinnar að al- mennt megi telja aðstæður í Úkra- ínu góðar og að fullnægjandi aðstoð og úrræði séu til staðar fyrir borgara landsins, þegar litið er til annarra svæða en átakasvæðanna í austur- hluta þess. Engum umsækjanda frá öðrum héruðum en þeim þremur sem undanskilin eru hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi,“ segir þar. Spurð hvort hætta sé á að fólk reyni frekar að villa á sér heimildir þegar aðeins hluti ríkis er skil- greindur sem öruggur svarar Þór- hildur Ósk: „Það er ekki hægt að fullyrða neitt um að það sé ekki reynt, en málsmeðferðin felur hins vegar í sér að leggja mat á trúverð- ugleika þess sem haldið er fram.“ Hælisumsóknir á fyrstu sjö mán- uðum ársins voru 626, tæplega tvisv- ar sinnum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Umsækjendur í júlí sl. voru af 18 þjóðernum, en langflestir þeirra komu frá Georgíu, 64, og Albaníu, 30, en þau eru bæði skilgreind sem örugg ríki af Útlendingastofnun. Varað við hættulegum manni Starfsfólk Útlendingastofnunar var fyrr í þessum mánuði varað við manni sem kynni að vera hættuleg- ur. Þegar sá mætti í afgreiðslu stofn- unarinnar var kallað á lögreglu sem m.a. sendi sérsveit ríkislögreglu- stjóra á vettvang og var maðurinn handtekinn. Þórhildur Ósk segir ör- yggisverði nú starfa í móttökunni. „Þetta er ákveðin varúðarráðstöf- un hjá okkur og það er komin örygg- isgæsla frammi í afgreiðslu,“ segir Þórhildur Ósk. Úkraína nú að hluta örugg Morgunblaðið/RAX Mótmæli Búist er við metfjölda hælisumsókna á þessu ári, eða um 2.000.  Útlendingastofnun hefur bætt Úkraínu að undanskildum nokkrum héruðum á lista yfir örugg ríki  Stofnunin er nú komin með öryggisgæslu í afgreiðslunni Aðalfundur Pír- ata fer fram í dag og á morg- un í Valsheim- ilinu við Hlíð- arenda. Einkunnarorð fundarins eru Vaxa, tengja, styrkja, og er þar vísað til þess að Píratar ætla að halda áfram að vaxa, tengjast betur grunngildum sín- um og upphafi, og styrkja alla innviði flokksins til framtíðar, að því er fram kemur í tilkynningu um aðalfundinn. Á dagskrá kenn- ir ýmissa grasa. Einar Brynjólfs- son, þingflokksformaður Pírata fer yfir fyrsta þingveturinn sem tíu manna þingflokkur og þriðji stærsti flokkur landsins, fjalla á um reynsluna af prófkjörum og m.a. verður kosið nýtt fram- kvæmdaráð Pírata. Þá verður fjallað um hvert Píratar stefna sem hreyfing, sem þingflokkur og hvað gera á í sveitar- stjórnarmálum þar sem sveitar- stjórnarkosningar standa fyrir dyrum í vor. omfr@mbl.is Mörg mál undir á aðalfundi Pírata Einar Brynjólfsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fagnar tíu ára afmæli sínu í dag en ál- verið hóf rekstur árið 2007. Það er stærsta álver hér á landi og þar starfa 550 manns, þar af eru 25% konur sem hæsta hlutfall kvenna sem þekkist innan álvera Alcoa. Fyrir- tækið bætti við sig 50 starfsmönnum í fyrra vegna nýs vaktafyrirkomulags. Að auki starfa um 350 verktakar hjá fyrirtækinu og því starfa um 900 manns í álverinu að afleiddum störf- um ótöldum sem skapast hafa við þjónustu við álverið á Austfjörðum. Sérfræðingar í áli fyrir austan Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir að mikil þekking við rekstur álvera hafi orðið til fyrir austan og hefur verið þjálfaður upp mikill fjöldi ís- lenskra sérfræðinga í rekstri álvera. Starfsmenn frá Fjarðaáli hafa meðal annars verið fengnir til að taka þátt í gangsetningu álversins í Maaden í Sádi-Arabíu ásamt því að hafa verið sendir út til að aðstoða við endurræs- ingu á álveri Alcoa í Portland í Ástr- alíu. Álið sem álverið flytur út árlega samsvarar ríflega 10% af vergri landsframleiðslu. Álverið er með starfsleyfi fyrir 360 þúsund tonnum á ári og hefur það framleitt um 350 þúsund tonn af áli árlega frá upphafi. Dagmar segir að eftirspurn eftir áli á erlendum mörkuðum hafi aukist um 5 til 6% á ári á á undanförnum árum og megi rekja það til aukinnar ál- notkunar í bílaframleiðslu en þar er ál notað til að létta farartæki og draga þannig úr eldsneytiseyðslu þeirra. Sterk króna hefur áhrif Viðskipti með ál fer fram í doll- urum og fer eftir markaðsverði London Metal Exchange (LME) en þrátt fyrir það hefur gengi krón- unnar áhrif á fyrirtækið með ýmsum hætti. „Sterk króna veikir samkeppnishæfni íslenskra álvera þar sem innlendur kostnaður hefur hækkað,“ segir Dagmar. „Við fram- leiðum vöru úr hrááli, svokallaða hleifa en einnig virðisaukandi vöru þar sem búið er að vinna álið meira, svo sem í vír og málmblendisstangir. Vírarnir eru notaðir í háspennukapla en stangirnar eru mikið notaðar í bílaframleiðslu í Evrópu.“ Á síðasta ári var útflutnings- verðmæti fyrirtækisins 71 milljarður króna og samkvæmt upplýsingum frá Alcoa urðu um 39% af þeim tekjum eftir í landinu, eða um 28 milljarðar króna, í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa frá inn- lendum birgjum á vöru og þjónustu. Árið 2015 var útflutningsverðmætið um 92 milljarðar og segir Dagmar að þar hafi markaðsverð á áli mest að segja. Afstýrðu stórslysi árið 2010 Að sögn Dagmarar hefur rekst- urinn gengið vel en stöðugt sé verið að bregðast við aðstæðum í rekstri og að leysa vandamál. Hún minnist þess þegar eldur kom upp í álverinu 2010. „Í desember árið 2010 kom upp erfið staða þegar einn af afriðlunum okkar brann og þá sýndi það sig hvað það skiptir miklu máli að vera með öflug varnarlög. Eldurinn breiddist ekki út vegna varnarlaganna og góðrar vinnu slökkviliðs en við misstum straum af kerlínunni í þrjá klukku- tíma. Þá stóð tæpt að við myndum missa skálann, það er að segja að álið myndi frjósa í kerjunum og við hefð- um þurft að endurræsa allt á nýjan leik. Betur fór en á horfðist og við náðum að bjarga kerlínunni þrátt fyrir þetta langa rafmagnsleysi. Það var unnið mikið afrek af okkar starfs- mönnum að halda rekstrinum gang- andi við erfiðar aðstæður.“ Hátíðardagskrá verður í álveri Alcoa Fjarðaáls í dag þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika og skoðunarferðir um álverið. Morgunblaðið/ÞÖK Reyðarfjörður Framleiðslugeta álversins er 350 þús. tonn á ári. Útflutningsverðmæti nam 71 milljarði í fyrra Álframleiðsla á Aust- fjörðum síðan 2007  Alcoa Fjarðaál fagnar 10 ára starfsafmæli sínu í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.