Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.2017, Blaðsíða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Treystu ekki hverjum sem er fyrir þínum hjartans málum. Allt sem þú vilt er samþykki og frelsi til að tjá þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt auðvelt með að hafa áhrif á ann- að fólk og telja það á þitt band. Innlegg ann- arra gæti veitt þér meiri innblástur en þig hefur dreymt um. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú stendur á tímamótum og þarft að gera upp hug þinn til nýrra verkefna. Ef þú ert ekki í jafnvægi getur þú lítið sem ekkert gert fyrir aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur haft slæmar afleiðingar að rugla saman draumi og veruleika. Svo lengi sem svartsýnin tekur ekki völdin í lífinu, má hlusta á hana af og til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er spenna í loftinu varðandi pen- inga og sameiginlegar eignir. Vertu samt op- in/n fyrir því að breyta til ef það tækifæri býðst en skoðaðu málið frá öllum hliðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ýmislegt að gerast hjá þér núna og þú átt fullt í fangi með að komast yf- ir það allra nauðsynlegasta. Njóttu þess að vera með börnum þínum og öðrum ástvin- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viðhorfið skiptir öllu, þess vegna áttu að gleðjast. Að vandlega íhuguðu máli hlýtur þú að finna bestu lausnina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Vilji til samvinnu og að ná raunsæislegu samkomulagi hentar þér vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarf að eiga við fólk með mik- inn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Gef- ið ykkur tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveldlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver er með stuttan kveikiþráð í dag. Samskiptahæfni þín er mikil og því er lítil hætta á að þú troðir öðrum um tær. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigrast á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur ekkert upp á sig að æpa á aðra og slík ósanngirni lagar ekki stöðuna. Kannski hefur þú of margar langan- ir sem yfirgnæfa hver aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert á varðbergi vegna einhvers sem tengist sameiginlegum eigum og fast- eignum. En láttu þér ekki detta í hug að þetta haldist óbreytt um alla eilífð. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arn- grímsson: Hendir oft þann, sem ferðast á fjöllum. Finna í ritgerðum nemenda má. Skekkja í hugsun hjá konum og köllum. Í körfuboltanum ýmsir fá. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Sumir villu fá á fjöllum. Finnast villur stílum í. Hugarvillur oss hjá öllum. Einnig villur leikjum í. Árni Blöndal svarar – og er orða- leikur í síðustu hendingunni: Villtur gengur vítt um fjöll Villu finn í stílabók. Villa í hugsun vond er öll. VILLA finnst á Sauðárkrók. Króknum varð að koma að Króksaranum líkar það. Kveður og syngur króksarinn, – kátur Skagfirðingurinn. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Í villum er gjarnan vandi á fjöllum. Villur í ritsmíð bæta má. Villuhugsun er tíð hjá tröllum og tæknivillur í körfu fá. Helgi Seljan svarar: Í þoku á fjöllum skal villurnar varast og villur í ritgerðum margar ég sá. Hugsanavillur við skynsemi skarast, menn skollans villur í boltanum fá. Hér er svar Helga R. Einarssonar: Í körfu mér við hana’ er illa. Nú lausnin sem hentar í línunum öllum, á fjöllum, í ritgerð, hjá konum og köllum, er líkast til nafnorðið villa. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Þann hendir oft villa, sem ferðast á fjöll- um. Finna má ritvillur nemendum hjá. Hugsanavilla hjá konum og köllum. Í körfubolta oft villu menn fá. Þá er limra: Menn vaða í villu og svíma og verja í rugl sínum tíma. Í tölvum og appi þeir tjá sig af kappi og sjást ekki nema í síma. Að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Á fætur ég fer nú rogginn, fæ mér eitthvað í gogginn, glaðbeittur geng úr hlaði og gátuna klára með hraði: Tár, sem vætir vanga þinn. Vera mjólkurdropi kann. Býsna hart það bítur kinn. Blý, sem getur drepið mann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í villu og svíma „ÞETTA ER BETRA EN AÐ VINNA Í SKRIFSTOFUBÁS.“ „GEMMÉR LYKILINN AÐ BÍLNUM SEM FYRIRTÆKIÐ LÉT ÞIG FÁ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leika sér ekki með tilfinningar annarra. HÚN REYNDI AÐ KEYRA YFIR MIG Á TRUKKNUM SÍNUM SEM BETUR FER ERU ÁTJÁN HJÓLA BÍLAR EKKI SVO LIPRIR Í AKSTRI ÞÚ KANNT AÐ VELJA ÞÆR SLÆMT STEFNU- MÓT, GRETTIR ÉG HELD AÐ HANN MEINI ÞIG, HRÓLFUR! EF ÞÚ SENDIR MIG AFTUR Í BARDAGANN MUN ÉG MEIÐA EINHVERN ILLA! SLAMM KA-PÁ! Víkverji þurfti í vikunni að láta takaúr sér blóðsýni í Landspítalanum í Fossvogi. Víkverji hefur farið þang- að margoft, oftar en ekki að morgni þegar opnað er, klukkan átta. Þá er jafnan mikið að gera og biðin getur verið drjúg. Í vikunni var hún hátt í klukkutími. Það verður að segjast eins og er að aðstaðan þarna á bið- stofunni er ekki góð. Þetta er glugga- laus gangur og þegar mikið er að gera þarf helmingur fólksins sem bíð- ur að standa. Þarna verður loftlaust og ekki hægt að láta sér líða mjög vel. Það er nauðsynlegt að taka með sér bók eða að minnsta kosti snjallsíma til að stytta biðina. x x x Það er minnst á Reykjavík í nýjastahefti tímaritsins Monocle þar sem borgin er sögð góð til búsetu og hafa ýmsa kosti, þar á meðal að í borginni sé vart nein umferð að ráði. Það er önnur upplifun en margir Reykvíkingar hafa en glöggt er gests augað. Sendiherra Breta á Íslandi, Michael Nevin ræddi umferðina í við- tali við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hann og Sawako kona hans hafi lúmskt gaman af því þegar borg- arbúar býsnist yfir umferðarþunga í Reykjavík og hversu langan tíma það taki þá að komast til og frá úthverfum borgarinnar. „Það sem þið kallið út- hverfi og nágrannabæi þykir mér nú bara vera nokkuð miðsvæðis. Við bjuggum í Naíróbí þar sem mann- fjöldinn er gríðarlegur og umferð- arþunginn getur verið með ólík- indum, svo trúið mér, þetta gæti verið mun verra,“ sagði hann. x x x Víkverji upplifði umferðarteppueins og hann hefur aldrei upp- lifað fyrr á franskri hraðbraut í sum- ar. Leið sem á venjulega að taka um þrjá tíma varð að fimm klukkustunda akstri en á köflum silaðist bílalestin áfram á gönguhraða. Stundum greiddist úr umferðinni á einhvern óskiljanlegan hátt en svo tepptist hún aftur á jafn dularfullan hátt. Ekki var að sjá að nokkuð hefði breyst. Í slík- um aðstæðum þýðir ekkert annað en að sýna þolinmæði. Víkverji mælir með að vera vopnaður loftkælingu í þessum aðstæðum. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng. (Sálm. 69:31) Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.