Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 1
Forsendunefnd SA og ASÍ fund- aði í vikunni og komst að þeirri niðurstöðu að forsendur kjara- samninga væru brostnar. Forseti ASÍ segir ekki í boði að almennt launafólk beri ábyrgð eitt og sér á stöðugleika í landinu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Þetta samstarf er í sjálfu sér orðið ónýtt, þessi kjararáðsúrskurður hefur eyðilagt þetta samstarf,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en forsendunefnd sambands- ins og Samtaka atvinnulífsins kom saman á þriðjudaginn og fór yfir forsendur samninga. Gylfi segir að niðurstaðan væri að það væri staðfestur forsendubrestur, þá helst vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir febrúar- lok 2016 og kjararáðs- úrskurðanna tveggja sem hafa verið afar umdeildir. „Félagspólitískt vega ú rsk u rði r kjararáðs mun þyngra en hinir samningarnir,“ segir Gylfi en hann segir sambandið hafa meiri skiln- ing á samningum sveitarfélaga við kennara. „Það voru efnisleg rök fyr- ir þeim samningum, og þeir fá for- gang að sinni, en ekki til frambúð- ar þó. Aftur á móti voru engin rök fyrir hækkun kjararáðs,“ segir Gylfi en ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna hefur valdið mik- illi úlfúð í samfélaginu en hækkan- ir ráðherra, til að mynda, voru á pari við grunnlaun kennara, eða um 480 þúsund krónur. „Það er þá ljóst að ef stjórnvöld og sveitarfélög halda þessu til streitu, þá er sjálfkrafa slökkt á við- ræðum um nýtt samningamódel,“ segir Gylfi en ASÍ og SA hafa staðið meðal annars að SALEK-samkomu- laginu svokallaða. „Vinna við nýtt samningamódel heldur ekki áfram ef almennt launafólk á að bera ábyrgð eitt og sér á stöðugleika í landinu. Það er ekki í boði að vera með aðra launastefnu fyrir hina,“ bætir hann við. Gylfi segir félagsmenn ASÍ bíða átekta, þeir munu fara í samninga- viðræður á næsta ári. „Í ljósi þess að ríkið leiðir þetta svigrúm þá tel ég eðlilegast að þeir semji við sína starfsmenn fyrst,“ segir Gylfi en framundan eru samningar við lækna, grunnskólakennara og fé- laga í BHM. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 15. tölublað 8. árgangur Föstudagur 24.02.2017 Svo spyr Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna, sem stefnir á að sigra í kínversku ofurdeildinni með liði sínu, Jiangsu Suning. Hann segir í viðtali frá byltingu í kínverska fótboltanum og botnlausu flæði peninga í íþróttinni. Bls. 8 Kjararáð gerir út af við SALEK 18 Bjór jóga frá Þýskalandi á “Happy Hour” Bannað að sulla Lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljóna á hestasýningum Rekstur á Fákaseli gekk illa ÖSKUDAGSBÚNINGAR Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Tjarnarbíó í blússandi blóma Staður til að láta draumana rætast Falskar fréttir hafa áhrif á Íslandi Vatn á myllu þeirra sem eru á móti innflytjendum 12 25 4 4 6 Gylfi Arnbjörnsson segir það ekki í boði að almennir laun- þegar beri ábyrgð á stöðugleika í landinu. Af hverju mega landsliðsmenn spila fótbolta í Kína en ekki landsliðskonur? Umdeild upp- sögn fjármála- stjóra Fjalla- byggðar Kranavatn tvöfalt dýrara en bensín KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.