Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017
„Ég held að það þurfi að vera meiri
umræða um þetta, þá fer fólk inn
á söfn meðvitaðra um þessa mis-
skiptingu,“ segir Berglind Gréta
Kristjánsdóttir safnafræðingur,
um kynjahalla á íslenskum sýning-
um. Berglind skoðaði kynjahalla
á tveimur sýningum hér á landi í
lokaverkefni sínu í meistaranámi í
safnafræði og skoðaði með hvaða
hætti valdakerfi feðraveldisins
birtist innan safnanna.
„Ég fór á sýningarnar með það í
huga að skoða hvernig kynjahalli
kemur fram í þeim. Á Byggðasafni
Hafnarfjarðar var þessi halli sér-
staklega áberandi.“ Hún tekur sem
dæmi umfjöllun á Byggðasafni
Hafnarfjarðar um St. Jósefs spít-
alann sem rekinn var af nunnum
og er, að sögn Berglindar, eini
þáttur sýningarinnar sem fjallar
um konur. „Forstöðumaður spítal-
ans var nunna og þær gengu í öll
störf. Samt sem áður er undirtitill
umfjöllunarinnar á sýningunni
„læknarnir voru störfum hlaðn-
ir“. „Þannig verða karlarnir mið-
lægir í frásögninni í staðinn fyrir
nunnurnar,“ segir hún.
„Það væri auðveldlega hægt
að láta þessa frásögn snúast um
þær. Ég held að þetta sé alls ekki
meðvitað gert. Þetta er eitthvert
samfélagsmein og eitthvað í okkur
sem gerir það að verkum að þegar
settar eru upp sýningar eru karl-
ar í sviðsljósinu og þeirra saga er
miðlæg og konur eru til baka.“
Að sögn Berglindar væri hæg-
lega hægt að leiðrétta þennan
halla, til dæmis með því að nafn-
greina konur án þess að tengja
þær við karla og gefa gripum
tengdum konum meira vægi á
sýningum. | bsp
Saga karla upphafin á kostnað kvenna
Berglind Gréta safna-
fræðingur rannsakaði
kynjahalla á íslenskum
sýningum. Niðurstað-
an var að það hallaði
óhjákvæmilega á kon-
ur í sýningunum, sér-
staklega á Byggðasafni
Hafnarfjarðar en hún
segir hæglega vera
hægt að bæta úr þessu.
Ýmislegt er hægt að gera til þess
að gefa konum meira vægi á
sýningunum þar sem karlar
eru miðlægir, að sögn Berg-
lindar Grétu Kristjánsdóttur
safnafræðings. Mynd | Hari
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Á heimavist í úthverfi Kaíró hefur hin tvítuga Sara Mansour hreiðr-að um sig, en þar mun hún dvelja næstu fjóra
mánuðina. „Námið gengur mjög
vel, kennarinn segir að það sé
egypska blóðið í mér,“ segir Sara
sem útskrifaðist sem stúdent úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð í
desember síðastliðnum.
Tvö tungumál forréttindi
Sara, sem á íslenska móður og eg-
ypskan föður, hefur alist upp hér
á landi og talaði því að eigin sögn
litla sem enga arabísku þegar hún
flaug austur um haf. „Það eru mik-
il forréttindi að geta gert tilkall til
fleira en eins tungumáls. Mér þyk-
ir ógurlega vænt um fjölskylduna
mína í Egyptalandi en tungumála-
örðugleikar hafa verið vegartálmi í
samskiptum við þau.“ Sara kveðst
til dæmis varla hafa getað talað við
ömmu sína án milligöngu annarra
þar sem amma hennar talar enga
ensku. „Arabískan er gullfallegt
tungumál með langa sögu og er
sérstaklega mikilvægt tungumál
landfræðilega séð.“ Tungumál-
ið skiptir Söru einnig máli vegna
áforma hennar um störf í fram-
tíðinni. „Mig langar að vinna við
mannréttindavörslu í Mið-Aust-
urlöndum auk þess sem tungu-
málið er orðið eitt hið dreifðasta
vegna fólksflutninga síðari ára.“
Andlegt og líkamlegt ofbeldi
Foreldrar Söru kenndu henni að
vera meðvituð og stolt af uppruna
sínum. Það hefur þó stundum ver-
ið erfitt þar sem hún hefur orðið
fyrir andlegu og jafnvel líkamlegu
ofbeldi vegna uppruna föðurins.
Að hennar sögn hefur þó ýmislegt
áunnist síðustu árin og Íslendingar
farnir að líta frekar á innflytj-
endur sem part af samfélaginu
í stað þess að útskúfa þá. „Í dag
held ég að það sé óhætt að segja
að arabar og múslimar séu einn
ofsóttasti hópurinn í heiminum
og það áframhaldandi afleiðing
hræðilegra aðstæðna í mörgum
arabískumælandi löndum.“ Hún
segir ákveðið bakslag hafa orðið
fyrir araba síðustu árin að þurfa
að svara fyrir stríðshrjáð lönd og
hryðjuverk. Hún fær sjálf stundum
skilaboð sem segja henni að „fara
heim“ vegna þess hve virk hún
hefur verið að gagnrýna íslenskt
samfélag og fólk þá skipað henni af
landinu fyrst hún sé svona ósátt.
„Það særir mig djúpt að fólk vilji
ekki leyfa mér að vera bæði Ís-
lendingur og Egypti heldur krefjist
þess að ég velji annað hvort,’’ segir
Sara alvarleg.
Alþjóðlegum nemendum fækkar
„Í Egyptalandi er náungakærleik-
urinn mikill og allir vilja allt fyrir
mann gera. Ég horfi á hversu opin
og vinaleg samskipti eru stunduð
hérna milli ókunnugra og ber það
saman við okkur Íslendinga sem
erum svo lokuð og köld hvort við
annað.“ Skólinn sem Sara stundar
nám við er alþjóðlegur og segist
hún því búa í tiltölulega vernduðu
umhverfi. „Alþjóðlegum nem-
endum hefur þó fækkað töluvert
út af hræðsluáróðri fjölmiðla á
Vesturlöndum en raunverulega er
hér ekkert að óttast þó maður sé
hvergi eins öruggur og á Íslandi.“
Faðirinn helsti innblástur
Söru líkar dvölin í Egyptalandi
vel og íhugar lengja dvölina eða
snúa aftur síðar. „Rasisti þyrfti
ekki meira en fimm mínútur með
sumu fólkinu hér til þess að losa
sig við fordómana. Þess vegna eru
öflugri samskipti nauðsynlegur
þáttur í því að brjóta niður múr-
ana.“ Að sögn Söru gengur námið
sérstaklega vel hún lærir hratt
miðað við hve lítið hún kunni
þegar hún flaug út. „Ég kunni
orð yfir kisu, sem er gælunafn frá
pabba, og orðið yfir múlasna sem
hann notar þegar ég hef hegðað
mér illa.“ En Sara lítur mikið upp
til föður síns og telur hann vera
einn helsta innblástur sinn fyrir
aðlögun araba á Íslandi. Hann er,
að hennar sögn, lifandi dæmi um
að mismunandi menningarheim-
ar geti mæst á miðri leið. „Ólík-
ir bakgrunnar breyta engu í eðli
mannsins, við elskum öll á sama
tungumáli.“
Sara Mansour, sem á íslenska móður og egypskan föður, dvelst nú í Kaíró þar sem
hún lærir arabísku.
Náungakærleikurinn
mikill í Egyptalandi
Sara á íslenska móður og egypskan föður en hefur alist upp á Íslandi.
Hún dvelst nú í Kaíró þar sem hún lærir arabísku við þarlendan
háskóla og líkar dvölin sérstaklega vel. Hún segir það ekki alltaf hafa
verið auðvelt að eiga annan uppruna, en fólk segi henni stundum að
„fara heim“ ef hún gagnrýnir íslenskt samfélag.
Söru finnst Kaíró
yndisleg borg.
KJARVALSSTOFA Í PARÍS
er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar
fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar,
mennta- og menningarmálaráðuneytisins og
Seðlabanka Íslands.
Kjarvalsstofa er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá
Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja
greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn
Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast
við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2017 verða þau
522 € evrur á mánuði fyrir einstakling. Tekið skal fram
að úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna
fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að
jafnaði ekki verið lengri en 2 mánuðir.
Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum
Cité Internationale des Arts varðandi afnot af
húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til
að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn.
Stjórn Cité Internationale des Arts leggur áherslu á að
dvalartíminn sé vel nýttur í vinnu umsækjanda að list
sinni.
Auglýst er eftir umsóknum um afnot af Kjarvalsstofu
fyrir tímabilið 1. ágúst 2017 til 31. júlí 2018.
Sótt er um á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa
Menningar- og ferðamálasviðs í s. 411-6020
eða á netfanginu menning@reykjavik.is.
Stjórn Kjarvalsstofu í París
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Dreglar og mottur
fyrir dýr & menn
Margar
stærðir
og gerðir
PVC mottur 50x80 cm1.490
66x120 cm kr 2.750
100x150 cm kr 5.280
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Breidd: 67 cm
Verð pr. lengdarmeter
1.490
Breidd: 1 metri
Verð pr. lengdarmeter
1.780
3mm gúmmídúkur fínrifflaður
1.990pr.lm.
Einnig til 6mm grófrifflaður
kr. 3.490,-
Gúmmímottur margar
gerðir og stærðir,
verðdæmi 62x91cm
2.190
Bása gúmmímotta
(drain undir mottunni)
122x183cm x12mm
6.990