Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 28
Gott að borða bollu Bolludagurinn er á mánudaginn en mörg bakarí byrja að selja rjómabollur í dag. Taktu forskot á sæluna og nældu þér í eina alveg ómótstæðilega í hádeginu, með miklum rjóma. Gott að skíða Nú þegar snjórinn er loksins kominn á höfuðborgar- svæðinu er ekki úr vegi að taka fram gömlu gönguskíðin og ferðast þannig um götur bæjarins. Nýttu kvöldið í að græja þetta mál. Gott að sofa Slepptu því að hanga fyrir framan sjónvarpið langt fram á nótt og ekki fara á barinn. Farðu snemma að sofa og njóttu þess að vakna fersk/ur í fyrramálið. GOTT Á FÖSTUDEGI Segðu frá ... bestu bollunni Baldur Guðmundsson „Ég er mjög íhaldssamur þegar kemur að rjómaboll- um. Ég vil vatnsdeigs- bollu fyllta með Royal- búðingi með karamellubragði. Ég fæ brjóstsviða af miklum rjóma en búðingur er tóm hamingja. Ef súkkulaði- glassúrinn vantar er það frágangs- sök. Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Fríða Rós Valdimarsdóttir „Ég er mikil bollukona og finnst þessi dagur betri en jólin. Ég má ekki borða glútein svo ég baka mínar vatns- deigsbollur sjálf. Þær eiga bara að vera með rjóma og súkkulaði. Við erum nú þegar búin að baka fyrsta skammtinn og höldum líklega þrjú bollukaffiboð.“ Daníel Arnór Snorra- son „Bollurnar í Guðna- bakaríi á Selfossi. Bollurnar þar eru svona eins og zen búddistar, það er allt í fullkomnu jafnvægi og bollurnar færa þér innri frið og sálarró.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.