Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 Undirhlíð 2 Akureyri Hallarmúla 2 Reykjavík STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS* STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS* 49” 79.990 40”59.990 Tölvutek | Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 55”ULTRA HD 3840x2160 SNJALLARA 55” SJÓNVARPMEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX99.990 SNJALLARI GRÆJUR ÚRVALIÐ ER Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS* 1TB 49.990 | 1TB PRO 59.990 Ný kynslóð vinsælustu leikjatölvu í heimi, öflugri þynnri og léttari með HDR stuðningi! 39.990 PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR 500GB PS4SLIM VERÐ ÁÐUR46.990 ENGIRTOLLAR 49.990 FRAMTÍÐIN Í VR GLERAUGUM PS4 VR GLERAUGU Upplifðu framtíðina með Playstation VR sýndarveruleikagleraugum, einstök 3D upplifun! 1STK Á MANN:) FYRIR PS4 OG XBOX 12.990 Fislétt leikjaheyrnartól frá Plantronics með Flip- to-mute hljóðnema og mjúkum memory púðum. 9.990 AÐEINS200gr 24. FEBRÚAR 2017 - BIRT M EÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR, PRENTVILLUR OG M YNDABRENGL • Tölvutek er stæ rsta sérhæ fða tölvuverslun landsins í ferm etrum verslunarrým is talið, sam kvæ m t niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016 RIG500 Nota bjórflöskuna í jógaæfingar Sandra Dögg ætlar að kenna bjórþyrstum jóga á Kex. Sandra Dögg Jónsdóttir jóga- kennari ætlar að fara aðeins út fyrir hinn hefðbundna kassa í dag með því að leiða svokallað bjór jóga á Kex Hostel, í tengslum við árlega bjórhátíð sem fer fram um helgina. Um er að ræða hið fullkomna sport fyrir bjórþyrst jógaáhugafólk sem vill slá tvær flugur í einu höggi. „Ég var strax mikið til í þetta. Ég drekk reyndar ekki bjór sjálf, en allt sem léttir lundina, er aðeins út fyrir kassann og skemmtilegt, það er ég til í,“ segir Sandra hress í bragði. „Ég verð kannski bara með cider í flösku, því ég er ekki mikill áfengismann- eskja. En ég er hress og skemmtilegt samt,“ fullyrðir hún, og blaðamaður efast ekki um að sé rétt. Sandra ætlar að bjóða upp á hefð- bundnar hatha jógaæfingar og stöð- ur. „Þetta verður mjög hefðbund- ið og flækjustigið lítið af því að fólk verður með flöskuna við hönd. Þetta verður því að vera frekar einfalt.“ En Sandra mun láta þátttakend- ur nota bjórflöskurnar í æfingunum, svo það er líklega betra fá sér ekki of mikið í aðra tána áður en viðburð- urinn hefst. „Ég mun tvinna saman bjórinn og jógað. Láta fólk gera jafn- vægisæfingar og þá má auðvitað ekki sulla niður. Þetta verður því alveg krefjandi. En þetta verður aðallega til gamans gert. Þeir sem elska bjór verða endilega að koma og prófa. Bjór jóga er orðið þekkt sport víða um heim en það á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til Þýskalands. Sandra hefur ekki prófað jóga í þess- um dúr áður svo hún er sjálf spennt að prófa. „Það eru margir sem vita að þetta er til, hvað sem fólki finnst svo um þetta,“ segir hún og hlær.“ Sandra Dögg Jónsdóttir jóga- kennari mun leiða bjór jóga á bjórhátíð um helgina. Mynd | Hari En hvað segja jógafræðin um þessa blöndu af æfingum og áfengi? Er þetta ekki alveg bannað? Sand- ra skellir upp úr við spurninguna og svarið er í raun augljóst. „Ég er ekki viss um að þeim sem eru hvað and- legastar í stöðinni hafi litist á þessa hugmynd. En ég þyki líklega vera rokkarinn á staðnum og kannski ekki sú allra andlegasta, þannig eigandinn benti strax á mig,“ segir Sandra en hún kennir hjá jógastöð- inni Sólir. Bjór jógað hefst á hefðbundinni „happy hour“ klukkan 16.30 og stendur yfir í hálftíma. Íslensk „kosegruppa“ að hætti Skam Norræna húsið hefur óskað eftir þátttakendum í íslenska „kosegruppa“ að hætti Skam þar sem unglingar á aldrinum 14-17 ára hittast, borða pítsu og skipuleggja stærri Skam við- burð þann 30. mars. Hinir sívinsælu þættir Skam, eða Skömm, eiga sér aðdáend- ur langt út fyrir sína norsku landsteina. Ein af ástæðum vinsælda þáttanna er að áhorf- endur eiga bæði auðvelt með að tengja við persónurnar og höfundar þáttanna nota frum- legar leiðir til að kynna þátt- inn. Ísland er ekki undanskilið og eiga þættirnir sér aðdáendur víða hér á landi. Í þriðju þátta- röð Skam fer mikið fyrir hinni notalegu „kosegruppa“ þar sem unglingarnir hittast og bralla ýmislegt saman að frumkvæði hinnar forvitnilegu Vilde. Nú geta íslenskir unglingar líka mætt í sína eigin „kosegr- uppe“ þar sem Norræna húsið hefur óskað eftir þátttakend- um í íslenska útgáfu hópsins, sem ætlar að skipuleggja stærri Skam viðburð þann 30. mars. Þátttakendur í íslenska hópn- um verða að vera á aldrin- um 14-17 ára og munu hittast tvisvar til þess að skipuleggja viðburðinn, borða pítsu og drekka gos. Hópstjórinn mun tala norsku þannig unglingarn- ir geta spreytt sig á Skam tungumálinu. | bsp Ísfólkið hittir kisur Birna, Helga og Krist- ín blanda saman kis- um og eró- tískum ást- arsögum. Nýtt hlað- varp hefur fæðst inni á Alvarpi Nú- tímans sem blandar saman kött- um og erótískum ævintýrabókum. Í þessu forvitnilega hlaðvarpi sam- eina þær Birna, Helga og Kristín upplestur úr bókaflokknum Ísfólk- ið og kisum. Bækurnar um Ísfólkið eru stuttar, rósrauðar ævintýra- bækur sem fjalla um hið göldrum gædda Ísfólk og elskendur þeirra í Noregi. Til þess að komast að því hvar kettir koma inn í myndina verða áhugasamir að hlusta á þetta frumlega og skemmtilega hlaðvarp. | bsp

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.