Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 4
Helgi Júlíusson segir
að eignir Fákasels
verði nú seldar í
nauðasamningsferl-
inu eða að rekstrinum
verði haldið áfram í
breyttri mynd.
4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017
Skólamál Hópur fagaðila og
foreldrar fatlaðra barna safna nú
fyrir stofnfé til þess að fjármagna
nýjan skóla sem mun sérhæfa sig
í þjónustu fyrir fötluð börn með
fjölþættar þarfir.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Þetta er blandaður hópur af fag-
fólki og foreldrum barna með
sérþarfir,“ útskýrir Atli Magnús-
son, sérfræðingur hjá Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríksins. Hann,
ásamt Steinunni Hafsteinsdóttur
og Maríu Sigurjónsdóttur og hópi
foreldra fatlaðra barna, vinnur að
því að safna fé fyrir stofnun skóla
fyrir fötluð börn sem hefur verið
nefndur Arnarskóli. Atli lærði úti
í Bandaríkjunum og starfaði þá
hjá bandarískum skóla sem heitir
New England Center for Children,
þangað sem fyrirmyndin er meðal
annars sótt.
„Ég sat á fundi út af einhverfum
strák að vori til, þegar allir voru að
hugsa um að komast út í sumarið.
Þetta er árstími sem margar fjöl-
skyldur kvíða, því uppbrot er oft í
þjónustu við fötluð börn á þessum
tíma og þau mega illa við því,“ segir
Atli þegar hann lýsir hugmyndinni
að stofnun skólans. Skólinn er hugs-
aður sem samfellt úrræði þar sem
börn með sérþarfir geta verði bæði
í námi, frístund og svo í sumarstarfi
á einum og sama staðnum.
Hópurinn er þegar búinn að
safna fyrir helmingnum af stofn-
fénu, „en við erum ekki að leitast
við að græða á þessu, þess vegna
ætlum við að stofna sjálfseignarfé-
lag,“ segir Atli.
Atli segir að til standi að Arnar-
skóli deili húsnæði með almennum
grunnskóla þannig það sé hægt að
samþætta starfið báðum skólum til
hagsbóta. Mikill áhugi hefur ver-
ið á stofnun þessa skóla, bæði hjá
fulltrúum sveitarfélaga, foreldrum
fatlaðra barna sem og atvinnulíf-
inu. Bæði KPMG og Capacent hafa
styrkt þetta verkefni með ráðgjöf
og fleiri fyrirtæki heitið stuðningi.
Fyrir áhugasama er hægt að styrkja
framtakið hér, en það er KPMG
sem heldur utan um söfnunina, og
styrkir verkefnið með vinnu sinni.
kt. 590975-0449,
banki 0516-04-200426.
Hægt er að senda kvittun á:
thhauksdottir@kpmg.is
Safna fyrir skóla fyrir fötluð börn Atli Magnússon vinnur að því að stofna skóla fyrir fötluð
börn. Mynd | Hari
Kranavatn meira en
tvöfalt dýrara en bensín
478 kr.
Lítri af kranavatni
205 kr.
Lítri af bensíni
Rakel
Garðars-
dóttir
telur
líklegt að
vatnsflösk-
urnar endi í
ruslinu.
Mynd | Hari
Neytendur Íslenskt kranavatn
á flöskum er dýrara en bensín.
Bensínið er flutt langa leið til
landsins en vatnið er héðan. „Þú
myndir ekki ráðleggja neinum
að kaupa vatn á Íslandi, nema þú
vildir græða á honum,“
segir Rakel Garðarsdótt-
ir hjá Vakandi.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Íslenskt kranavatn hef-
ur verið gert að söluvöru
eftir að ferðamanna-
st raumurinn hófst.
Drykkjarvöruframleið-
endur bjóða kranavatn
til sölu í plastflöskum og
dósum í verslunum um
land allt. Á bensínstöðv-
um selst vatnið eins og
heitar lummur, enda al-
gengur viðkomustaður
útlendinga á ferð um landið, og alls
ekki allir ferðamenn meðvitaðir um
gæði íslensks kranavatns.
Í vikunni var verð hjá Olís á
vatni í hálfslítra plastflösku
239 krónur eða 478 krónur
lítrinn. Lítri af blýlausu 95
oktana bensíni kostaði hins-
vegar 205 krónur á sama
sölustað.
„Mér líst ekkert á þessa
þróun,“ segir Rakel
Garðarsdóttir,
forsvarsmað-
u r Va ka nd i,
samtaka gegn
matarsóun.
„Ég myndi
h a ld a að
hreint vatn
á krana sé
alltaf betra
en vatn á
f lösku. Þú
myndir ekki
ráðleggja neinum að kaupa vatn
á Íslandi, nema þú vildir græða á
honum. Mér finnst sorglegt ef ferða-
menn fá ekki að upplifa að drekka
tært íslenskt vatn úr krana.“
Rakel segir sölu á
vatni í plastf löskum
óumhverfis væna. „Þetta
er biluð sóun. Ferða-
menn eru langstærsti
markhópurinn í vatns-
sölunni og eins og endur-
vinnslumálum er háttað,
þá geta þeir ekki losað sig
við umbúðirnar nema á
grenndarstöðvum, sem
þeir þekkja fæstir til. Ég
held því að megnið af
flöskunum endi í ruslinu
og síðar í landfyllingu.“
Hún telur að gróða-
sjónarmið ráði ferðinni
og vísar í öfgafullt dæmi
af Hótel Adam þar sem
gestum var bannað að drekka
vatn úr krana, en þeir hvattir til
að kaupa sér flösku af vatni sem
reyndist vera kranavatn.
„Kannski ættu stjórn-
völd að setja upp skilti til
að hvetja ferðamenn til að
drekka úr krananum? Og
á sölustöðum eða á um-
búðum vatnsflasknanna
væri hægt að hvetja til
þess að fólk endur-
nýtti f löskuna
og fyllti á hana
með krana-
vatni.“
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatminn.is
Viðskipti/Lífeyrissjóðir Fjárfesta-
sjóður, sem er í meirihlutaeigu sjö
lífeyrissjóða, lánaði tugi milljóna
króna inn í hestafyrirtækið Fáka-
sel í Ölfusi sem þarf að hætta rekstri
vegna taps. Tap Fákasels á árunum
2014 og 2015 nam rúmlega 300
milljónum króna. 60 milljóna kröfu
fjárfestasjóðsins, Icelandic Tourism
Fund sem stýrt er af Landsbréfum,
var breytt í hlutafé í fyrra. Fjár-
festasjóðurinn er auk þess í eigu
ríkisbankans Landsbankans og
Icelandair Group sem er einnig að
hluta til í eigu lífeyrissjóða. Sjóð-
urinn hafði þá fjármagnað Fákasel
með lánum og námu lánveitingarn-
ar hærri upphæð en þessum 60
milljónum. Þannig var taprekstur
Fákasels að stóru leyti fjármagnað-
ur með almannafé.
Fákasel var opnað árið 2014 og
var markmiðið að vera með dag-
legar hestasýningar fyrir ferða-
menn allt árið um kring. Fyrirtækið
var staðsett á jörðinni Ingólfshvoli.
Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri
Icelandic Tourism Fund I, segir að-
spurður reksturinn hafi einfaldlega
ekki gengið upp. „Sú afþreying sem
var í boði virtist ekki höfða til nægj-
anlega stórs hóps ferðamanna og
þetta náði aldrei flugi hjá okkur: Við
náðum aldrei þeirri aðsókn og þeim
tekjum sem stefnt var að í upphafi.“
Aðrir fjárfestar sem tóku þátt
í stofnun Fákasels, meðal annars
Finnur Reyr Stefánsson, sem er
einn auðugasti maður landsins,
Guðmundur Ólason, fyrrverandi
forstjóri Milestone, fjárfestirinn
Hörður Bender, Haukur Harðarson
sem kenndur er við Orku Energy
og lögmaðurinn Jóhannes Sigurðs-
son, settu ekki meira fé í Fákasel í
árslok í fyrra þegar hlutafé félags-
ins var aukið með breytingu á kröfu
sjóðsins í hlutafé. Fyrir þetta hafði
Landsbréfasjóðurinn átt rúm 47
prósent í Fákaseli, félag Finns Reyrs
Stefánssonar átti rúm 20 prósent,
félag Guðmundar Ólasonar rúm 10
prósent og Haukur Harðarson átti
rúm 5 prósent.
Þarna, í árslok 2016, var ljóst að
félagið stæði mjög illa og stækkaði
eignarhlutur Iceland Tourism Fund
upp í rúm 90 prósent þegar lánum
þess var breytt í hlutafé og hlutur
hinna fjárfestanna rýrnaði niður
í 10 prósent. Þannig má segja að
taprekstur Fákasels endi að mestu
hjá félögum sem eru fjármögnuð
með almannafé þó endanlegt tap
af rekstrinum liggi ekki fyrir enn.
Helgi segir í samtali við Frétta-
tímann að hann vilji ekki gefa upp
hversu mikla fjármuni sjóðurinn
setti inn í Fákasel eða hversu mikið
tap sjóðsins af fjárfestingunni sé.
Helgi segir að nú standi yfir nauða-
samningsferli Fákasels og að ýmsir
kostir séu í stöðunni varðandi fram-
tíð félagsins. Hann segir að hugsan-
lega verði eignir félagsins seldar en
að „ekki sé útilokað“ að hægt sé að
halda rekstrinum áfram í breyttri
mynd þó ljóst sé að óbreyttur
rekstur gangi ekki upp.
Tekið skal fram að Icelandic
Tourism Fund hefur einnig fjárfest
í nýsköpunarverkefnum í ferðaþjón-
ustu sem byrja rekstrarsögu sína vel
og virðast vera góðar fjárfestingar,
til dæmis ísgöngin í Langjökli og
hvalasafnið í Reykjavík.
Töpuðu tugum
milljóna á Fákaseli
Fákasel bauð upp á daglegar hestasýningar
og fjármagnaði sjóður Landsbréfa, sem er
að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapreksturinn
með lánum.
Rekstur hestabúgarðsins Fákasels gekk illa og hann hættir. Lífeyris-
sjóðirnir voru meirihlutaeigendur í gegnum fjárfestingarsjóð. Fram-
kvæmdastjóri sjóðsins vill ekki gefa upp tap hans eða heildarlán-
veitingar inn í Fákasel.
Fákafeni 9 | sími 553 7060
Opið mánud. - föstud. 11-18 & laugard. 11-16
www.gabor.is | facebook.com/gaborserverslun
Alþingi Frumvarp dómsmála-
ráðherra um millidómstig var
afgreitt úr allsherjar- og mennta-
málanefnd í gær í ósætti þar sem
ekki náðist samkomulag um að
sett yrði inn árétting um að farið
yrði að jafnréttislögum við skipan
fimmtán nýrra dómara í lands-
rétt.
Sigríður Á. Andersen dómsmála-
ráðherra hefur lýst því yfir að það
sé ekki til velfarnaðar fallið að
huga að kynjasjónarmiðum við
skipun dómara. Áhersla hefur
verið lögð á að ná þverpólitískri
sátt um frumvarp um millidómstig
en það reyndist ekki unnt sökum
þessa. Andrés Ingi Jónsson, þing-
maður VG, segir að minnihlutan-
um hafi þótt rétt að árétta að farið
yrði að jafnréttislögum í ljósi um-
mæla ráðherrans. Ekki hafi náðst
að sætta þessi sjónarmið inni í
nefndinni. „Þetta var ekki neinn
hitafundur en menn eru bara
ósammála um þetta atriði, augljós-
lega.“ | tka
Afgreitt í ósætti
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG,
segir að minnihlutanum hafi þótt rétt
að árétta að farið yrði að
jafnréttislögum.