Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 LAGERSALA LÍN DESIGN LAUGAVEGI 176 LAUGAR- O G SUNNUD AG KL. 10 -17 KL.1 1-17 Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka Þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku Umsóknarfrestur er til 15. mars 2017 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is útgáfu- og þýðinga styrki Donald Trump Bandaríkjaforseti var staðinn að lygum um atburði í Svíþjóð sem tengjast innflytjendum og múslímum. byggja þá skoðun að innflytjend- ur í Svíþjóð fremji fleiri glæpi og séu meira til vansa en Svíar. Sænskir fjölmiðlar tættu myndina í sig eft- ir að mál Trumps kom upp og var bent á fjölmargar villur sem komu fram í henni þar sem ætlunin var að mála upp dökka upp mynd af innflytjendum í landinu. Ekkert í heimildamyndinni benti þó til að eitthvað hefði gerst í Svíþjóð daginn áður eins og Trump hafði sagt. Orð Trumps vöktu sterk við- brögð í Svíþjóð og spurði Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, meðal annars að því hvað Donald Trump hefði verið að reykja og benti á að helmingi fleiri morð hefðu verið framin í sýslunni í Flórída-fylki þar sem hann hélt ræðuna en í Svíþjóð í fyrra. Í stuttu máli var þetta til- felli enn eitt dæmið um það að Donald Trump er staðinn að því að fara með rangt mál opinberlega, ljúga hreint út og eða bulla og leit hann vægast sagt illa út fyrir vik- ið. Lygar Trumps í þessu tilfelli byggðu á illa unninni og áróðurs- kenndri sjónvarpsmynd sem var full af staðreyndavillum og sjálf í raun því „fölsk frétt“ eins og grein Ivans í Makedóníu. Reynt að sanna sýn Trumps Í kjölfar þessarar umræðu reyndu margir andstæðingar múslíma og innflytjenda víða um heim að styðja og styrkja orð Trumps um Svíþjóð með því að vísa til óeirða sem brutust út í hverf inu Rynke- by í Stokkhólmi í byrjun vikunnar og eins með því að vísa til þess hvernig staðan í borginni Malmö væri orðin út af fjölda innflytj- enda þar. Þetta var líka raunin á Íslandi þar sem Eyjan sagði frétt um óeirðirnar í Rynkeby sem Jón Valur Jensson deildi á Facebook með orðunum: „Óeirðaseggirnir í Stokkhólmi voru fljótir að afsanna RÚV-ruglið sem gekk út á það á ekkifréttastofunni um helgina að rengja og rangfæra orð for- seta Bandaríkjanna eins og þeim væri borgað fyrir það, og raunar var þeim einmitt borgað fyrir það – af íslenzkum skattgreiðendum, sem eru ekki aðeins hlustendur og þolendur rangtúlkana og falsfrétta RÚV, heldur einnig „heiðraðir“ með því að vera kostun- araðilar lygafrétt- anna!“ Útvarp Saga tók svo meðal annars viðtal við íslenska konu sem er búsett í Malmö. Guðmundur Franklín Jónsson, fyrr- verandi forvígismaður Hægri grænna og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisf lokksins, tók meðal annars viðtalið upp á Facebook og sagði: „Viðtal við Íslending sem lýs- ir ástandinu í Malmö. Hælisleitend- ur búnir að hertaka nokkur hverfi og íbúar þora ekki út á kvöldin. Rán, nauðganir og morð. Hvar eru viðtölin á RÚV við vini þeirra í Sví- þjóð?“ Á samfélagsmiðlum, und- ir færslu Guðmundar Franklíns, spurði einn einstaklingur líka: „Hafði Trump ekki rétt fyrir sér?“ og staðhæfði ein kona að innflytj- endurnir væru að „koma sér fyrir og taka öll völd“. Þannig varð kúkur og piss eit- urlytjendaneytenda í kirkju í Sví- þjóð að hatursfullri umræðu um múslíma og innflytjendur í Banda- ríkjunum og rangfærslur Donalds Trumps um Svíþjóð leiddu til þess að fólk á Íslandi, sem er andsnúið innflytjendum, gaf sér að samfé- lagslegir atburðir þar í landi væru innflytjendum og eða múslimum að kenna. Á endanum er rótin að allri þessari umræðu tilbúningur, rangfærslur, ýkjur, lygar og rugl um Svíþjóð sem notað er sem vatn á myllu þeirra sem eru á móti inn- flytjendum og múslímum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.