Fréttatíminn - 24.02.2017, Side 40
Andleg heilsa móður á meðgöngu
hefur áhrif á heilsu barnsins. Álag
og mikil streita á meðgöngu getur
skaðað þroska barnsins. Hér eru
fimm ráð sem verðandi mæð-
ur geta gripið til, til að stuðla að
bættri heilsu barns og móður.
Talaðu við barnið
Finnst þér skrýtið að tala við
bumbuna? Það er alveg óþarfi því
það er ein leið til að mynda tilfinn-
ingaleg tengsl við barnið þótt það
sé enn í móðurkviði. Sumir halda
því fram að það stuðli að friðsælli
meðgöngu.
Leggðu þig oft
Vel úthvíldar mæður eru betur í
stakk búnar til að takast á við álag-
ið sem fylgir meðgöngu en of mik-
ið álag getur haft neikvæði áhrif á
barnið.
Myndaðu tengsl
Athugaðu hvort það eru einhverjir
mömmuklúbbar í grennd við þig.
Margar mæður hópa sig saman á
netinu og mynda mömmuklúbba
til að sýna hver annarri stuðning.
Syngdu fyrir barnið
Heyrn þróast á 18. viku meðgöngu.
Söngur hjálpar þér og barninu að
slaka á og þannig lærir barnið að
þekkja röddina þína.
Vertu skapandi
Farðu í mömmuleikfimi eða með-
göngujóga, skrifaðu í dagbók,
teiknaðu eða eldaðu eitthvað nýtt.
Nýttu meðgönguna til að gera eitt-
hvað sem nærir sálina.
5 góð ráð fyrir verðandi mæður
Ekki fresta
neyslu
hugsanlegra
ofnæmisvalda
Áður var ráðlagt að ekki ætti að
gefa ungbörnum sem eru í hættu
að fá ofnæmi sökum erfða eða
ungbörnum sem eru með exem
ofnæmisvaldandi fæðu fyrr en í
fyrsta lagi um sex mánaða ald-
ur. Nú hefur það breyst, ekki er
lengur talin ástæða til að fresta
neyslu hugsanlegra ofnæmis-
valda. Móðir með barn á brjósti
ætti ekki að útiloka fæðutegundir
úr eigin mataræði í því skyni að
fyrirbyggja ofnæmi hjá barninu.
Þekking í dag bendir til þess að
það að móðir forðist ákveðnar
fæðutegundir verndi ekki gegn,
eða seinki, ofnæmi og óþoli hjá
barni.
Ef hún hefur sjálf greinst með
fæðuofnæmi þarf hún eingöngu
að útiloka þær fæðutegundir sem
hún er sjálf með ofnæmi fyrir og
þá vegna eigin heilsu.
Ekki bíða eftir
að brjóstið
fyllist
Ráð til að auka mjólkina og
hjálpa barninu að þyngjast.
Gefðu barninu brjóst nokkrum
mínútum eftir að síðustu brjósta-
gjöf lauk til að það fái meira af fit-
unni í móðurmjólkinni. Rannsóknir
hafa sýnt að því styttra sem er á
milli brjóstagjafa því meiri fita er í
mjólkinni. Sem þýðir að ef barninu
er boðið brjóst nokkrum mínút-
um eftir síðustu gjöf, þá fær það
meira af mjólkurfitu sem hjálp-
ar því að þyngjast. Þetta á við
jafnvel þó að móðurinni finnist
brjóstið hafa verið tæmt eftir síð-
ustu gjöf og þurfi að fyllast aftur
af mjólk. Auk þess sem barnið
örvar brjóstið sem eykur mjólkur-
framleiðslu.
Nýjustu rannsóknir sýna að móðir sem
forðast ákveðnar fæðutegundir fyrir-
byggir ekki ofnæmi hjá barninu.
12 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017HEILSA MÓÐUR&BARNS
Nurofen Apelsin
Íbúprófen mixtúra fyrir börn
á aldrinum 6 mánaða til 12 ára
Nurofen Junior Appelsín 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Innihaldsefni: Íbúprófen. Ábendingar: Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum. Til skammtímameðferðar gegn
hita. Til inntöku. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 7 kg. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé
þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
• Hitalækkandi
• Verkjastillandi
• Bólgueyðandi
Fæst án lyfseðils í apótekum
Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær
á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna
gætir í allt að 8 klukkustundir
Nurofen 4x30 copy.pdf 1 22/02/17 15:49