Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 38
10 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017HEILSA MÓÐUR&BARNS Silkimjúkar úrvalsbleyjur sem fara vel með viðkvæma húð Libero Touch hafa fengið góðar viðtökur hér á landi og eru væntanlegar í stærðum 3-6. Unnið í samstarfi við Libero á Íslandi Það er óhætt að segja að Libero Touch bleyjurnar hafi fengið góðar viðtökur hér á landi á síðustu mánuðum. Margir hafa spurst fyrir um stærri stærðir og því er gleðiefni að til- kynna að fyrsta sendingin af Libero Touch í stærðum 3-6 er á leiðinni til landsins og verða bleyjurnar fáan- legar í verslunum í mars. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru Libero Touch úrvalsbleyjur sem eru mun mýkri og leggjast þægilega að líkamanum svo barnið er umvafið notalegri viðkomu. Þessar bleyjur voru afrakstur tveggja ára sköpunar og þróunar í þró- unarmiðstöð Libero í Gauta- borg og tóku nokkur hundruð foreldrar og börn þátt í að reyna að skapa hina fullkomnu bleyju og niðurstað- an var silkimjúkar bleyjur sem fara vel með viðkvæma húð. Á fyrsta árinu af lífi sínu eyða börn næstum 24 klukkustundum á dag í bleyju svo gæðin, mýktin og rakadrægnin skiptir jú miklu máli. Hver þráður í Libero Touch bleyjun- um hefur verið valinn sérstaklega og metinn sem besti kosturinn til þess að umvefja lítil kríli þægindum og sýna þeim umhyggju. Bleyjurn- ar eru einnig umhverfisvænar og bera svansmerkið sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að svansmerkt vara er betri fyrir um- hverfið og heilsuna og að bleyjurnar innihaldi hvorki ilmefni né krem af nokkurri sort. Strangar kröfu r Svansins trygg ja að svansmerkt va ra er betri fyrir umhverfið og heilsuna og að bleyjurna r innihaldi hvorki ilmefni n é krem. Meðgönguleikfimi og mömmutímar Í World Class er fjölbreytt úrval af tímum og dekri fyrir barnshafandi konur og þær konur sem hafa nýlega eignast barn. Unnið í samstarfi við World Class. World Class hugsar sérstaklega um konur sem eru barnshafandi með tímum sem heita meðgönguleikfimi. Einnig er boðið upp á tíma sem heita mömmutím- ar en báðir tímarnir njóta mikilla vinsælda. Í meðgönguleikfiminni er lögð áhersla á að styrkja þá vöðva sem mest álag er á með- an á meðgöngu stendur og við fæðinguna sjálfa, bak og mjaðma- svæði. Þórdís Anna Hermannsdóttir er meðgönguleikfimikennari hjá World Class. „Meðgönguleikfimi er fyrir kon- ur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Þjálfun á meðan á meðgöngu stendur stuðlar að meiri vellíðan og betri líkamsstöðu. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á minni þreytu, minni bjúg og styttri fæðingartíma hjá konum sem stunda hreyfingu á meðgöngu,“ segir Þórdís. Í World Class er fjölbreytt úrval af tímum og dekri fyrir barns- hafandi konur og þær konur sem hafa nýlega eignast barn. Þórdís segir að meðgönguleik- fimi sé fyrir allar óléttar konur. „Æfingarnar taka mið af þeim breytingum sem eiga sér stað á meðgöngu og eru aðlagaðar að formi hverrar konu og að því hversu langt þær eru gengnar. Það er mjög gott andrúmsloft í tímunum og konurnar ná vel saman.“ Þórdís segir að sín reynsla sýni að konur styrkist með hverjum tíma og verði orkumeiri. Aðrir tímar sem Þórdís hefur verið að kenna eru svokallaðir mömmutímar. „Mömmutímar eru hannaðir til að koma konum aftur í form á ör- uggan hátt eftir barnsburð. Konur geta mætt með litlu krílin með sér og sinnt þeim eftir þörfum,“ segir Þórdís. Hún hvetur að lokum allar kon- ur til þess að stunda hreyfingu meðan á meðgöngu stendur því kostir þess séu ótvíræðir. Hjá Laugum Spa er sérstakur nuddbekkur ætlaður konum sem eiga vona á sér. Þar er einnig í boði nudd fyrir nýbakaðar mæður þar sem þær geta látið dekra við sig og láta spennu og þreytu líða úr sér. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.worldclass.is. Þórdís Anna Hermannsdóttir hvetur konur til að stunda hreyfingu á meðgöngu. Í World Class eru vinsælir tímar sem kallast meðgönguleikfimi og mömmutímar. Mynd | Hari Unnið í samstarfi við ATC Nuby hefur með áralangri reynslu sinni og þrotlausri vinnu þróað náttúrulega línu af hreinsi- og snyrti- vörum sérstaklega með velferð barnsins þíns í huga. Nuby All Natural línan inniheldur Citroganix sem unnið er einungis úr náttúrulegum efnum eins og appel- sínuberki af Murcia appelsínum. Citroganix er nýtt efni sem hefur þrjá megin eiginleika: • Það virkar 99,999% gegn bakteríum, sýklum, sveppum og frumdýrum. • Allt að 4 klukkustunda virkni eftir notkun. • Citroganix er náttúrulegt efni og er án alkóhóls, parabena, fen- oksyetanols og talkúms. Snudduþurrkur Með Nuby All Natural snudduþurrkunum er nú hægt að þrífa snuð og nagdót á ferðinni án þess að þurfa að skola þau á eftir. Klútarnir eru sérstak- lega áhrifaríkir í baráttunni við bakteríur. Þessir klútar eru algjörlega náttúruleg- ir og virka á þann hátt að ekki er þörf á að skola eftir þrif og eru því frábærir fyrir fólk þegar það er á ferðinni með Öruggar og skaðlausar vörur fyrir barnið þitt Náttúruleg vörulína sem verndar, græðir, róar og sótthreinsar. barnið. Af þeim er vægt vanillu- mjólkurbragð til að tryggja að barnið geti tekið snuðið aftur án vandkvæða. Þú getur notað sömu aðferð við þrif á nagdóti, skeiðum, leikföngum og öðru sem barnið set- ur í munninn. Geirvörtukrem Nuby All Natural Citroganix geir- vörtulanolin er hannað bæði fyr- ir móður og barn. Lanolin gefur mikinn raka og myndar verndandi himnu sem hjálpar til við að græða sprungnar geirvörtur. Citroganix Nuby brjóstakremið græðir sárar geirvörtur. Fyrir bossann Nuby All Natural Citroganix bossakremið er með 15% zinc oxide verndarhjúp. Zink hjálpar til við að vernda viðkvæma bossa gegn þvagi, hægðum og núningi frá bleyju. Það sem gerir þetta bossakrem öðruvísi en önnur er algjör- lega náttúruleg blanda af sótthreinsandi eiginleikum ásamt öðrum náttúrulegum efnum sem eru sérstaklega valin vegna eiginleika þeirra til að vernda, mýkja, veita raka og róa. Nuby All Natural Citroganix blautþurrkurnar eru rakagef- andi, róandi og hjálpa til við að vernda barnið þitt gegn bleyju- útbrotum. Blautþurrkurnar eru framleiddar í samvinnu við húðlækna við hæstu kröfur. Þær eru mjúkar en sterkar. Blautþurrkurnar hreinsa, róa og mýkja viðkvæma húð. Fyrir tennur og góm Nuby All Natural Citroganix tann- vörurnar eru algjörlega náttúrulegar og draga skjótt úr sársauka sem einkennir stundum tanntöku hjá litlum krílum. Í boði er tanntökugel, hreinsigel og tannkrem. Allar vörurnar eru með sótthreinsandi áhrif gegn sýklum sem valda tann- skemmdum og það er fullkomlega skaðlaust fyrir barnið að kyngja þeim. Náttúruleg efni draga úr sársauka og róa viðkvæma góma. Byrjar þriðjudagskvöldið 7 mars n.k. frá kl. 18.00 - 21.00. Ef þú hefur áhuga á að vinna sjálfsstætt eða nýta þessa áhrifamiklu meðferð fyrir sjálfa þig og þína nánustu. Skoðaðu þá heilsusetur.is og hafðu samband við okkur í síma 8969653 /eða á thorgunna.thorarinsdottir @gmail.com fyrir 1 mars n.k. Kennsla eitt kvöld í viku og aðeins 6 manns í hóp. Faglærður kennari með yfir 30 ára reynslu. Nánari upplýsingar:heilsusetur.is og 896-9653 Baknudds- námskeið Helgina 30. apríl - 1. maí næstkomandi. Verð 32.000 kr. með olíu og bæklingi. Nám í Svæða-og Viðbragðsmeðferð

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.