Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 Sköpun falskra frétta sem miða að því einu að fá fólk til að smella á fréttirnar á netinu er orðin iðnaður. Sænska blaðið Dagens Nyheter rakti eina slíkra falska frétt um Svíþjóð og innflytjendur til kjallara í bæ í Makedóníu og sagði söguna um áhrif fréttarinn- ar. Donald Trump Bandaríkja- forseti byggir heimsmynd sína að hluta til á fölskum fréttum úr áróðursmiðlum sem hann svo endurtekur opinberlega. Falskar fréttir hafa sín áhrif á Íslandi eins og annars staðar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Ég hef gert það að starfi mínu að reyna að átta mig á því hvað fólk í Bandaríkjunum vill lesa,“ segir Makedóníumaðurinn Ivan Stan- kovic í viðtali við sænska dagblað- ið Dagens Nyheter. Stankovic vinn- ur við það að búa til falskar fréttir, uppspuna sem oft snýst um að ala á kynþáttahatri og -fordómum. Fyrir vikið fær Stankovic fólk inn á heimasíðuna sem hann rekur og selur auglýsingar inn á: Hann fær um sex krónur fyrir hvert klikk á hverja auglýsingu. Stankovic segist reyna að finna efni sem „allir vilja deila með vinum sínum“ og klikka á: Donald Trump, íslam, múslímar og Melania Trump, svo dæmi séu tekin. Viðtal við Stankovic var birt í sænska blaðinu í grein um síðustu helgi þar sem uppruni falskar frétt- ar um að hópur múslima sem væru flóttamenn hefði stundað sjálfsfró- un, pissað og kúkað inni í kirkju í borginni Kristianstad á Skáni var rakin til heimasíðu hans, Focus News. Fréttinni var deilt 110 sínum á Facbook og náði til rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamanna. Rúm- lega 300 af þessum 3000 klikkuðu á eina af auglýsingunum á heima- síðu Ivans og fékk hann samtals um 200 sænskar krónur, rúmlega 2500 íslenskar krónur, frá aug- lýsendum fyrir vikið. Vinnur við að afvegaleiða fólk Ivan, sem er 25 ára, býr í bænum Kumanovo í Makedóníu og rekur Focus News úr kjallaranum heima hjá pabba sínum. „Ég er búinn að vera atvinnulaus í fjögur ár. Þannig að þetta er fullkomið fyrir mig. Ég get setið heima og grætt peninga og meira að segja reykt á sama tíma.“ Þessi frétt sem Ivan skrifaði um kirkjuna í Kristianstad gekk óvana- lega vel hjá honum. Það sem hann gerði var að taka sænska frétt sem var sönn um að „nýir viðskipta- vinir“ hefðu fróað sér, kúkað og pissað í kirkju og segja að um væri að ræða múslíma sem væru inn- flytjendur. Fréttin var því rétt í grunninn – atburðirnir í kirkjunni áttu sér stað – en hann skáldaði upp hverjir það voru sem „vanhelg- uðu“ kirkjuna eins og það var orð- að til að fá Bandaríkjamenn til að klikka á fréttina og þar með græða peninga á sölu auglýsinga. „Nýju viðskiptavinir“ kirkjunnar í Kristianstad, sem staðarblað þar í borg sagði, frá voru í raun fíkni- efnaneytendur sem leituðu skjóls undan vetrarkuldanum í kirkjunni og maðurinn sem fróaði sér þar inni var sænskur fíkniefnaneyt- andi sem búið hafði lengi í borginni en sem lést fyrir nokkrum árum. Þeir skildu líka eftir sig umbúðir utan af skömmtum af meþadoni sem þeir fengu frá nærliggjandi meðferðarklíník. Ekki stóð því steinn yfir steini í fréttaflutningi Focus News enda var það ekki ætl- unin: Múslímar og innflytjendur komu hvergi nærri þeim atburðum sem var lýst og virðast atburðirnir í einhverjum tilfellum hafa verið nokkurra ára gamlir. Greinin í Dagens Nyheter er merkileg fyrir þær sakir að hún sýnir með mjög skýrum hvernig falskar fréttir verða til og hvaða áhrif þær hafa. Hún sýnir líka og útskýrir hversu auðvelt það er fyr- ir þá sem vilja búa til slíkar frétt- ir að gera það því Stankovic lýsir því hvernig hann lærði fag sitt af myndböndum á Youtube. Sannleikurinn skiptir ekki máli Í greininni er viðtal við bandarísk- an mann, Michael, sem býr á Flór- ída og er stuðningsmaður Dona- lds Trumps. Michael segir frá því eftir að blaðamaðurinn segir hon- um sannleikann í kirkjumálinu að hann telji samt líklegt að það hafi verið múslímar sem vanhelguðu sænsku kirkjuna. Yfirvöld í Svíþjóð vilji hins vegar ekki að reiði bein- ist að múslímum og því hafi verið fundin annar sökudólgur sem hafi verið kennt um í málinu. „Maður vanhelgar ekki hús Guðs. Múslím- arnir hata kristna menn, ok. Íslam snýst eiginlega bara um pólitík. Það hefur ekkert með trúarbrögð að gera, jafnvel þó þeir vilji að þetta líti þannig út. Þeir hafa sagt að þeir muni taka yfir allan heim- inn. Ef þú lest Kóraninn þá stendur það þar. Ég veit ekki alveg hvar en þetta stendur þarna.“ Sannleikurinn skipti Michael því engu máli því hann ákvað að trúa frekar því sem hann vildi í stað þess sem var satt. Tengingin við ræðu Trumps Grein Dagens Nyheter var birt um svipað leyti og Donald Trump Bandaríkjaforseti vísaði til ótil- greindra atburða í Svíþjóð í ræðu til stuðnings þess að gæta ætti að fjölda innflytjenda. Svo virtist sem Dona- ld Trump hafi haldið að hryðjuverk hafi verið framið í Svíþjóð eftir að hann sá heimildarmynd um inn- flytjendur og glæpatíðni í landinu á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News á föstudagskvöldið í síðustu viku. „Þið sáuð hvað gerðist í Sví- þjóð í gær.“ Heimildamyndin var í áróðursstíl og var ætlað að undir- Þannig verða fölsku fréttirnar til Ekki stóð því steinn yfir steini í fréttaflutningi Focus News enda var það ekki ætlunin: Múslímar og innflytjendur komu hvergi nærri þeim atburð- um sem var lýst og virðast atburðirnir í einhverj- um tilfellum hafa verið nokkurra ára gamlir. Fyrir fölsku fréttina um múslímana í sænsku kirkjunni fékk Ivan Stankovic í Makedóníu rúmlega 2500 krónur. Hann sést hér í kjallaranum þaðan sem hann skrifar fréttir sem hafa það að markmiði að vera smelludólgar (clickbait) fyrir Bandaríkjamenn. ORKUSTOFNUN Orka til breytinga Hlutur vindorku og vatnsorku í orkustefnu Noregs til 2030 - Auðlindir, kostnaður og leyfisveiting Miðvikudaginn 1. mars kl 15:00 - 16:00 Fyrirlesarar frá NVE: David Edward Weir og Fredrik Arnesen frá Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE) Skráning á fundinn er á os.is Fyrirlestrar verða í Orkustofnun, 1. hæð, Grensásvegi 9, Reykjavík Fundurinn verður sendur beint út á netinu, sjá upplýsingar á vef os.is Kynningarfundur Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is David Edw rd Weir og Fredrik Arnesen

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.