Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 sjálfstæða og metnaðarfulla at- vinnuhópa í sviðslistum. Sviðs- listafólki með fjölbreytta menntun fjölgar jafnt og þétt og þetta fólk verður að geta látið drauma sína rætast. Tjarnarbíó á að vera stað- urinn til þess.“ Ekkert listrænt fikt Einu sinni á ári er auglýst eft- ir hugmyndum að verkefnum í Tjarnarbíói og Friðrik segir rýni á hugmyndum fyrir næsta leikár standa fyrir dyrum á næstu dög- um því að umsóknarfresturinn rann út um síðustu helgi. „Það kemur þá í hlut fram- kvæmdastjóra og stjórnar menn- ingarfélags Tjarnarbíós að fara yfir þessar umsóknir. Reglurnar um allt þetta eru sýnilegar á vefnum hjá okkur og við gefum einfaldlega einkunnir með verkefnum eftir ákveðnu kerfi. Þegar leikhóparnir eru síðan komnir hingað inn með verkefni sín komum við lítið að eiginlegum undirbúningi og þró- un verkanna. Við fylgjumst með af hliðarlínunni og gefum fólki frjálsar hendur. Hvað listræn atriði varðar fiktum við ekkert í verk- efnunum sem hingað koma. Við lítum inn í ferlið á ákveðnum tíma- punktum, kannski eins og þrisvar eða fjórum sinnum, en hjálpum síðan til við markaðssetningu og kynningu á verkefnunum.“ Að eiga erindi Tjarnarbíó er líflegt leikhús þó að uppfærslurnar séu yfirleitt ekki eins miklar um sig og verða vill í stóru leikhúsunum tveimur í Reykjavík, Þjóðleikhúsi og Borg- arleikhúsi. Friðrik segir Tjarnar- bíó ekki endilega sjá sig í beinni samkeppni við það sem þar fer fram, þó að vitanlega séu allir þeir sem bjóða fram dagskrá í menn- Meistari Þórbergur á svið Nýjasta sýningin í Tjarnarbíói, sem frumsýnd var á fimmtu- dag, er sýning leikhópsins Edda Productions þar sem rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson er umfjöllunarefnið. Leikgerð verksins er unnin af hópnum upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréfi til Sólu ásamt fleiri bókum þessa ástsæla höfundar. Í verkinu er skyggnst inn í umskiptinga- stofuna hjá Þórbergi og Mar- gréti, ungur maður tekur hús á skáldinu, ferðast með því í gegnum tíma og rúm. Þórberg- ur fræðir hann um allífið og tilveruna en undir niðri leynist djúpstæður harmur. Það er Edda Björg Eyjólfs- dóttir sem leikstýrir verkinu, en Friðrik Friðriksson, sem hefur tekið sér frí frá önnum framkvæmdastjóra Tjarnarbíós á æfingaferlinu, fer með hlut- verk Þórbergs. Með önnur hlut- verk fara Birna Rún Eiríksdótt- ir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. ingarlífi landsins að keppa um sömu frístundirnar hjá gestum sínum. „Það er auðvitað hjá okkur eins og annars staðar í menningarlíf- inu að kúnnahópurinn er einkum konur 35 ára og eldri,“ segir Frið- rik. „Þær kaupa miðana í leikhús- in og stýra oftar en ekki „menn- ingarneyslu“ heimilanna. Konur halda uppi menningarlífinu í landinu en hins vegar reynum við að höfða til breiðs hóps og ég tel við að við náum að gera það. Um- fjöllunarefni sýninganna hér eru fjölbreytt og síðan erum við auð- vitað með barnasýningar og inn á milli skjótum við inn uppistandi og hinu og þessu.“ Spurning um fjármagn Sviðið í Tjarnarbíói er ekki stórt og það sníður vitanlega sýningunum þar á bæ ákveðinn stakk. „Fjár- magn til sjálfstæðra leikhópa er takmarkað þannig að sýningar verða oft fámennari og umgjörðin að einhverju leyti minni. Þetta næst með því að fólk í þessum geira er oft að gefa verulega eft- ir í vinnu sinni þegar horft er til launanna. Löngunin til að skapa er hins vegar sterk. Það sem hins vegar gerist í svona ástandi, þegar verkefni eru undirfjármögnuð, er að ungt fólk getur þetta á meðan það er barnlaust og gráðugt, en svo hægt og rólega missum við hæfileika úr stéttinni því að fólk endist ekki lengi í þessu basli og baráttu, sérstaklega í þessu sjálf- stæða umhverfi.“ Friðrik telur að takmark- að fjármagn, lítið svið og minni möguleikar á tæknilegum sjón- hverfingum geri það að verkum að listafólkið í Tjarnarbíói þurfi að fókusera rækilega á innihald og erindi verkanna. „Leikhús er ekki bara froða og fólk verður að hafa eitthvað að segja. Sum verkanna hjá okkur í vetur hafa haft skýrt samfélagslegt erindi, hér hefur til dæmis verið fjallað um heim súlu- dansmeyja og ástandið í heilbrigð- iskerfinu svo eitthvað sé nefnt. Inn á milli er nauðsynlegt að hafa sýn- ingar sem sprengja einhver kýli.“ Og dagskráin við Tjörnina er þétt. „Hér er oftast líf í húsinu frá morgni til kvölds. Núna er til dæmis verið að æfa tvö verk hér í salnum og svo eru sýningar í gangi þess á milli. Þessi vinnustaður er oft eins og fínasta umferðarmið- stöð, nóg af fólki sem er auðvitað frábært. Svo erum við með æfinga- rými og vinnustofur þannig að hér er líka skjól til að vinna að verkefn- „Það er alveg ljóst í okkar huga hvað við viljum gera. Við erum vettvangur fyrir sjálfstæða og metnaðarfulla atvinnuhópa í sviðslistum. Sviðslista- fólki með fjölbreytta menntun fjölgar jafnt og þétt og þetta fólk verður að geta látið drauma sína rætast,“ segir Friðrik. Mynd | Hari um á frumstigi og þróa þau áfram. Þegar best lætur þá er hér múgur og margmenni og mikið stuð.“ En hver er framtíðarsýnin hjá Tjarnarbíói? „Við viljum halda áfram að gera vel og velja hér inn metnaðarfulla samstarfsaðila sem vilja láta að sér kveða í sviðslist- um. Til lengri tíma litið viljum við reyna að skapa húsinu og starfseminni sess í hugum lands- manna. Við viljum að sem flestir viti af okkur. Við viljum komast betur á radarinn hjá forvitnum áhorfendum landsins.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.