Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 2
Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Fasteignamál Borgin hóf skipulagn- ingu á helstu byggingarlöndum sín- um fyrir fimm árum, byrjað er að byggja á næstum öllum lóðunum, nema þeim sem tilheyra ríkinu á sama tíma og neyðarástand ríkir á fasteignamarkaði. „Það sem er leiðinlegt við þetta er að við fórum í gang fyrir fimm árum, þá kortlögðum við allar æski- legar byggingarlóðir í Reykjavík, og framkvæmdir á þeim eru meira eða minna komnar á fleygiferð, nema helst á þessum lóðum sem ríkið á,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur. Lóðirnar eru all- ar á besta stað í borginni auk þess að vera nálægt góðum samgöngum. Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisreiturinn, Stjórnarráðs- reitur við Sölvhólsgötu, Veður- stofuhæð, Borgarspítalalóðin og svo Laugarnesið, við SS húsið og Listaháskólinn síðar. Gríðarlegur skortur er á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu en borgin er með um 1800 íbúðir í uppbyggingu og vonar að það muni róa fasteigna- markaðinn en sumir vilja meina að þar hafi myndast neyðarástand síð- ustu mánuði. Dagur hefur áður sagt að þarna séu dauðafæri í uppbyggingu á borgarsvæðinu, en hann sér með- al annars fyrir sér rými fyrir 150 litlar og millistórar íbúðir, bara í Laugarnesinu. „Það er enginn pirringur,“ árétt- ar Dagur og bætir við: „En þarna eru bara hlutir sem ný ríkisstjórn ætti að drífa sig í með okkur. Það mætti frekar segja að þarna sé um praktískar hugleiðingar að ræða.“ Þorsteinn Víglundsson húsnæð- ismálaráðherra sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í vikunni að það stæði til að leggja meira fjár- magn í þennan málaflokk, en Dagur segir ríkisstjórnina í raun skila auðu þegar kemur að húsnæðismálum. Ekki sé minnst á húsnæði í stjórn- arsáttmálanum á sama tíma og um sé að ræða eitt stærsta velferðar- málið á Íslandi í dag. Þorsteinn sagði á fasteignaráð- stefnu í Hörpu á miðvikudaginn að ríkið ætli að taka höndum saman við sveitarfélögin og tryggja fram- boð á lóðum. Þá boðaði hann laga- frumvarp þar sem Íbúðalánasjóði yrði falið að greina stöðuna á hús- næðismarkaði. Sú athugun bætist þá í hóp þeirra rúmlega 40 nefnda og hópa sem hafa verið skipaðir af ríkinu frá árinu 1999 til þess að skoða húsnæðismálin. 2 | FRÉTTATÍMINN | FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 Fjölmiðlar Hreinn Loftsson segir að hann hafi ákveðið að fjárfesta í fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar þegar hann heyrði af kaupum nýrra hluthafa í fyrir- tækinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Það liggur ekki fyrir hvað ég mun eiga stóran hlut þarna. Það eru að verða breytingarnar á hluthafa- hópnum í Pressunni, margir bún- ir að skrifa sig fyrir hlutafé þarna og nýir öflugir hluthafar að koma þarna inn. Við verðum þátttakend- ur í þessu upp að ákveðnu marki,“ segir Hreinn Loftsson, lögmaður og fyrrverandi aðaleigandi tímarita- útgáfunnar Birtíngs. Hreinn segir að það sé ekki í sínum verkahring að segja hvaða nýju hluthafar þetta eru. Pressan, f jölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, hefur keypt Birtíng og munu Hreinn og tveir aðrir hluthafar Birtíngs, Karl Steinar Valsson og Matthías Ósk- arsson, eiga hlut í Pressunni eftir söluna á Birtíngi. Tilkynnt var um að viðskiptin væru endanlega frá- gengin í vikunni. Pressan hefur ver- ið stórtæk í uppkaupum á fjölmiðl- um síðastliðin ár og meðal annars keypt DV, ÍNN og nokkur héraðs- fréttablöð. Hreinn segir að hann líti þó ekki svo á að sala þeirra á Birtíngi og þátttaka þeirra í hlutahafahópi Pressunnar séu sömu viðskiptin. „Ég lít svo á. Þeir gera alveg upp við okkur og við munum svo skrifa okkur fyrir ákveðnum hlut í Press- unni en við verðum ekki ráðandi hluthafar,“ segir Hreinn sem átti og stýrði Birtíngi um tíu ára skeið. „Mér líst mjög vel á þessa hluthafa sem eru að koma þarna inn en mín- um beinu afskiptum af fjölmiðla- rekstri er lokið.“ Björn Ingi Hrafnsson vill ekki gefa upp hvaða hluthafar munu koma inn í Pressuna en segir þó: „Við kynnum á næstunni afrakstur mikillar vinnu undanfarna mánuði, en það er ekki tímabært fyrir mig að segja neitt nú. Fjársterkir hluthafar kaupa í Pressunni hjá Birni Inga 2x15 (99x150) Snilldarbragð til að njóta Engjaþykkni með flauelsmjúku og mildu sítrónubragði. - Þinn nýi uppáhaldseftirréttur? Fjármögnun fjölmiðla- fyrirtækisins Pressunnar hefur lengi verið á huldu, það er að segja hverjir það eru sem standa í raun á bak við fyrir tækið. Björn Ingi Hrafnsson er aðaleigandi Pressunnar. Ríkið situr á fimm verðmætum lóðum Ríkið situr á fimm verðmætum lóðum miðsvæðis í Reykjavík sem borgarstjórinn segir að geti rúmað nokkur hundruð litlar og meðal- stórar íbúðir. Framsókn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri-grænir Björt framtíð Píratar Viðreisn Stuðningur við flokka 7% 8% 46% 50% 52% 57% 41% 57% 58% 42% 42% 28% 30% 39% 36% 34% 12% 8% 20% 12% 20% Of lítill fjöldi flóttafólks Hæfilegur fjöldi flóttafólks Of mikill fjöldi flóttafólks Fjórðungur telur of marga fá hæli Hælisleitendur 45 prósent Íslendinga telja að hæfilegur fjöldi flóttafólks fái hæli hér á landi, samkvæmt nýrri könnun MMR. 24 prósent Íslendinga telja hinsvegar að of margir fái hæli hér á landi. Stuðningsfólk Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks var líklegra en stuðn- ingsfólk annarra flokka til að telja hæfilega eða of marga fá hér hæli. 26 prósent stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins töldu að of mörg- um flóttamönnum hefði verið veitt hæli og 34 prósent Sjálfstæðis- manna, 30,9 prósent aðspurðra í könnun- inni sögðust telja að of fáir fái hæli. Stuðningsmenn Pírata reyndust líklegastir til að telja of fáum flótta- mönnum væri veitt hér hæli, eða 57 prósent. Yngra fólk reyndist líklegra en eldra til að telja að of fáir flóttamenn fái hér hæli. Jafnframt reyndist fólk með hærra menntunarstig líklegra til að telja of fáa flóttamenn fá hæli. Sjómannaverkfall Heiðveig María Einarsdóttir viðskiptalögfræðing- ur segir fjölmarga sjómenn ekki hafa getað komist á kjörstað og kosið um nýja kjarasamninga sjó- manna. Hún ætlar að kæra málið til félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef Sjómannasam- bands Íslands segir að 53% kosn- ingaþátttaka sé ekki léleg en á kjör- skrá voru 2.214 sjómenn og greiddu 1.189 þeirra atkvæði. Á það er bent að þátttaka í atkvæðagreiðslunni um verkfallið var samanlagt 54,2%. „Ég held að kjörsóknin hafi ekki verði betri meðal annars út af lé- legri kynningu,“ segir Heiðveig María sem sjálf er fyrrverandi sjó- maður og viðskiptalögfræðingur en hún hefur tekið það upp á sína arma, ásamt hópi sjómanna, að kæra atkvæðagreiðsluna um kjara- samninga sjómanna sem voru sam- þykktir í byrjun vikunnar, auk þess að óska eftir áliti miðstjórnar ASÍ um atkvæðagreiðsluna. Hún vísar til þess að viðmiðunar- reglur miða að því að aðilar geti kynnt sér samningana í sjö daga og svo eigi atkvæðagreiðslan að standa yfir í tvo daga. Formaður Sjómannasambands- ins, Valmundur Valmundsson, vill ekki tjá sig um máli fyrr en kæra hefur borist. Í reglum ASÍ segir að þegar kjara- samningur hefur verið undirritað- ur verði ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða og minnst fimmt- ungs þátttöku samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun. | vg Sjómannasambandið hafnar lélegri kjörsókn Dagur B. Eggertsson segir ríkið þurfa að koma til móts við borgina varðandi byggingarlóðirnar. Heiðveig María Einarsdóttir er við- skiptalögfræðingur og fyrrverandi sjómaður. 1 2 3 4 5 Hér má sjá lóðirnar sem ríkið situr á. 1) Landhelgisgæslureitur, 2) Stjórnarráðs- reitur við Sölvhólsgötu, 3) Veðurstofuhæð, 4) Borgarspítalalóðin og efst hægra megin er svo 5) Laugarnesið, gamla SS húsið.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.