Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 24.02.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 AUDI Q7 4,2 L QUATTRO PREMIUM Árg. 2007 , ekinn 71 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, glertoppur. Einn eigandi! TILBOÐSVERÐ 3.100.000 kr. Raðnr. 255982 AUDI A5 SPORTBACK 2 0TDI 02/2011, ekinn 154 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 3.590.000 kr. Raðnr. 255845 TOYOTA AVENSIS S/D SOL 03/2012, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 1.890.000 kr. Raðnr. 256106 AUDI A3 SPORTBACK E-TRON 2016 ekinn 6 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Mjög vel búinn af aukahlutum! Verð 4.970.000 kr. Raðnr. 255653 CHEVROLET CAPTIVA 2 2TDI nýskr. 06/2013, ekinn 108 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7manna. Verð 3.490.000 kr. Raðnr. 256109 Sigurður Ragnar Eyjólfs- son er þjálfari eins ríkasta kvennaknattspyrnuliðs í heimi, Jiangsu Suning í Kína, og er gert af eigendum þess að sigra í kínversku ofurdeildinni í ár. Til þess hefði hann viljað fá íslenskar landsliðskonur til sín. Hann furðar sig á Frey Alexanderssyni landsliðsþjálfara sem vildi ekki að landsliðskonurnar spiluðu í Kína. Hér segir hann frá ævin- týralegri uppbyggingu kínverskr- ar knattspyrnu, heimsklassa aðstæðum og hvort peningar geti sigrað allt í fótbolta. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Ég fór til Kína í starfsviðtal þegar þeir voru að leita að þjálfara kín- verska A-landsliðs kvenna árið 2015. Við vorum þrír sem kom- um til greina í starfið en á endan- um var fyrrum landsliðsþjálfari Frakka ráðinn, góðkunningi okk- ar, Bruno Bini.“ Sigurður Ragnar hefur áður tekist á við Bruno Bini. Frakkar voru höfuðandstæðingar íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni Evrópumeistaramótsins árið 2009. Þá stýrði Sigurður Ragnar íslenska liðinu og Bini því franska. Liðin unnu sinn heimaleikinn hvort en Frakkarnir voru með nokkuð sterkara lið. „Svo gerðist ekkert meira fyrr en ég kíkti niður í KSÍ í jólafríinu. Þá biðu mín skilaboð frá Kínverja sem hafði reynt að nálgast mig í gegn- um knattspyrnusambandið. Sá sagðist vera að leita að þjálfara fyrir kvennalið Jiangsu Suning og spurði mig hvort ég hefði áhuga á starfinu. Það vildi þannig til að ég var nýbú- inn að ganga frá starfslokasamningi sem aðstoðarþjálfari Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni, og var at- vinnulaus. Ég var reyndar nálægt því að samþykkja tilboð frá banda- ríska knattspyrnusambandinu, en varð svolítið spenntur fyrir að skoða þetta. Úr varð að ég fór í við- tal til Kína ásamt Daða Rafnssyni sem var lengi yfirþjálfari Breiða- bliks og hefur kennt á þjálfaranám- skeiðum KSÍ. Í kjölfarið voru okkur boðnar stöður þjálfara og aðstoðar- þjálfara liðsins. Við fluttum til Kína 22. janúar og höfum því verið hér í mánuð.“ Á að vinna deildina Sigurður Ragnar segir ástríðu hans fyrir þjálfarastarfinu hafi ráðið úr- slitum og orðið til þess að hann valdi Kína fram yfir Bandaríkin. „Í Kína bauðst mér aðalþjálfara- starf. Í langflestum þjálfarastörfum hefur þú úr litlu fjármagni að moða til að geta eflt liðið. Hjá Jiangsu Suning er því eiginlega öfugt far- ið. Þetta er eitt ríkasta félag í heimi í kvennaknattspyrnu. Við getum keppt við hvaða lið sem er í laun- um leikmanna. Það sem mér þótti líka spennandi við verkefnið var að liðið féll næstum því úr kínversku ofurdeildinni í fyrra. Á miðju keppnisári kom fyrirtækið Suning inn sem styrktaraðili og þeir höfðu gríðarlegan metnað til að skapa lið í fremstu röð. Eitt af markmiðun- um sem þeir hafa sett sér í ár, er að vinna kínversku ofurdeildina.“ Og þú berð ábyrgð á að ná þessum markmiðum? „Já. Reyndar var talað um það þegar ég tók við liðinu að við mynd- um reyna að ná einu af þremur efstu sætum deildarinnar. Nú hef- ur klúbburinn gefið út að þeir vilji að kvennaliðið verði meistarar. Þær voru 16 stigum frá því í fyrra og það eru aðeins 8 lið í deildinni, sem þýð- ir að þær voru ansi langt frá því að vinna. Það eru því háleit markmið að vilja sigra í deildinni.“ Öllu tjaldað til Sigurður Ragnar óttast ekki áskor- unina og heldur nú til í Suðaust- ur-Kína þar sem æfingaaðstaða fé- lagsins er. „Æfingasvæði okkar er um það bil 30 mínútum fyrir utan borgina. Félagið hefur gert atvinnu- mannasamninga við 53 leikmenn sem búa frítt á svæðinu og eru á fullum launum. Æfingaaðstaðan er til fyrirmyndar með tíu æfinga- völlum, gervigrasvelli, flóðlýstum leikvangi sem tekur mörg þúsund manns í sæti, stóru íþróttahúsi með lyftingatækjum, sundlaug og mötuneyti þar sem allir borða Vildi íslenskar landsliðskonur til Kína Hjá liðinu sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar eru 53 leikmenn á atvinnu- mannasamningum og fullum launum allan ársins hring. Félagið hefur sett sér það markmið að sigra í kínversku ofurdeildinni í ár. Sigurður Ragnar, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, er ósáttur við orð núverandi þjálfara A-lands- liðs kvenna, Freys Alexanderssonar, um að ef landsliðskonur velji að spila í Kína, hafi það áhrif á val hans í landsliðið. Sigurður Ragnar telur þá skoðun Freys byggjast á fordómum gagnvart kínverskri knattspyrnu og spyr hversvegna það sé í lagi að landsliðsmenn spili í Kína, en ekki konur?

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.