Fréttatíminn - 07.04.2017, Page 17
| 17FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017
FERMINGAR
VEISLA
GLÆSILEGUR 8BLS BÆKLINGUR Á TOLVUTEK.IS
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
7. apríl 2017 • B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
Virka daga
10:00 - 18:00
Laugardaga
11:00 - 16:00
OPNUNARTÍMAR
PS4 SLIM 500GB
37.990
PS4 VR GLERAUGU
49.990
55” SALORA
99.990
Uppskrift að ástarpungum:
9 bollar hveiti
3 bollar sykur
9 tsk lyftiduft
rúsínur og mjólk
Hrært deig, álíka þykkt og jólakökudeig.
níu systkina og ólst upp ekki langt
frá Bergistanga, í Stóru-Ávík í Tré-
kyllisvík.
„Já, og þið voruð líka sendar
á aðra bæi að hjálpa til,“ skýtur
Gunnsteinn þá inn í.
„Já, já. Unglingsstelpur voru
sendar á aðra bæi þegar húsfrúrnar
á næstu bæjum eignuðust börn. Þá
var reglan sú að nýbakaðar mæður
lægju í heila viku eftir fæðinguna.
Feðurnir voru auðvitað í bústörf-
unum svo samfélagið kom og hjálp-
aði til. Ég var sautján ára þegar ég
fór á bæinn hér innst í firðinum og
var þar í viku,“ segir Maddý og set-
ur aðra skál af ástarpungum á eld-
húsborðið.
„Ástarpungar voru alltaf til í þá
daga og voru jafn hversdagslegir og
kleinur,“ segir Maddý
„Já, já, eins og jólakakan og
hjónabandssælan voru líka,“ segir
Gunnsteinn.
„Ég á nú oftast eitthvað í frystin-
um, en við erum ekkert að borða
svona eins og áður. Við höfum ekk-
ert gott af því að fá okkur alltaf sætt
með kaffinu, því við hreyfum okkur
ekki jafn mikið og áður.“
„Já, allt í einu var það nú fund-
ið upp, að maður hefði ekki gott
af sætabrauði. Allt í einu núna er
það óhollt, núna þegar ég er búinn
að borða þetta í næstum hundrað
ár,“ segir Gunnsteinn og þau hlæja
bæði.
Ekkert að gerast lengur
Allt sem Maddý lærði í hússtjórn-
unarskólanum var skjalfest í stíla-
bók sem hefur fylgt henni allar
götur síðan. Gunnsteinn var kaup-
félagsstjóri í kaupfélaginu í Norð-
urfirði í þrjátíu ár og oddviti í jafn
mörg ár. Þau hjónin hófu því bú-
skap í íbúðinni fyrir ofan kaupfé-
lagið og bjuggu þar allt þar til þau
fluttu í stærri íbúð með börnin sín
fjögur, í næsta húsi við kaupfélag-
ið. Það var ekki fyrr en Gunnsteinn
hætti að vinna sem þau ákváðu að
byggja sér sitt eigið hús, nokkur
hundruð metra frá kaupfélaginu.
„Sannleikurinn er nú sá að þegar
við fluttum hér inn þá fyrst vorum
við komin heim,“ segir Gunnsteinn.
„Já, það segi ég með þér. Mér
fannst ég aldrei eiga heima hér fyrr
en við fluttum í þetta hús. Ég veit
ekki af hverju, kannski af því að það
var töluvert ónæði í kaupfélagshús-
inu. Það var alltaf verið að fram-
kvæma eitthvað og oftar en ekki
fullt af mönnum í gistingu og þá var
krökkunum hent úr herbergjunum
sínum,“ segir Maddý.
„En nú er allt fólkið farið og það
blasir við að fólkinu mun halda
áfram að fækka. Það er ekkert að
gerast hérna lengur,“ segir Gunn-
steinn.
Sögurnar við borðið
Bæinn sinn nefndu þau Maddý og
Gunnsteinn Bergistanga og dregur
hann nafn sitt af stuðlabergsklett-
unum sem liggja við sjávarmálið
framan við húsið. Í víkinni við hlið
hússins er grasflöt með einu glæsi-
legasta útsýni landsins þar sem ófá-
ir ferðamenn hafa legið á fögrum
sumarnóttum. Flötin fékk ekki sitt
eigið örnefni fyrr enn í fyrra en þá
var hún skýrð Þjófaflöt. Sagan á bak
við nafngiftina tengist þýsku pari
sem ferðaðist hnuplandi um Strand-
ir í fyrrasumar og rann sú saga ljúf-
lega niður með kaffinu og ástar-
pungunum líkt og allar sögurnar
við eldhúsborðið á Bergistanga.
Maddý og Elín Agla nágranni hennar spjalla og horfa út fjörðinn.Horft heim að Bergistanga. Maddý og Gunnsteinn segja ófáa hafa talið þau vera
hálfklikkuð þegar þau ákváðu að byggja sér heimili í sveitinni sinni, sem er sú
fámennasta á landinu.