Fréttatíminn - 07.04.2017, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 07.04.2017, Qupperneq 28
Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Ove nafnið var svona til heimabrúks og ég nota það á Feisbúkk af því að ég neyddist til þess að vera þar út af félagsskap sem er með lokaða grúppu þar inni. Við skulum bara segja að ég sé dá- lítið þver og taka fram að það sé að eigin áliti svo að ég lendi ekki nein- um þrætum heima fyrir,“ segir Árni og er hugsað heim til Hallgerðar. „Ég er dálítið nákvæmur, áréttar hann. En það er ástæða fyrir því af hverju ég hjóla á tuttugu og tveggja ára gömlu hjóli í vinnuna á hverjum degi og hef ekki skipt út bílnum í sautján ár, Gola var 25 ára gömul. Ég sé ekki ástæðu fyrir því að fá mér nýja hluti þegar þetta virkar.“ Tekið skal fram að Árni á sautján ára gamla Toyotu Avensis en ekki gamlan Saab einsog Ove í bókinni. Bókaklúbburinn í Golu Árni og Hallgerður stofnuðu tveggja manna bókaklúbb á skemmtibátn- um Golu RE 945 sem þau áttu til margra ára en seldu fyrir stuttu. Fyrsta bók bókaklúbbsins var Bör Börsson en hana greip Árni með sér sumarið 2010 þegar þau voru að leggja af stað í siglingu um Breiða- fjörð og hann sá fram á það yrði leiðindaveður. Árni hugsaði með sér að hann skyldi skemmta Hallgerði með húslestri og þannig var upp- hafið af bókaklúbbnum þeirra. „En síðan hef ég lesið fyrir Langbrókina á hverju einasta kvöldi,“ segir Árni sem kallar konu sína ýmist Hallgerði eða Langbrók. Hann les fyrir hana í hálftíma á hverju kvöldi þegar þau eru háttuð upp í rúm. Í framhaldi Maður sem heitir ekki Ove Ove heitir ekki Ove heldur Árni Pálsson og er í fullu starfi sem rafvirkjameistari hjá Eim skip. En Hallgerði Pétursdóttur, konu hans, fannst nafnið svo upplagt og dæmi­ gert fyrir eigin mann­ inn eftir að þau lásu saman bókina „Maður sem heitir Ove“. Hall­ gerður sá í manni sínum lifandi sam­ nefnara með skáld­ sagna persónunni. En Árni þykir vera þrjóskur og vana­ fastur eins og karlinn í bókinni „Maður sem heitir Ove“. 28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Lok ns komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Nýjar vörur MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTI SKOKKUR KR 7.900 KJÓLL KR 9.900 KJÓLL KR 9.900 SKÓR KR 9.900 TASKA KR 5.900 20% afslá tur af öllum vörum til 17. jú í Túnika kr. 3000 Bláu húsi axafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins o r ftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksi s komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum up n r vörur da lega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksi komnar aftur *leggings háar í mittinu r. 5500. Tökum u p nýj r vörur daglega 280cm 98cm Eigin hönnun og framleiðsla af lestrinum verða oft til samræður og efnið er greint út og suður. Sér- staklega ef þau eru að lesa bækur um heimspeki. Ove og Langbrók Það er ekki hægt að segja annað en Ove og Langbrók lifi skemmtilegu lífi samlyndra hjóna. Þau voru bæði fráskilin þegar þau kynntust fyrir tólf árum en giftu sig eftir tveggja ára kynni. Samanlagt eiga þau sex börn og sautján barnabörn. „Hún er frá Vestmannaeyjum og ég frá Raufarhöfn,“ segir Árni sem átti fyr- ir skemmtibátinn Golu. Árni bauð Hallgerði í siglingu á Golu og hún spurði hvernig hún ætti að klæða sig fyrir ferðina. „Bara einsog þú værir að fara í bíó, en hún trúði mér ekki og mætti eins og hún væri að fara í línuróður,“ segir Árni. En Langbrók- in féll alveg fyrir bátamennskunni. Gistu í höfninni í 101 Saman hafa þau síðan siglt á Golu mörg sumur. Dvalið í Vestmanna- eyjum eitthvað flest sumur. „Geymd- um bátinn í Eyjum eitt vorið í rúman mánuð og fórum á milli með Herj- ólfi um helgar. Tókum barnabörn- in með þangað eina helgi. Siglt um Strandir, Jökulfirði, Breiðafjarðar- eyjar og hringinn í kringum landið. Þegar við sigldum hringinn reyndi oft verulega á Hallgerði, fengum oft leiðindaveður, en hún stóð sig eins og hetja. Í Langanesröstinni slasað- ist hún, þannig að höndin á henni var kolsvört af mari, frá handarbaki upp fyrir olnboga. Við fluttum í bát- inn að vori og bjuggum þar meir og minna til haustsins. Við sváfum um helgar í bátnum og stundum líka í miðri viku og þá keyrðum við til vinnu og gistum í bátnum. En um leið og sumarfríið byrjaði lögðum við af stað út á haf. Stundum sigld- um við bara til Reykjavíkur ef veðrið leyfði ekki lengri siglingar. Við vor- um með pláss í Suðurbugtunni við Ægisgarð og dvöldum yfir helgina í 101 Reykjavík. Þá leið okkur eins og við værum túristar í Reykjavík. Við vorum oft sammála um að þetta væri bestu helgarnar í Reykjavík, morandi mannlíf og menning.“ Allt á sinn tíma og það er dýrt að reka bát. 2013 fórum við að tala um að færi að styttast í útgerðinni hjá okkur, kannski tvö ár í viðbót. Eftir hrun þá er erfitt að selja skemmti- báta á Íslandi. Það var eins og að selja jólatré í janúar. En þau vorum heppin að það kom Færeyingur og keypti Golu fyrir tveimur árum, án þess að við værum farin að vinna neitt í því að selja. „Við finnum okk- ur alltaf eitthvað annað að gera,“ segir Árni en tekur fram að hvorki hestamennska né golfíþróttir heilli þau. Hefur hjólað í 22 ár Árni hefur hjólað í 22 ár frá Nausta- bryggju, þar sem hann býr, í vinnuna við Sundahöfn. Hann býr við fína aðstöðu í vinnunni og tekur morgunsturtuna þar. „Við erum nokkrir hérna sem hjólum í vinnuna. Árni lítur út fyrir að vera ekki deginum eldri 55 ára en segist sjálfur vera að nálgast sjötugt. Góð- ir lifnaðarhættir spilla eflaust ekki fyrir. Á hverjum morgni, alla 365 daga ársins, eldar Árni hafragraut og lætur hann standa á meðan hann rakar sig. Birna Pálsdóttir, mikil vin- kona hans, kenndi Árna að búa til hafragraut. Hún kenndi honum þá aðferð að láta suðuna koma upp og láta síðan grautinn „ryðja“ sig. En Árna finnst það tilkomumeira að láta grautinn „ryðja“ en aðferðin við það er sú að setja lokið á pottinn og setja hann til hliðar og láta grautinn verða Ove og Langbrók gerðu út skemmtibát í mörg ár. Stundum sigldu þau bara frá Naustabryggju og gistu í höfninni í Reykjavík um helgar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.