Fréttatíminn - 07.04.2017, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 07.04.2017, Qupperneq 30
30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Teg:1380. 750kg. mál: 201x102cm verð: 112.823 kr. án vsk Teg: 1374. 750kg. mál: 251x131cm verð: 201.613 kr. án vsk. Opnanlegur fram og afturgafl. Verktakar-iðnaðarmenn og dugnaðarfólk kerrurnar frá Humbaur eru tilbúnar til afgreiðslu. Áratuga reynsla af þessum sterku álkerrum á Íslandi. Teg:1380. 2500kg. mál: 303x151cm verð: 399.194 kr. án vsk. Með skráningu. opnanlegur fram og afturgafl. Teg:1384. 750kg. mál: 251x131cm verð: 229.839 kr. án vsk Sturtanleg. Teg:1376. 750kg. mál: 205x131cm verð: 169.355 kr. án vsk. Opnanlegur fram og afturgafl. Topplausnir. Smiðjuveg 40 gul gata .200 Kópavogur. sími : 5177718. www.topplausnir.is tilbúinn á meðan Árni rakar sig. Hafragrautur og súkkulaðibúð- ingur „Við Hallgerður tókum barnabörnin okkar með í siglingarnar. Ég klæddi þau bara í vesti ef að þau voru úti á dekki, eða uppi á bryggju. Þannig voru þau alveg örugg, ég myndi heyra skvampið ef þau færu fram af. Á siglingu fengu þau ekki að vera ein úti á dekki. Krakkarnir sigldu með okkur eða voru keyrðir til okkar þar sem við lágum. Eins og til dæm- is vorið í Vestmannaeyjum. En við vorum með nóg pláss í bátnum fyrir barnabörnin.“ Á hverjum morgni var borðaður hafragrautur með slátri og á kvöldin borðaður súkkulaði Royalbúðingur. Eftir búðinginn las ég fyrir þau um selinn Snorra, áður en þau fóru að sofa. Þetta var heilög regla og ein- hverntímann var boðið upp á kara- mellubúðing en það gerði víst ekki lukku. Eins voru börnin alltaf vit- laus í slátrið um borð í bátnum en þegar komið var í land litu þau ekki við því. „Hallgerður eldaði grautinn um borð einn daginn fyrir Berglindi og Heiðrúnu. En eftir grautarskálina spurði Hallgerður Berlindi hvern- ig grauturinn bragðaðist. Hann er ágætur, svaraði Berlind, en hann er betri hjá afa. Í framhaldinu vildi Berglind fá uppskriftina uppskrifaða og fara með heim til mömmu sinnar sem kunni ekki að elda hafragraut. En hún vildi fá uppskriftina hans afa. „Ég skrifaði niður og hún tók uppskriftina með sér heim, en hún kunni sjálf ekki að lesa. Seinna þegar ég spurði hana út í það hvort að hún hafi fengið góðan graut hjá mömmu sinni, gaf hún ekki mikið út á það,“ segir Árni hafragrautarmeistari. En á ferðalögum þeirra reyndu þau að vera að einhverju leyti sjálf- bær með mat. Höfðu byssu til að skjóta fugl, stöng til að veiða fisk. „Við með slöngubát, til að geta far- ið í land í eyðifjörðum. Ef þar voru ár, eða lækjarsprænur lögðum við gjarnan silunganet, það brást sjald- an að fengist silungur í máltíð. Ým- ist var steikt, soðið, eða grillað. Á Ströndum og víðar, vex rabbarbari enn við eyðibýli. Þá tókum við gjarn- an nokkra stilka og gerðum graut. Þetta var yndislegt líf,“ segir Árni Verkaskipting „Við erum tveir gamlingjar hérna heima. Engin börn, þar sem alltaf þarf að vera matur og eldum aðal- lega um helgar. Ég elda og Hallgerð- ur sér um allt annað,“ segir Árni og finnst það heppileg verkaskipting. „Ég elda ríflega um helgar og við borðum afganga fram eftir viku. Í hádeginu borðum við í mötuneyt- um.“ Árni segist hafa vanist því að elda í bátnum. „Þar var svo þröngt og það lá fyrir mér að elda í þrengsl- um.“ Þar þá koma nákvæmni og eig- inleikar Ove sér til góða. „En í bátn- um verður maður alltaf að ganga strax frá. Ef maður notar sleif þá þvær maður hana og gengur frá henni um leið aftur þegar maður er ekki að nota hana.“ Berglind, til vinstri, er barnabarn Hallgerðar og Heiðrún og Óli Júlíus eru barna- börn hans Árna, sem hann kallar Golu og Sverri, en þau myndu aldri svara öðru. Uppskriftin að hafragrautnum „Grjón og vatn í pott. Nokkurn veginn jafn mikið. Grauturinn verður mjög, mjög þykkur við þessi hlutföll. Ég bæti við smá hörfræjum fyrir meltinguna, kanel og salti. Þegar suðan kemur upp og þá slekk ég undir, set pott- inn til hliðar, set hlemminn á og fer að raka mig. Eftir raksturinn er grautur- inn orðinn þurr eins og þykkt deig. Algjör hraukur þegar ég set hann á disk. Þegar maður borðar graut 365 daga á ári þá þarf maður tilbreytingu og um helgar set ég epli eða banana og set það um leið og læt það sjóða með. Það er ekki hægt að segja annað en Ove og Langbrók lifi skemmtilegu lífi sam- lyndra hjóna. Þau voru bæði fráskilin þegar þau kynntust fyrir tólf árum en giftu sig eftir tveggja ára kynni. Sam- anlagt eiga þau sex börn og sautján barnabörn. Berglind fékk uppskrift afa síns að hafragrautnum til þess að taka með sér heim. En Berglindi fannst hafragrautarleiknin ekki vera upp á marga fiska heima fyrir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.