Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 31

Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 31
„Við teljum ekki að vetnið leysi öll heimsins vandamál en vetni er mikilvægt innlegg og ljóst er að ef það á að leysa jarðefnaeldsneyti að fullu af hólmi þarf fjölbreyttar lausnir. Vetni er einn möguleiki og við erum sannfærð um að það verði hluti af framtíðarlausninni,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs. MYND/ANTON BRINK Um er að ræða hreina orku allt frá framleiðslustigi og til endanlegrar nýtingar þar sem eina affallið verður H2O, eða hreint vatn. Þórður Guðjónsson Skeljungur stefnir á opnun þriggja vetnisstöðva fyrir bif-reiðaeigendur í ár og á næsta ári en verkefnið er sprottið úr mjög umfangsmiklu Evrópusam- bandsverkefni. Vetnisstöðvarnar verða á stöðvum Orkunnar og verður sú fyrsta opnuð við Vestur- landsveg í vor. Önnur stöðin verður opnuð að Fitjum í Reykja- nesbæ strax í kjölfarið og sú þriðja í ársbyrjun 2019 á höfuðborgar- svæðinu, að öllum líkindum við Miklubraut, að sögn Þórðar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Skeljungs. „Undanfarin ár hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á endur- nýjanlega orku innan Evrópu, t.d. vindorku og sólarorku. Þessir orkugjafar eiga það margir sam- merkt að framleiðslan á orkunni er ekki endilega í takt við þörfina og því myndast mikil þörf fyrir geymslu á rafmagni. Fundið hefur verið út að hagkvæm leið til að geyma rafmagnið sé að umbreyta því í vetni. Í stað þess að breyta vetninu aftur í rafmagn er hag- kvæmara að nýta vetnið sjálft sem orkugjafa.“ Samvinna margra Með því að nýta vetnið fyrir sam- göngur er kominn hreinn orkugjafi að sögn Þórðar sem dregur úr bæði kolefnis- og hávaðamengun bif- reiða og annarra samgöngutækja. „Um er að ræða hreina orku allt frá framleiðslustigi og til endan- legrar nýtingar þar sem eina affallið verður H2O, eða hreint vatn. Með þessu næst jafnframt betri nýting á endurnýjanlegu orkugjöfunum en ella.“ Í hnotskurn má því segja að endurnýjanleg orka sem ella hefði farið til spillis sé nýtt til umhverfis- vænna samgangna, segir Þórður. „Evrópusambandsverkefnið snýst síðan um uppbyggingu nets vetnisstöðva í Evrópu og aukningu í framleiðslu á vetnisknúnum raf- bílum. Í dag er mögulegt að aka vetnisknúnum rafbíl frá Bergen í Noregi og suður til Ítalíu.“ Utan Evrópusambandsins eru bílaframleiðendur þátttakendur í verkefninu, t.d. Toyota, Hyundai, Honda og Daimler. „Fjöldafram- leiðsla á vetnisknúnum rafbílum hófst fyrir nokkru. Hér á Íslandi taka Hyundai og Toyota þátt í þessu verkefni með okkur og eru bifreiðar frá Hyundai nú þegar komnar til landsins og það styttist óðum í Toyoturnar.“ Margir stórir aðilar eru því að sögn Þórðar að vinna á virkan hátt að framgangi vetnis í samgöngum. „Utan fyrrnefndra aðila má nefna t.d. Shell og að lokum verður að minnast á þátt Íslenskrar NýOrku sem kom verkefninu af stað, heldur utan um verkefnið og hefur veitt ómetanlega ráðgjöf í ferlinu.“ Drægnin er kostur Með auknu framboði vetnisknú- inna faratækja og bættum inn- viðum telja stjórnendur Skeljungs að opnast gæti fyrir áhugaverðan markað og stefnt er á að vera leiðandi á honum, segir Þórður. „Stór kostur við vetnisknúna raf- bíla er drægni þeirra. Hún er nú um 500 km og mun ná yfir 600 km árið 2019. Þá er átt við fólksbíla en Nikola Motor Company er til dæmis að hefja framleiðslu á flutn- ingabílum sem hafa drægni allt að 2.000 km. Vetnistæknin hefur þann kost að hún tekur ekki sama pláss og rafhlaðan í klassísku rafbílunum og það verður tilfinnanlegra því lengri sem vegalengdirnar verða.“ Möguleikar opnast Með vetninu opnast líka mögu- leikinn á að nota endurnýjanlega orku fyrir nýjan hóp viðskipta- vina sem þurfa mikla drægni, t.d. rútur, flutningabíla og skip. Þá er vetnistæknin einnig lausn á þeirri innviðaþörf sem rafbílarnir kalla á, um öflugri heimtaugar. „Með fjölgun rafbíla þarf að byggja fjölda hleðslustöðva víða á leiðinni um landið með tilheyrandi kostnaði og hugsanlega viðbótar raflínu- lögnum. Vetnisstöðvarnar virka í raun eins og bensínstöðvar og gera þannig ekki sömu innviða- kröfur. Þar sem áfyllingartími vetnisknúinna rafbíla er áþekkur áfyllingartíma bensín- og dísilbíla getur vetnisstöð annað sama fjölda og hefðbundin bensínstöð.“ Blanda orkugjafa Þórður segir að Skeljungur hafi lengi talað um það að í framtíðinni muni ekki einn endurnýjanlegur orkugjafi taka yfir allan markaðinn, heldur verði þar um blöndu orku- gjafa að ræða. „Vetnisknúnu raf- bílarnir hafa sína kosti, sem felast í drægni, stuttum áfyllingartíma og því að ekki er þörf fyrir sömu inn- viðina. Við sjáum t.d. fyrir okkur tvinnbíl, sem gengur fyrir rafmagni og vetni, sem afar áhugaverðan fjölskyldubíl í framtíðinni.“ Hann segir of mikilli orku eytt í að finna þennan eina sigurvegara orkugjafanna. „Við teljum ekki að vetnið leysi öll heimsins vandamál en vetni er mikilvægt innlegg og ljóst er að ef það á að leysa jarð- efnaeldsneyti að fullu af hólmi þá þarf fjölbreyttar lausnir. Vetni er einn möguleiki og við erum sann- færð um að það verði hluti af fram- tíðarlausninni.“ Vetni er hluti af framtíðarlausninni Skeljungur ætlar að opna þrjár vetnisstöðvar í ár og á því næsta undir merkjum Orkunnar. Með auknu framboði vetnisknúinna farartækja og bættum innviðum telja stjórnendur Skeljungs að opnast gæti fyrir áhugaverðan markað sem fyrirtækið vill vera leiðandi á. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 7 . ja n úa r 2 0 1 8 ORKA íSLANDS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -4 C 0 0 1 E D 8 -4 A C 4 1 E D 8 -4 9 8 8 1 E D 8 -4 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.