Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 6
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afsláttu r af 100g og 150 g Voltare n Gel www.apotekarinn.is - lægra verð Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren_Gel 2 tupur 15% 5x10 apotekarinn.indd 1 31/10/2017 11:31 Hömstruðu lífsins vökva Íbúar í Höfðaborg, einni af höfuðborgum Suður-Afríku, söfnuðust saman við brunna og vatnsleiðslur borgarinnar í gær til að hamstra vatn. Uppi- stöðulón skammt frá borginni er við það að þorna upp eftir hátt í þriggja ára þurrk. Að óbreyttu verður borgin í heild vatnslaus innan þriggja mánaða. Stjórnvöld eru nú þegar að undirbúa aukna löggæslu vegna vatnsskortsins en óttast er að vargöld geti hafist við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA StjórnSýSla „Ég er sjálf sérfræð- ingur,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar (SoE) þar sem skipan hennar á 15 dómurum í Landsrétt var til umræðu. Málflutningur ráðherrans tók stefnubreytingu á fundinum þess eðlis að þingið bæri ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt þar sem það samþykkti tillöguna og að henni hefði verið nauðugur einn kostur, að hundsa tillögu hæfisnefndar- innar til að málið kæmist í gegnum þingið. Á fundi nefndarinnar nefndi ráð- herrann að það væri í raun þingið sem færi með ákvörðunarvaldið þegar þingið samþykkti þá 15 ein- staklinga sem eru nú dómarar við Landsrétt. „Alþingi ber klárlega ábyrgð á skipaninni. Það er Alþingi sem staðfesti þá skipan,“ sagði Sig- ríður. Þetta stangast á við það sem hún hefur áður sagt, til að mynda þann 23. janúar síðastliðinn í þing- ræðu. „Sem ráðherra ber ég að sjálf- sögðu ábyrgð á ákvörðunum sem teknar eru, eins og ráðherra gerir ávallt, hann þarf að gera það, auð- vitað eftir eigin hyggjuviti.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að sérfræðingar ráðuneytisins höfðu uppi sterk aðvörunarorð til ráðherr- ans. Kysi hún að ganga þá leið sem hún svo gerði, gæti það þýtt dóms- mál og sakfellingu. Hins vegar hafa ekki sést ráðleggingar sérfræðinga um að æskilegt væri að fara þá leið sem síðar varð ofan á. Sigríður sagði einnig á þingi þann 23. janúar að hún hefði haft fjölda sérfræðinga sér til aðstoðar. „Að sjálfsögðu voru mér til aðstoðar ýmsir ráðgjafar, meðal annars starfsmenn hæfisnefndar- innar umtöluðu en einnig sérfræð- ingar í mínu eigin ráðuneyti.“ „Málflutningur ráðherrans um að skipanin væri á ábyrgð þingsins kom mér satt að segja mjög á óvart,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og nefndar- maður í SoE. „Áður hefur hún sagt að þetta væri á sinni ábyrgð og hún myndi standa við hana.“ Þegar skipan dómaranna var staðfest var Viðreisn í stjórnarmeiri- hluta. Aðspurður segir Jón að þing- flokkurinn hafi rætt málið eftir að það komst í hámæli síðustu vikur. „Það hefur valdið mér vonbrigð- um að ráðherrann var varaður mjög eindregið við af sérfræðingum að þessi málsmeðferð væri í meira lagi vafasöm,“ segir Jón. „Það eru von- brigði að þingið hafi ekki verið upp- lýst um það. Sérstaklega í ljósi þess að nú virðist hún telja skipanina vera á ábyrgð þess. Í ljósi þess hefði mér þótt henni skylt og eðlilegt að láta þessar upplýsingar koma fram.“ SoE hefur ekki ákveðið næstu skref í meðferð málsins. Umboðsmaður Alþingis hefur sent ráðherra bréf vegna málsins og er að skoða hvort ástæða sé til frumkvæðisathugunar. „Embættið tekur ekki til meðferðar mál sem þingið er að skoða svo það er ein breyta sem spilar inn í,“ segir Jón. sveinn@frettabladid.is johannoli@frettabladid.is Segist ekki þurfa að hlýða sérfræðiáliti Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í gær. Hún segist sjálf sérfræðingur á svið- inu og ekki vera bundin áliti annarra sérfræðinga. Þingmaður Viðreisnar segir kveða við nýjan og athugaverðan tón í máli ráðherrans. Sigríður Á. Andersen Samfélag Hátt í fimmtíu ungmenni mæta á þriðjudagskvöldum í hinseg- in félagsmiðstöð við Suðurgötu. „Við leggjum mikið upp úr því að skapa öruggt umhverfi fyrir krakkana og auðvitað ríkir hundrað prósent trúnaður,“ segir Hrefna Þórarins- dóttir, forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar. Hún er rekin er í hús- næði Samtakanna '78. Samtökin og Reykjavíkurborg framlengdu nýverið fræðslu- og þjónustusamning. Þannig hefur rekstur félagsmiðstöðvarinnar verið tryggður út árið 2020. Í f é l a g s - miðstöðinni gefst krökk- um á aldr- inum 13 til 17 ára kostur á að sækja fjölbreytta dagskrá, hvort sem þeir eru hin- segin eða áhugasamir um hinsegin málefni, alla þriðjudaga frá hálf átta til tíu. „Við höfum haldið YouTube- kvöld, bakað, verið með kynfræðslu og alls konar,“ segir Hrefna. „Þarna gefst þeim tækifæri á að hitta önnur ungmenni sem eru í svipuðum pæl- ingum.“ Starfið hófst sem tilraunaverk- efni árið 2016 og var þá ætlað fólki á aldrinum 13 til 25 ára. Hlutirnir undu hratt upp á sig og var að lokum ákveðið að hanna starfið eftir hefð- bundnum félagsmiðstöðvum og miða að krökkum á aldrinum 13 til 17 ára. Það hefur gengið mjög vel að sögn Hrefnu. – dfb Öruggur staður fyrir hinsegin ungmenni 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I m m t U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -8 C 0 4 1 E E 0 -8 A C 8 1 E E 0 -8 9 8 C 1 E E 0 -8 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.