Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 52
Inga Dóra hefur verið fram-kvæmdastjóri Veitna frá stofnun fyrirtækisins árið 2014. Hún hóf
feril sinn í orkugeiranum árið 1996
þegar hún, nýútskrifuð sem bygg-
ingaverkfræðingur, réði sig til Hita-
veitu Reykjavíkur. Hún var þá fyrsti
kvenkyns verkfræðingurinn hjá
hitaveitunni. Þegar hitaveitan sam-
einaðist Rafmagnsveitu Reykjavíkur
svo úr varð Orkuveita Reykjavíkur
gegndi hún þar ýmsum stjórnenda-
stöðum þar til Veitur urðu til sem
sjálfstætt fyrirtæki.
Krafa um betri þjónustu
„Starfsemi Veitna felst í þjónustu
við viðskiptavini,“ segir Inga Dóra.
„Undanfarin ár hafa kröfur til þjón-
ustunnar aukist og þurfum við, eins
og öll önnur fyrirtæki, að laga okkur
að þeim. Við búum svo vel hér á
landi að fólk tekur því sem sjálfsögð-
um hlut að fá þau lífsgæði er felast í
nægu rafmagni, heitu og köldu vatni
og fráveitu. En af og til kemur upp sú
staða að ekki virkar allt sem skyldi.
Viðskiptavinir okkar sýna því
skilning þegar slíkt gerist, hvort sem
upp koma bilanir eða sinna þarf
viðhaldi, enda telst afhendingar-
öryggi í veitum Veitna mjög gott í
alþjóðlegum samanburði. En það
er uppi krafa um aukna upplýsinga-
gjöf og við svörum því kalli. Hjá
okkur hefur orðið stefnubreyting í
upplýsingamálum, við höfum aukið
gegnsæi og upplýsum almenning
fyrr og betur en áður.“
Vatnsverndin
mesta áskorunin
Aðspurð segir Inga Dóra áskoranir
í rekstri Veitna vera nokkrar. „En
mig langar að nefna vatnsverndina.
Við erum svo heppin hér á höfuð-
borgarsvæðinu að eiga frábær
vatnsból í Heiðmörk sem sjá okkur
fyrir nægu hreinu vatni. Við viljum
að svo sé áfram en til þess að svo
megi verða þurfum við að vera
vakandi fyrir þeim hættum sem
steðja að vatnsverndarsvæðinu.
Meðal hugsanlegra mengunarvalda
eru t.d. olía, rusl, skólp og önnur
efni sem geta komist í gegnum jarð-
lögin og í vatnið sem rennur neðan-
jarðar inn í vatnsbólin. Við höfum
t.d. miklar áhyggjur af vaxandi
umferð um vatnsverndarsvæðið
sem nær alla leið frá Heiðmörk upp
í Bláfjöll. Nægt hreint vatn handa
öllum, núna og um alla framtíð, er
okkar markmið.“
Jafnréttismál í öndvegi
Skýrsla sem gerð var af Ernst &
Young fyrir Félag kvenna í orku-
málum og fjallar um stöðu kvenna
innan íslenskra orku- og veitu-
fyrirtækja sýnir að enn er geirinn
mjög karllægur. Markvisst hefur
verið unnið að því hjá Veitum
að jafna kynjahlutfall starfsfólks.
Samkvæmt skýrslunni eru Veitur
fremst meðal orkufyrirtækja þegar
kemur að ákvörðunarvaldi kvenna.
Framkvæmdastjóri þess er kona
sem og helmingur forstöðumanna
fyrirtækisins. Fimm stjórnarmenn
eru í Veitum, þar af tvær konur. „Hjá
Veitum hefur einnig gengið vel að
fjölga konum með verk- og tækni-
fræðimenntun en þegar kemur að
iðnmenntuðu fólki er staðan önnur.
Þar eru karlar í miklum meirihluta.
Vandinn liggur ekki síst í þeirri
þjóðfélagsgerð sem við búum við,
afar fáar konur hafa menntað sig á
þessu sviði. Framboðið er því ein-
faldlega ekki til staðar. Veitur hafa
gripið til aðgerða því við viljum gera
okkar til að breyta þessu. Við tökum
t.d. ríkan þátt í að kenna valáfang-
ann Iðnir og tækni í samstarfi við
Árbæjarskóla sem er nú kenndur í
þriðja sinn. Í honum fá átta stúlkur
og átta drengir úr 10. bekk að
kynnast iðngreinum eins og raf-
virkjun, pípulögnum og málmiðn.
Með þessu viljum við vekja áhuga
krakkanna á iðn- og tæknigreinum
og vonandi fylgja fleiri fyrirtæki í
kjölfarið.“
Vinnan aðlöguð fjölskyldulífi
Inga Dóra segir jafnréttismál snerta
alla, ekki bara konur. Algengt sé að
iðnmenntað fólk, sem í flestum til-
fellum eru karlmenn, vinni langan
vinnudag sem auðvitað hefur áhrif
á fjölskyldulífið, t.d. hvað varðar að
koma börnum í skóla eða leikskóla
og sækja þau að degi loknum. „Við
höfum á undanförnum árum unnið
að breytingum á vinnutíma þessa
hóps og nú hefst vinnudagurinn
kl. 8.20 og lýkur kl. 16.15. Með
þessu móti getur starfsfólkið ekki
bara tekið virkari þátt í fjölskyldu-
lífinu heldur skapar þetta einnig
mökum aukið svigrúm og tækifæri
á vinnumarkaði. Allar breytingar
í jafnréttisátt skila sér í ánægðara
starfsfólki, betri vinnustað og rétt-
látara þjóðfélagi. Þær eru því afar
mikilvægar,“ segir Inga Dóra að
lokum.
Samkvæmt skýrslu Ernst & Young eru Veitur fremst meðal orkufyrirtækja þegar kemur að ákvörðunarvaldi kvenna. Inga Dóra Hrólfsdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. MYND/VILHELM
Ingvar Jón Ingvarsson, svæðisstjóri og loftlínumaður, kennir Bríeti Reine Geirs-
dóttur úr Árbæjarskóla handtökin við stauraklifur. MYND/HILDUR INGVARSDÓTTIR
Stýrir stærsta
veitufyrirtæki
landsins
Aðeins 8% æðstu stjórnenda stærstu orku- og veitufyrir-
tækja landsins eru konur, eða kona, því hún er aðeins ein.
Hún heitir Inga Dóra Hrólfsdóttir og stýrir Veitum, stærsta
veitufyrirtæki landsins sem er allt í senn hitaveita, vatnsveita,
rafmagnsveita og fráveita og þjónar hátt í 75% íbúa á Íslandi.
18 KYNNINGARBLAÐ 1 . f E B R úA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RKoNUR í ATVINNULífINU
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
0
-C
7
4
4
1
E
E
0
-C
6
0
8
1
E
E
0
-C
4
C
C
1
E
E
0
-C
3
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K