Fréttablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 64
Ástkær bróðir okkar,
Jón Ágústsson
kennari,
Skúlagötu 20,
andaðist á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 28. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.00.
Ágúst Ágústsson
Þorlákur Ari Ágústsson
Þuríður Jana Ágústsdóttir
Yndislegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Reynir Jónsson
hárskerameistari,
lést 26. janúar sl. Útför hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Rósa Andersen og fjölskylda.
Elsku hjartans ástin mín, sonur, bróðir,
barnabarn, mágur og frændi,
Höskuldur Freyr
Hermannsson
lést laugardaginn 20. janúar á heimili
sínu á Egilsstöðum.
Útför fer fram laugardaginn 3. febrúar
kl. 11.00 í Egilsstaðakirkju. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á björgunarsveitina Hérað, kt. 481199-2989 og
reikningsnr. 0166-26-48.
Steinunn Steinþórsdóttir
Halldóra Eiríksdóttir
Hermann Dalberg Kristjánsson
Eiríkur Orri Hermannsson Kristin Johansen
Þorgeir Starri Hermannsson Sólrún Una Þorláksdóttir
Kristján Helgi Hermannsson
Helga Hermannsdóttir Björn Jónsson
Kristján Guðmundur Sigurðsson
Albert Sigurðsson
Hulda Steinsdóttir
og frændsystkin.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hallbjörg Jóhannsdóttir
lést á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 5. febrúar kl. 13.00.
Petter A. Tafjord
Sigurrós Tafjord Ármann Baldursson
Jóhann Á. Tafjord Elín Jónbjörnsdóttir
Kristján Tafjord Jarþrúður Bjarnadóttir
Birna Tafjord Birgir Kristjánsson
Pétur Smári Tafjord Þórey Svana Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, amma, langamma
og langalangamma,
Ólöf Hjálmarsdóttir
lést á Hrafnistu, Boðaþingi, 25. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 5. febrúar kl. 15.00.
Hjálmar Loftsson
Ingibjörg Loftsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
(Dídí)
Hringbraut 50,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund
24. janúar sl. Útförin fer fram föstudaginn
2. febrúar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 15.00.
Aðstandendur
1918 Rússland tekur upp gregoríska tímatalið.
1930 Kvenfélagasamband Íslands er stofnað í Reykjavík.
1935 Áfengisbann er fellt úr gildi á Íslandi. Bannið hafði
staðið í tuttugu ár og einn mánuð, eða frá 1. janúar 1915.
1946 Norðmaðurinn Trygve Lie er kjörinn fyrsti aðalritari
Sameinuðu þjóðanna.
1946 Sundhöllin á Ísafirði er vígð.
1948 Ríkisútvarpið hefur stuttbylgjusendingar fyrir
Íslendinga erlendis.
1963 Hastings Banda tekur við sem fyrsti forsætisráðherra
Malaví.
1970 236 manns látast í lestarslysi í Búenos Aíres í
Argentínu.
1973 Viðlagasjóður er stofnaður til að bæta tjón eftir
eldgosið í Vestmannaeyjum.
1977 Síðasta mjólkurbúðin í Reykjavík er lögð niður.
1977 Ítalska sjónvarpsstöðin RAI hefur útsendingar í lit.
1978 Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski flýr frá
Bandaríkjunum eftir að hafa játað að hafa haft kynmök við
13 ára stúlku.
1979 Íranska byltingin: Ayatollah Khomeini, æðsti maður
íslam í Íran, snýr heim úr margra ára útlegð í París.
1982 Senegal og Gambía mynda laustengt ríkjasamband,
Senegambíu.
Merkisatburðir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sæmdi Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, heiðursborgara nafnbót Reykjavíkur
borgar við hátíðlega athöfn í Höfða í
gær. Sagði borgarstjóri í ræðu sinni að
með nafnbótinni vildi Reykjavíkur
borg þakka Þorgerði fyrir ómetanlegt
og óeigingjarnt starf í þágu borgarinnar
og þjóðarinnar allrar á sviði tónlistar og
kóramenningar.
Þorgerður á langan tónlistarferil að
baki en hún hóf tónlistarnám sjö ára
að aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1963, tón
menntakennaraprófi frá Tónlistarskól
anum í Reykjavík og nam tónvísindi og
kórstjórn á meistarastigi við University
of Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur
einnig stundað tónlistarnám í Austurríki,
Bretlandi, Ísrael, Noregi og Sviss og nam
auk þess guðfræði um hríð við Háskóla
Íslands.
Þorgerður stofnaði Kór Menntaskól
ans við Hamrahlíð árið 1967 og fram
haldskór hans, Hamrahlíðarkórinn,
árið 1982. Undir stjórn Þorgerðar hafa
kórarnir notið gríðarlegra vinsælda,
haldið fjölda tónleika hér heima og
erlendis og hlotið margvísleg verðlaun,
viðurkenningar og lofsamlega dóma.
Ljóst er að kórarnir hafa haft víðtæk
áhrif á íslenskt tónlistarlíf, í gegnum
tónlistaruppeldi, innblástur og öguð
vinnubrögð. Þúsundir ungmenna hafa
hlotið tónlistaruppeldi í kórunum og
fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og
hljómsveita hafa haft þar viðkomu og
má þar nefna Sigríði Thorlacius, Björk
Guðmundsdóttur, Kristin Sigmundsson,
Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson,
og hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna,
Hjalta lín og Moses Hightower.
Þorgerður kenndi við Tónlistarskól
ann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár og var
fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Banda
lags íslenskra listamanna. Hún hefur
tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi
á sviði tónlistar og meðal annars setið
í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum
tónlistarkeppnum.
Þorgerður hefur á ferli sínum hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, en
meðal annars var hún gerð að borgar
listamanni Reykjavíkur árið 2012 og ári
síðar var hún sæmd heiðursverðlaunum
Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var
Þorgerður sæmd riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir tón
listarstörf.
Hingað til hafa sex Reykvíkingar verið
gerðir heiðursborgarar Reykjavíkur en
þeir eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961,
Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís
Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guð
mundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko
Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið
2015. benediktboas@365.is
Þorgerður heiðursborgari
Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var sæmd heiðursborgaratitli
Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í gær. Hún er stofnandi Hamrahlíðarkórsins.
Margir meistarar tónlistarinnar hafa stigið sín fyrstu skref hjá Þorgerði. Fréttablaðið/anton brink
Þorgerður hefur á ferli
sínum hlotið ýmsar
viðurkenningar fyrir störf sín,
en meðal annars var hún gerð að
borgarlistamanni Reykjavíkur
árið 2012 og ári síðar var hún
sæmd heiðursverðlaunum
Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Þá var Þorgerður sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1985.
1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I M M T U D a G U r32 T í M a M ó T ∙ f r É T T a b L a ð I ð
tÍmamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
0
-A
9
A
4
1
E
E
0
-A
8
6
8
1
E
E
0
-A
7
2
C
1
E
E
0
-A
5
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K